31.7.2010 | 13:17
O. J. Simpson bragð að þessu.
Einhver frægasti eltingarleikur sjónvarpssögunnar var í beinni útsendingu vestra þegar O. J. Simpson reyndi að komast undan lögreglu og sjónvarpsþyrlum á Blazer-jeppa.
Ég minnist þess að 1986 var notuð Dornier-flugvél Haraldar Snæhólms við að þefa uppi hraðakstursmenn.
Hægt var lenda vélinni á túnum meðfram veginum ef á þurfti að halda. Einhverjir náðust en auglýsingin um viðveru lögregllu hafði mest áhrif. Enginn amerískur eltingarleikur af æsilegustu gerð var þá háður.
Ég held að mjög þurfi að vanda til vinnubragða við þessa tegund eftirlits til að skapa ekki meiri hættu en þegar hefur hlotist af meintum hraðakstri þegar hann uppgötvast.
Til dæmis tel ég að eftir að löggæslumenn í þyrlu hafa náð fyrstu sönnunargögnum um aksturinn, til dæmis á kvikmynd eða ljósmynd, eigi þeir að draga sig til baka og fylgjast með hinum brotlega í sem mestri fjarlægð aftan frá til þess að æsa hann ekki upp, helst ekki að láta hann verða þyrlunnar var þótt hann sjáist úr þyrlunni.
Með fjarskiptum á síðan að finna út hvar helst sé hægt að stöðva ökumanninn þar sem hætta af slíku er minnst.
Mér finnst lítilll akkur í því að "æsilegir" amerískir O.J. Simpsons eltingarleikir verði innleiddir á okkar friðsæla landi, eltingarleikir sem magnast upp á lífshættulegt stig.
Æsileg eftirför með þyrlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumir hafa gaman af eltingarleik, en þetta er alveg rétt hjá þér Ómar.
Aðalsteinn Agnarsson, 31.7.2010 kl. 13:48
Rétt hjá þér Ómar enda náðist þessi kjáni ekki fyrr en hann datt við skilti sem sínir 15km smá húmor í því hjá blaðamanninum að láta skiltið koma inn á mynd.
Magnús Gunnarsson, 31.7.2010 kl. 14:59
Löggan verður nú að fá sitt adrenalín líka
p.s. O.J. Simpson var á hvítum Bronco en ekki Blazer
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 18:35
Eltingaleikur lögreglunnar við Simpson kallinn var ekki í amerískum hasar stíl, eins og maður sér oft í kvikmyndum. Mér er til efs, að Simpson hafi ekið yfir á rauðu. Lögreglan fylgdi honum alveg heim í slotið og allt fór þetta prúðmannlega fram (kann að hafa valdið sumum áhorfendum vonbrigðum! ) og mig minnir, að O.J.Simpson hafi verið birt ákæra innan garðs og hann síðan handtekinn.
Margir kunna þessa sögu, en einn ágætur kollega Ómars, Jay Leno, minnir gesti sína oft á þetta drama á sinn kaldhæðnislega hátt (Leno er þá að hæða dómskerfi Kaliforníufylkis vænti ég).
Kv., KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 31.7.2010 kl. 19:58
En ef hann er ölvaður? En ef hann er undir áhrifum fíkniefna? En ef hann er með fíkniefni innanklæða? Á hann þá bara að sleppa við afleiðingarnar af því afþví hann var nógu bilaður til að reyna að stinga af?
Og hvað ef hann neitar fyrir að hafa verið að aka? Þá er lögregla ekki með neinar haldbærar sannanir fyrir því að hann hafi verið að aka og sakfelling gengi illa
Fyrir utan það að það er ekkert auðvelt að lesa á númer bifhjóls sem er á 200 km hraða
Óskar (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 20:00
@Óskar: Já. Líka þrátt fyrir þessi "hvað ef". Ekkert sem þú nefndir þarna er virði mannslífa. Hvorki ökubrjótsins né annara. Og ef hann er undir áhrifum þá vil ég enn minna hafa þann aðila á 200km hraða ef eitthvað er.
Já ef að að lögreglan hefur þá starfsreglu að bakka út úr eltingarleiknum, eins og er á mörgum stöðum, þá aukast líkur á að aðilinn sleppi þó það sé ekkert gulltryggt með það. En svona eltingarleikur er stórhættulegur þess sem reynir að sleppa, lögreglu og öllum nálægt eru báðum aðilum. Það að sumir sleppi stundum er úldinn biti að kyngja en ekkert miðað við það ef að eltingarleikurinn dregur fólk til dauða. Hlutur sem hefur nú gerst hér. Og í þessu tilfelli var meira að segja þyrla í loftinu þannig að líkur á að aðilinn mundi sleppa er nánast 0%.
Ég er ekkert að sakast út í lögreglu með þetta. Þeir eru bara að reyna að ná sínum manni samkvæmt þeirri þjálfun sem þeir hafa. Bara spurning um að skoða öðruvísi starfsreglur með það að markmiði að bjarga mannslífum.
Jón Grétar (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 21:05
Á þessum tíma voru Bronco og Blazer nákvæmlega jafn langir, breiðir og háir. Auðvitað hefur O. J. Simpson verið á Ford Bronco Eddie Bauer.
Ómar Ragnarsson, 1.8.2010 kl. 11:50
Árangurstengd stjórnun gat af sér heilalaust réttlæti!
Húsari. (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 12:01
Sæll Ómar, það lítur út fyrir að lögreglunni vanti betri naglamottur og reyndar ekki bara hér, þetta verkfæri virkar afar sjaldan og er stórhættulegt í meðförum. Eigum við ekki að skora á íslenska upppyndingamenn að skvera fram betri og öruggari naglamottu. Einhverjir voru komnir með nokkurskonar net úr sísal efni sem flækist í framdekkið og bremsaði það samstundis niður í núll.
Eyjólfur Jónsson, 2.8.2010 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.