Eyrir ekkjunnar.

Íslenskir lífeyrisþegar fylgjast nú spenntir með því hvernig sparnaði þeirra í ævistarfinu verður ráðstafað af fulltrúum þeirra.

Meðal lífeyrisþeganna er fólk sem ekki er ofsælt af þeim lífeyrisgreiðslum, sem það fær til þess að framfleyta sér, oft lúsarlaunum sem hrökkva hvergi nærri fyrir nauðþurftum. 

Það vantaði ekki fagurgalann oft á tíðum í aðdraganda Hrunsins þegar spilagleðin í fjárhættuspili fjárfestinganna greip margan manninn og marga sjóðsstjórnina og verið var að gylla möguleikana á gróða. 

Nú er bara að vona að það sama gerist ekki aftur og menn vandi sig. Við vitum að enginn er eyland og að það verður að koma gangverki þjóðfélagsins aftur af stað. En við vitum líka að fólkið, sem lagði fram féð til lífeyris síns í sveita síns andlitis á kröfu á að ekki verði gerð aftur svipuð mistök og svo oft voru gerð á undanförnum árum. 

Eyrir ekkjunnar er oft ekki svo stór að það sé réttlætanlegt að minnka hann enn frekar. 


mbl.is Spenntir fyrir Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mæl þú manna heilastur Ómar og haf þú þökk fyrir

Sigurður Haraldsson, 29.6.2010 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband