28.9.2010 | 11:20
Markatalan er mikilvægust.
Það getur verið gagnlegt að halda yfir það skrá hve oft knattspyrnulið á skot að marki andstæðinganna en það segir þó auðvitað ekki allt.
Dæmi um það mátti sjá nú á dögunum í leik minna manna, Framara, við FH. Framarar áttu jafnvel meira í leiknum en FH-ingar í fyrri hálfleik og fengu mörg ágæt skotfæri.
Gallinn var bara sá að öll skotin fóru beinustu leið í hendurnar á markverði FH þar sem hann stóð og hafði lítið fyrir því að verja.
Kannski var undirliggjandi sálfræðileg skýring á þessu. Það er nefnilega dálítið erfitt að fá fullt út úr liði í leik þar sem úrslitin skipta engu máli um stöðu liðsins í deildinni.
En í boltaíþróttum skiptir skottækni gríðarlegu máli, því að það er alveg sama hve vel lið leikur ef því mistekst að skapa sér marktækifæri og nýta þau.
Meistararnir nákvæmastir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.