Minnir á gamlar rökræður í Gaggó.

Ég minnist rökræðukeppni sem haldin var í Gagnfræðaskólanum við Vonarstræti á útmánuðum 1956.

Deilt var um áfengi og sölu ríkisins á áfengi og tóbaki. Mælskir meðmælendur "hófdrykkju" og "hóflegra" reykinga notuðu þau rök að þeim mum meira sem fólk keypti í ríinu og reykti og drykki, því hagkvæmara væri það fyrir þjóðarbúið. 

Því meira fyllerí og reykingar, því betra. 

Mér fannst þetta vera röksemdafærsla í ungæðislegum og barnalegum Gaggó-stíl en ekki undir formerkjum yfirvegaðrar rökhyggju sem horfði á málið í víðara samhengi heildarútgjalda þjóðfélagsins vegna neyslunnar og afleiðinga hennar. 

Ég man að í rökræðunum tók ég sem dæmi að í fjölskyldu sem skorti fé, yrði einum meðlimi fjölskyldunnar falið að kaupa og flytja heróin inn á heimilið og selja öðrum í fjölskyldunni það á uppsprengdu verði og það söluandvirði yrði skilgreint sem gróði fjölskyldunnar og notað til að kaupa brýnar nauðsynjar, mat og lyf. 

Nú sýmist mér sjálfur fjármálaráðherra víðendasta ríkis veraldar vera heldur betur kominn niður á Gaggóplanið, hvort sem það er vegna ölvunar eða þess að hann ætlar að slá Jón Gnarr út sem mesti brandarakarl, sem komist hefur í virðulegt embætti í heiminum.


mbl.is Rússar hvattir til að reykja og drekka meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband