Það var mikið !

Áratugum saman hafa íslenskir ráðamenn farið í kringum heitasta mál okkar samtíma, framferði Ísraelsmanna, eins og kettir í kringum heitan graut, þegar þeir hafa haft aðstöðu til að segja eitthvað bitastætt erlendis um þetta eitraða peð í skák alþjóðastjórnmála.

Þessa hefur alla tíð gætt þegar utanríkisráðherrar okkar hafa talað á erlendri grund, svo sem á Allherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. 

Þess hefur verið vandlega gætt að ekkert orð gæti styggt Bandaríkjamenn og þá fyrst og fremst verið að huga að því að fæla þá ekki burtu með varnarliðið frá Keflavíkurflugvelli. 

Þjónkunin hefur verið alger og náði hámarki þegar tveir menn ákváðu vorið 2003 að Íslendingar skyldu vera beinir aðilar að ólöglegri innrás í fjarlægt ríki á upplognum forsendum.

Síðan fór herinn samt sem áður 2006 og allt flaðrið var til einskis.

Það hefði verið gott ef einhver utanríkisráðherra hefði löngu fyrr gert það sem Össur gerir núna en betra er seint en aldrei. 


mbl.is Össur fordæmir Ísraelsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband