10.9.2010 | 15:12
Í þá gömlu, góðu daga.
Á miðjum sjötta áratugnum komu nokkrir Danir í eftirminnilegar heimsóknir til Íslands.
Friðrik konungur, faðir Margrétar Þórhildar, varð fyrstu Danakonunga til þess að koma í heimsókn til Íslands eftir að landið fékk fullveldi og heilluðu konungshjónin alla í þessari eftirminnilegu heimsókn sem var upphaf þess að fullar sættir tækjust með þjóðunum tveim.
Glæsilegur og einstæður viðburður á heimsvísu, afhending handritanna 1971, var síðan lokahnykkurinn á þessu.
Heimsókn Bent Larsens til Íslands til einvígis við Friðrik Ólafsson var einn af helstu íþróttaviðburðum þessara ára og er öllum, sem fylgdust með einvíginu í fersku minni.
Friðrik var þá á góðri siglingu sem fyrsti stórmeistari Íslendingina og Larsen var á svipaðri uppleið.
Þeir tefldu í sal Sjómannaskólans í Reykjavík og var troðið út úr dyrum þegar þeir áttust við og andrúmsloftið þrungið gríðarlegri spennu, ekki síður en þegar Fisher og Spasskí tefldu í Laugardalshöll 1972.
Larsen náði síðar svo langt að lenda í því að tefla í áskorendaeinvígi við Fisher og tapaði 0:6.
Það gerði líka Taimanoff á undan Larsen og er þessi 12-0 sigur án hliðstæðu í nútímasögu skákarinnar.
Sjálfur fyrrverendi heimsmeistari, Tigran Petrosjan, fór herfilegar hrakfarir á móti Fisher, 6 1/2 á móti
2 1/2 og þá hafði Fisher unnnið 20 skákir í röð á móti sterkustu skákmönnum heims.
Á þessum tíma var Fisher meiri afburðamaður í skák miðað við aðra bestu skákmenn heims, en dæmi eru um.
Segja má að Friðrik hafi verið heppinn að lenda ekki í sömu mulningsvélinni og Taimanoff, Larsen, Petrosjan og Spasskí, heldur getað haft það á afrekaskrá sinni að hafa unnið Fisher á áskorendamótinu í Portoroz ef ég man rétt.
En nöfn Friðriks og Larsens koma oftast samtímis upp í hugann og Íslendingar minnast þessa hugljúfa Dana með þakklæti og virðingu.
Bent Larsen látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fréttinni um andlát Bents Larsens fylgir í mínum huga mikil eftirsjá. Minningar um gömlu meistarana sem núna eru dánir eða komir á elliár.
Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 15:28
Hjarta mitt tók kipp þegar ég sá fréttina. Larsen er tengdur íslenskri skáksögu órjúfanlegum böndum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.9.2010 kl. 15:33
Ég man vel eftir einvíginu í Sjómannaskólanum. Sá það ekki sjálfur en man eftir spennunni og æsingnum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2010 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.