Stóðust álagið.

Spánverjar eiga ekki sömu hefð á HM og Þjóðverjar og margir óttuðust að þetta lið, sem leit svo vel út á pappírnum, myndi ekki standast álagið sem fylgir því að fara alla leið.

En það stóðst prófið með prýði og í kvöld sannaðist hið fornkveðna að enginn er betri en mótherjinn leyfir. 

Spánverjar voru betri liðsheild og fyrir því urðu jafnvel Þjóðverjar að beygja sig. 

Nú er spurningin hvort Hollendingar, sem ég spáði að myndu fá uppbót fyrir það þegar Þjóðverjar "rændu" þá sigri 1974 og færu nú alla leið. 

Munurinn kann hins vegar að vera sá að 1974 var hollenska liðið það besta í heimi en á góðum degi, eins og í dag, er það spænska best. 


mbl.is Spánn leikur til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Spánverjar gáfu mér veglega 50 ára afmælisgjöf, að slá út Þjóðverjana og komast í úrslit. Enda hafði ég, í spáleik fyrir HM, spáð þeim HM titlinum 2010.

Dexter Morgan, 7.7.2010 kl. 23:19

2 identicon

Holland tekur þetta...kv

Eiki S. (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 00:12

3 identicon

Ég hef mikla trú á Hollendingunum lyppist þeir ekki niður eins og þeir gerðu gegn Rússum á EM 2008 eftir að hafa sýnt snilldartilþrif. Hafi þeir lært af því niðurbroti, geta þeir unnið Spánverjana. Þessi tvö lið eru sannarlega réttu liðin til að ná alla leið í úrslitin og ég spái svakalega skemmtilegum leik. Einhvern veginn kemur ekkert annað til greina.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 00:28

4 identicon

já voru betri i dag þvi midur, hefdi verid betra ad vinna thjod okkar thyskaland hefdi unnid en gerdist ekki, attu reyndar ad fa viti en svona hefur thessi domgaesla verid a HM, vona nuna ad spann vinni, en afram thyskaland samt :)

elvis (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband