"Láttu drauminn rætast !"

Ofangreinda setningu sagði gamla förukonan og niðursetningurinn Margrét Sigurðardóttir, Hvammi í Langadal, við mig fyrir meira en hálfri öld þegar ég var þar í sveit sem drengur, en frænka mín í Hvammi hafði tekið hana að sér af góðsemi sinni. 

Margrét var þá komin vel á áttræðisaldur og var alltaf kölluð Manga, stundum Manga með svartan vanga eða bláa Manga, jafnvel gelda Manga af því að hún missti andvana fætt eina barnið, sem hún gekk með um sína daga.

Já, hún varð fórnarlamb þeirrar grimmdar sem fólk af hennar stigum var oft beitt og var orðin lúin og þreytt þegar ég kynntist henni, þrotinni að kröftum.  En hún hélt því þreki, sem eftir var, við með því að ganga um sveitina eins og förukonur gerðu í gamla daga.

Ég skrifaði 1993 bók um hana og fleira fólk, sem ég kynntist í Langadalnum, en var síðar sagt sitthvað um hana sem gerir það að verkum, að mig dreymir um að skrifa bókina um hana aftur og gera út.

Manga kunni ljóð stórskáldanna utanbókar og á bak við útlit umrenningsins, sem var það hlutverk sem hún hafði skapað sér í ellinni, þegar hún gekk á milli bæja, var gáfuð kona sem hafði lent utangarðs á erfiðri ævi.

Ég skipa Möngu á bekk með þeim persónum sem hafa haft mest áhrif á mig um ævina. Nafn hennar kemur upp í hugann í sömu andrá og nöfn Gísla á Uppsölum, Reynis Péturs, Pálínu á Skarðsá og bræðranna á Guðmundarstöðum. 

Manga var undanfari þeirra og beindi sjónum mínum að ljóðum Einars Ben og Steingríms Thorsteinssonar fegurð landsins og möguleikunum sem það gæfi þegar hún sagði:

"Þú átt lífið framundan, drengur minn, og mundu að það stekkur enginn lengra en hann hugsar!  Láttu drauminn rætast!"

 


mbl.is Susan Boyle í heimsmetabókina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvað með heimildarmyndina um Helga trúboða og barnaníðing... á að breyta henni eða hætta við hana, eða jafnvel að breyta umgjörð hennar og sýna hvernig trúboðar eru oftar en ekki úlfar í sauðsgæru?

doctore (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 10:38

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi heimildarmynd verður ekki gerð. Sé ekki hvað það mál kemur Margréti Sigurðardóttur við.

Ómar Ragnarsson, 20.9.2010 kl. 18:39

3 identicon

Susan Boyle er búin að gleðja marga með sinni fallegu rödd og þeirri ævintýralegri frægð sem hún var aðnjótandi að. En það merkilega var, að hún söng lag sem var samið fyrir 30 árum og hefur verið flutt af miklu betri söngvurum. Hlustið hér á Ruthie Henshall syingja;

I Dreamed a Dream. http://www.youtube.com/watch?v=-Jo4FvpN3_g

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 19:46

4 identicon

Var í sambandi við áhrifamiklar persónur í þínu lífi... en skítt það það; Ég held mest upp á hann Reynir Pétur, maður fer alltaf í gott skap þegar maður heyrir í kappanum.

DoctorE (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 20:32

5 identicon

Þetta eru mögnuð orð Ómar Ragnarsson. Ég les hvern pistil þinn eins og fleiri. Þessi er með þeim betri og mun ég sjá til þess að orð Möngu gömlu munu lifa í frjálsíþróttaheiminum eftir því sem ég get.

Freyr Ólafsson (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband