4.10.2010 | 11:26
Búsáhaldabyltingu breytt í "tunnubyltingu"?
Búsáhaldabyltingin er nú orðið nafn, sem viðurkennt er sem samheiti um þau mótmæli sem viðhöfð voru frá október 2008 til janúar 2009.
Það er að vísu erfiðara að rogast með tunnur niður á Austurvöll en venjuleg búsáhöld en áberandi stækkun á tækjum mótmælenda gæti samt fest nafn tunnunnar í sessi ef mál þróast á þann veg að hægt sé að tengja þessi tól við mótmæli eða jafnvel umskipti, "tunnubyltingu".
Tunnan hefur að vísu dálítið sérstakt tilfinningalegt gildi fyrir mig því að þegar nemendur 2. bekkjar Lindagötuskólans föndruðu við það að setja saman róttækan framboðslista unglinga við bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík í janúar 1954 á vegum "Farísea og fræðimannaflokksins", steig ég upp á öskutunnu fyrir framan skólann og flutti þar ræðu, sem hlaut nafnið "öskutunnuræðan."
Síðan vekur nafnið öskutunna alltaf svolítið sérkennilegar minningar frá unglingsárum mínum.
Aldrei varð neitt úr öskutunnubyltingunni og vænta mátti en ég held samt að hugmyndin hafi ekki verið galin, bara 56 árum á undan samtíð sinni.
Tunnumótmæli við stefnuræðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samála nú verður bylting og ekki barið á pott!
Endurvekjum lýðræðið og fellum flokksræðið!
Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 11:36
Það er auðvitað sárgrætilegt hvað menn geta fljótt orðið auðvaldinu að bráð og lætur það stjórna sér, eða hvað er annars í gangi hér á landi ?? Stjórnvöld virðast hafa verið "keypt" af einhverjum sem togar og stýrir öllu saman. Íslendingar upp til hópa hafa fengið miklu miklu meira en nóg af þess öllu saman og ég spái því að nú taki fólk alvarlega við sér og hætti að greiða. Lengi lifi byltingin !!! En gætum þess þó alltaf aðgát skal höfð í nærveru sálar. Tökum þetta eins og Gandhi, með þrautseigjunni og viljanum en ekki vonsku.
Katrín G E, 4.10.2010 kl. 17:02
Já mér fannst þetta nokkuð „stöðluð“ mótmæli: allt eins og hafi verið fjöldaframleitt. Hver skyldi hafa útvegað tunnurnar? Varla staurblankur viðskiptavinur bankanna. Er þetta kannski undirbúið af einhverjum sem vill grafa undan ríkisstjórninni?
Annars finnst mér furðulegt að ekki skuli vera mótmælt fremur í bönkunum eins og hugrakka konan sem mótmælti ranglætinu á sinn hátt í Landsbankanum á dögunum og vísaði í óvenjulega skuldauppgjöf fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar eins og þú Ómar bentir á réttilega á dögunum?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 4.10.2010 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.