20.9.2010 | 19:26
Hvernig skal réttvísin vera?
Réttvísin hefur margar hliðar. Eins og nafnið bendir til er ætlast til að grunnur hennar sé siðfræðilegur, þ. e. að finna út hvað sé rétt eða rangt, hvaða gjörðir manna eða aðgerðarleysi teljist hafa verið þannig að koma verði því fram að þeir taki afleiðingum með því taka út refsingu.
Vandinn varðandi Landsdómsmálið er sá að þegar dæmt er eftir lögum hafa menn lítið annað til að fara eftir en lagabókstafinn sjálfan en hann kann hins vegar að vera gallaður.
Fyrningarákvæði laga varðandi ráðherraábyrgð er megingalli núverandi löggjafar því að þeir, sem mesta ábyrgðina bera á Hruninu eða því að það varð svona stórt, voru að hluta til hættir störfum vorið 2007 þegar Hrunið var þegar orðið óhjákvæmilegt.
Sjá má þeirri skoðun haldið fram að sanna verði að rangar embættisfærslur þeirra sem rætt er um að ákæra hafi valdið Hruninu.
Á hinn bóginn er bent á að embættisfærslur geti hafa gert Hrunið stærra en það hefði orðið og að viðkomandi beri að svara fyrir það.
Síðan sést á orðum forsætisráðherra í dag að hægt er að túlka orðið "embættisfærsla" á mismunandi hátt.
Ef það er túlkað á þröngan hátt varðandi fyrrverandi utanríkisráðherra, aukast mjög líkur á sýknudómi, sem aftur þýðir það að ákæra eigi ekki rétt á sér, vegna þess að líkurnar þurfi að vera yfirgnæfandi á sektardómi til þess að hægt sé að réttlæta ákæru.
Ef orðið "embættisfærsla" er hins vegar túlkað mjög rúmt gæti það náð yfir fundi oddvita stjórnarflokkanna og fjármálaráðherra um ástandið. Og þá gæti ábyrgðin færst út til þeirra, sem voru í ríkisstjórn og áttu að bera samábyrgð á málinu í samræmi við það að ríkisstjórnin sé fjölskipað stjórnvald.
Ýmis sjónarmið togast á, til dæmis varðandi það að hugsanlega vanti upp á að þeir svari til saka sem ábyrgð beri. Annars vegar það að vegna ágalla fyrningarákvæðanna verði dómar óréttlátir. Hins vegar það að fyrst lög um Landsdóm séu á annað borð í gildi, verði að dæma eftir þeim, rétt eins og að þjófar séu dæmdir þótt vitað sé að stórtækari þjófar sleppi.
Orðið réttvísi verður að mínum dómi að vera viðmiðið, hvernig sem fer.
Gagnrýnir málsmeðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll hér sýður uppúr ef stjórnvöld ákveða að fyrrum ráðherrar sem lagt er til að fari fyrir landsdóm að kjósa á móti því en um leið verði níumenningarnir sem reyndu að stoppa sömu aðila í landráðum og stjórnleysi ákærðir þá ábyrgist ég að hér verður allt brjálað!
Sigurður Haraldsson, 21.9.2010 kl. 00:12
Ég er nú steinhissa á því að það sé ekki allt þegar orðið brjálað yfir leikriti dómskerfisins og yfirvalda þann 16 September sem hefði frekar átt að heita dagur Múgsefjunarinnar og er ég ekki að reyna gera neitt lítið úr afmælisdegi þjóðhetjunnar en afmælisdagur hanns var klárlega misnotaður til íllra verka á meðan fólk fagnaði stóð Hæstiréttur íslands í stórræðum við að fara framhjá lögum að fyrirmælum forystunnar sem pantaði dóminn og setti upp allt leikritið á þessum merka gelðidegi.
Jónas Jónasson, 21.9.2010 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.