19.8.2010 | 06:48
Undraverð gleði.
Reykjadalur í Mosfellsdal skipar sérstakan sess í huga mínum og minnar fjölskyldu. Þar dvaldi sonur okkar Helgu nokkur sumur á unga aldri og starfsemin þar var eitt helsta atriðið í starfi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
Helga var stjórnarmaður og tók virkan þátt í starfi kvennadeildar félagsins og móðir mín veiti henni öfluga forystu um árabil.
Það var alveg sérstök upplifun að fá að verða samferða á lokaspretti hinnar miklu Reykjadalsgöngu í gær og njóta einstakrar lífsgleði og baráttuanda göngumanna.
Ekki var gleðin minni fyrir það að deila þessu endaspretti með Gunnari Eyjólfssyni og rifja upp með honum einstaklega ánægjuleg kynni okkar í meira en hálfa öld.
Í ársbyrjun 1959 ruddumst við inná skemmtikraftamarkaðinn á sama tíma, annars vegar hann og Bessi Bjarnason með alveg nýja gerð leikins atriðis í svipuðum stíl og Gunnar hafði kynnst í Bandaríkjunm og hins vegar ég með mitt frumsamda uppistand, gamanvísur og eftirhermur.
Og nú lágu leiðir okkar aftur saman, að þessu sinni vegna þess að dótturdóttir hans hafði fakrengið að njóta einstakar d. valar í Reykjadal.
Ég læt fylgja með þessum pistli mynd sem ég tók af fulltrúum Soroptimistafélags Seltjarnarness þegar þeir afhentu stórgjöf í göngulok í gær og er til merkis um það hve vel hið frábæra starfsfólk í Reykjadal náði til landsmanna.
Gunnar Eyjólfsson er lifandi sönnun þess hverju 86 ára gamall maður getur áorkað með líferni sínu og andlegum þrótti.
Þegar við kvöddumst í gær bað hann mig um að þýða úr ensku spakmæli um lífsgæði sem hljóðar svona á íslensku:
Líf okkar er ekki mælt í fjölda andardrátta okkar heldur í fjölda þeirra augnablika þegar við gripum andann á lofti.
Reykjadalur nær að halda dyrunum opnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fróðlegt væri að fá spakmælið á ensku. Takk fyrir.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 08:05
Life is not measured by the number of breaths you take, but by every moment that takes your breath away.
Lesandi (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 09:27
Okkar líf í andardráttum ei er mælt.
Heldur er í öðru pælt,
andann hvort við grípum sælt.
Billi bilaði, 19.8.2010 kl. 09:52
Þetta er fallegt spakmæli um mælistiku lífsins, en þýðingin hjá Ómari er ekki góð.
Á þýsku hljómar þetta svo; Das Leben wird nicht gemessen an der Zahl unserer Atemzüge, sondern an den Orten und Momenten, die uns den Atem rauben.
Einhver snjall Íslendingur hlýtur að hafa spreytt sig á þessu. En nú er Helgi allur. Hverjir tóku við?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 11:45
Ég tek ofan fyrir starfsmönnum og velunnurum Reykjadals.
Hér sjáum við svart á hvítu hvað samtakamáttur og góður vilji geta áorkað.
Til hamingju með afrekið
Hjalti Tómasson, 19.8.2010 kl. 15:41
Ævilengd mælist ekki í fjölda andartaka heldur unaðsstunda.
Ævilengd er fremur mæld í unaðsstundum en andartökum.
Ævi má mæla í andardráttum en þó fremur í undrun og gleði.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 19:07
Góð tilþrif Þorvaldur, en unaðsstund er ekki rétta orðið. Undrun og gleði hinsvegar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 19:44
"Líf vort mælist ekki í fjölda andardráttar, fremur í andartökum undrunar og gleði".
Veit að þetta er ekki nógu gott, bara tillaga.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 20:57
Í enska textanum er hvergi minnst á staði eins og í þeim þýska (orte)
Þess vegna er ekki hægt að nota þýska textann sem mælikvarða á það hvernig enski textinn er þýddur.
Ómar Ragnarsson, 19.8.2010 kl. 21:32
Halló, Ómar. Aldrei heyrt um skáldaleyfi? Epigram eftir Simonides um Spartverja við Laugaskarðið. "O stranger, tell Lacedaemonians that here we lie to their sayings in obedience." Í þýðingu Helga Hálfdanarsonar: Flyt heim til Spörtu þá frétt, þú ferðalangur, að trúir lögunum hvílum við hér, hjúpaðir gróandi mold.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 22:04
Lífið felst ekki í því að draga andann, heldur að standa á öndinni.
Davíð Oddsson, 20.8.2010 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.