4.10.2010 | 23:54
Í slæmum félagsskap.
Nasistar svívirtu grafreiti Gyðinga og brutu rúður í guðshúsum þeirra á sinni tíð.
Öfgafullir Gyðingar brutu nýlega rúður í Mosku Múslima nálægt landnemabyggðum Gyðinga.
Þótt ribbaldar og ofbeldismenn Sturlungaaldar fremdu mörg illvirki létu þeir þó kirkjur landsins í friði og virtu kirkjugrið.
Þeir sem brjóta ítrekað rúður í Dómkirkju landsins skipa sér nú á bekk með nasistum og öðrum ofbeldismönnum erlendum.
Mótmælin nú þurfa á öðru að halda en svona athæfi sem setur blett á okkur sem siðmenntaða þjóð.Rúður brotnar í þinghúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég fór á Austurvöll á föstudaginn. Rölti aðeins um og hlustaði á fólk. Eins og alltaf hittir maður fólk sem maður þekkir og þá fann maður þessa reiði. Ekki eins og í búsáhaldabyltingunni þar sem reiðin var óskilgreind, jafnvel í bland við ótta. Nú er reiðin vegna þess að alþingismenn virðast leggja meiri áherslu á að klekkja á hvor öðrum en að leysa þau vandamál sem fyrir liggja.
Þegar einhverjir hófu að henda eggjum, virtist enginn fordæma það. Ekki einu sinni heiðvirt venjulegt fólk. Það vakti ugg hjá mér.
Sjálfsagt er það rétt sem Jóhanna og Steingrímur sögðu þjóðinni fyrir nokkrum dögum, að botninum sé náð. Mikið hafi verið gert til bjargar heimilunum og það sé bjart framundan. Upplýsingar Hagstofnunar voru þá bara órökstaddur áróður.
Sigurður Þorsteinsson, 5.10.2010 kl. 00:38
Sögusamlíking þín er einstaklega ósmekkleg, Ómar Ragnarsson.
Það voru ekki bara brotnar rúður í guðshúsum gyðinga og ekki bara í sinni tíð, heldur líka nú á dögum. Múslímar hafa oft gert sprengjuárásir á synagógur í Frakklandi, Túnis, Tyrklandi, Grikklandi og í Kaupmannahöfn. Fylgist þú ekki með?
Þú nefnir rúðu í Mosku á Vesturbakkanum. Veist þú að samkunduhús gyðinga í Jerúsalem voru sprengd upp af t.d. Jórdönum og Palestínumönnum? Veistu að Assad Sýrlandsforseti lét valta yfir stærsta grafreit gyðinga í heiminum, þegar hann byggði veg út á nýjan flugvöll? Veistu að háskólinn í Salonike í Grikklandi er byggður beint ofan á einn stærsta gyðingagrafreit í Evrópu? Gyðingarnir nýgasaðir og brenndir í ofnum forfeðra þeirra sem nú ráða ferðinni í ESB og Grikkir farnir að reisa háskóla ofan á líkamsleifum forfeðra gyðinganna, í grafreitum sem þeir höfðu fengið og keypt til afnota til eilífðarnóns. Fylgist þú ekki með, þegar mannréttindi eru brotin?
Þegar gyðingar í landnemabyggðum grípa til þess ráðs að ráðast á helgihús múslíma, er það væntanlega vegna þess að múslímar hafa ráðist á helga staði þeirra. Hryðjuverkamenn myrða þá og ofsækja heittrúaða gyðinga sem vilja búa í landi því sem þeir eiga sögulegan rétt á að búa í. Maður heyrir þó lítið, ef ekkert, í fréttum á Íslandi. Fylgist þú ekki með?
Eggjum hefur verið kastað á Íslandi áður, m.a. á heimili foreldra minna. Túlípanar í garði þeirra voru trampaðir niður eftir að þeim var hrósað í Vísi. Drullukúlum var einnig fleygt í húsið. Einn af eggjakösturunum er hommi sem nú ritar blogg á Eyjunni. Hvað fékk hann og aðra drengi til að kasta eggjum og drullu á heimili mitt, þegar ég var barn? Höfðu foreldrar mínir aðhafst eitthvað eins og ríkisstjórnin nú? Nei. Það var hatur og öfund sem olli eggjakastinu hér áður fyrr. Börn bandarískra hermanna, sem bjuggu í Keflavík, upplifðu sömu hegðun. Eggjum var líka fleygt á heimili þeirra.
Eggjakast á Alþingi er af allt öðrum toga en rúðubrot nasista og hrekkir barna útlendingahatara. Þegar þú líkir eggjakösturum á Austurvelli við nasista, skaltu ekki gleyma því, að fólkið á Austurvelli er ofsótt og yfirgefið. Kirkjan og leiðtogar hennar eru ekki ofsóttir, ekki Alþingismenn, heldur almenningur í landinu, sem ekki á í sig og á, margir búnir að missa heimili sín, störf sín og ástvini vegna kreppunnar; meðan Össur Skarphéðinsson er með munnræpu í New York, að kasta steinum í Gyðinga úr pontu hjá SÞ og mágur hans að aka um í bíl ráðuneytisins um helgina til að sýna einhverjum ríkum Kínverja (frá landi þar sem menn borga sjálfir kúluna í hnakkann og mannréttindi eru bær í Rússlandi) hið merka land, Ísland. Ætli hann Hjörleifur, maðurinn hennar Imbu og mágur hans Össurar hafi farið með Kínverjann niður á Austurvöll? Nei, valdastéttin rauða, sendir bara skriðdreka, eins og vinirnir í Kína.
Egg eru best soðin, steikt og í köku. Þau henta best til matargerðar. Við getum verið sammála um það. En þú dæmir hér of fjálglega, Ómar Ragnarsson. Eggjakastararnir á Austurvelli eru ofsóttar hræður, ekki þeir sem fá nokkur egg í flibban, silfraða hárið eða hempuna.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.10.2010 kl. 03:15
Vilhjálmur - tek undir orð þín - en sé ekki hvað kynhneigð mannsins sem þú nefndir hefur með verknaðinn að gera.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.10.2010 kl. 04:59
gaman af Villa.. israelar spregnja moskur upp með stórskotaliði og F16 þotum :) og hafa gert margoft.. annars er þessi trúarvella kominn út fyrir alla skynsemi og eru júðar og muslimar einna verstir
Óskar Þorkelsson, 5.10.2010 kl. 07:42
Rétt Ólafur Ingi, ég skaut yfir markið með Eyjubloggarann. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir "villu" hans, þegar hann sagði að ég gæti ekki komið með í afmælið hans af því að ég væru í svo púkó fötum og ætti ekki bláa klossa eins og hann. Ég og strákur sem hét Svenni urðum þess vegna útundan vegna þess að við vorum "púkó". Þetta situr enn í mér eins og þú sérð.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.10.2010 kl. 08:10
Hér minnist enginn á það að það ríkir enn ákv. reiði út í Þjóðkirkjuna vegna....þið vitið. Og svo var þetta víst bara ein rúða í henni.
Og þarna gengur hirðin á milli Dómkirkju og Þings á meðan skandalarnir skaka báðar þessar stofnanir.
Fólk er á leið í svelti, og er að missa ofan af sér þökin í þúsundavís, og annar eins hópur er farinn úr landi, á meðan sömu rjómakettirnir sitja við feitar krásir í bönkum og stofnunum sem sumar hafa nú nýja kennitölu. Það er ekki bara reiði þessa fólks sem ólgar, - allir þekkja einhvern sem er búinn að lenda í hakkavélinni. (Ég veit t.d. um dæmi þar sem húseigandi missir eign til bankans og hafa þá leigjendur fengið passann, en húsið er látið standa autt!!!).
Og af þeim sem duglegastir voru við krásirnar er það helst að frétta að þeir sækja í sig veðrið og rífa kjaft, og enginn er kominn á Hraunið.
Er það nema von að það sjóði á fólkinu?
Gyðingar grýttu líka Waffen SS í Varsjá....
Jón Logi (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 09:04
Hvað sem athugasemdum líður, þá er fleira brothætt í samfélaginu en gluggarnir í Dómkirkjunni. Ég óttast eins og Ómar og Sigurður að ef almenningur leyfir bullunum að vaða uppi verði minna mark að mótmælunum og auðveldara að gera lítið úr þeim. Það var gott að sr Halldóra dó ekki eins og hent hefur í mótmælum erlendis, en hún er með hlustarverk frétti ég af eggkastinu . Henni hefur liðið illa í nokkra daga og það finnst mér skipta máli. Svo kostaði það talsvert fyrir hana að láta hreinsa kragann og hempuna. En svona er ákaflega leiðinglegt.
Jakob Ágúst Hjálmarsson, 5.10.2010 kl. 09:09
Ég er sammála Ómari um að eggjakast og rúðubrot séu til vansa og ætti ekki að vera haldið á lofti sem fyrirmyndarhegðun mótmælenda. Hinsvegar er ennþá langur vegur til nasisma vona ég innilega....
Gísli Ingvarsson, 5.10.2010 kl. 10:34
Það var ein rúða brotin í Dómkirkjunni á föstudaginn við þingsetninguna og önnur í gærkvöldi, og hvort tveggja ber að fordæma, en ólíklegt, að þetta tengist nazisma – líklegra, að um trúlausa vinstri menn sé að ræða.
Dæmið, sem nú nefnir um Gyðinga, Ómar, er EKKI dæmigert!
Segðu okkur nú, hvers vegna kristnir menn hafa flutt í stríðum straumum frá Betlehem.
PS. Óskar, nefndu skýr dæmi um, að "Ísraelar sprengja moskur upp með stórskotaliði og F16-þotum."
Jón Valur Jensson, 5.10.2010 kl. 10:49
Jón Valur kallar eftir skýringum, en ætti kannski að útskýra og rökstyðja þá fullyrðingu sína að það sé siður trúlausra vinstrimanna að brjóta rúður í kirkjum. Ég er vinstri sinnaður og trúleysingi en hef samt aldrei brotið rúðu í kirkju, né fundið hjá mér hvöt til þess. Svo er einnig um aðra vinstri trúleysingja sem ég þekki.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2010 kl. 11:25
Ég minnist hvergi á eggjakast mótmælenda að þingmönnum og Alþingishúsinu. Óþarfi er að gera mér upp orð í því efni.
Ég tala aðeins um það að mér finnist að mótmælendur þurfi á því að halda fyrir góðan málstað sinn að Dómkirkjan sé látin í friði.
Það er að vísu munur á hræðilegri eyðileggingu sem mestu vitfirrinaöfl sögunnar hafa valdið á helgidómum mismunandi trúarbragða og það á báða bóga.
En þarna er aðeins um stigsmun að ræða, ekki eðlismun.
En fróðlegt væri að heyra hvað Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson sé hæfilegt að skemma helgidóma mikið án þess að hreyfa megi við því andmælum.
Eru það tvær rúður, tíu rúður ? Hvað um hurðirnar ? Hvar á línan að liggja?
Hvað um grafreiti? Minnismerki? Hve margir legsteinar?
Hvaða áletranir á helga dóma er í lagi að láta óátaldar ?
Niðurstaða mín er einföld: Línan á að liggja við núllið því að ef mótmæli af þessu tagi eru látin líðast verður engin leið að draga neina línu.
Ómar Ragnarsson, 5.10.2010 kl. 13:23
JVJ hér eru nokkur mjög nýleg dæmi..
http://smutthullet.no/n/600002/Sju%20drept%20i%20luftangrep%20mot%20mosk%C3%A9%20p%C3%A5%20Gazastripen
http://www.tv2nyhetene.no/utenriks/bombet-moske-2492391.html
http://www.guardian.co.uk/world/2009/jan/02/israel-gaza-attacks
brotnar rúður í dómkirkjunni eru smotterí
Óskar Þorkelsson, 5.10.2010 kl. 15:31
Kannski verður þetta til þess að ódýrir bílar verði notaðir undir rassinn á ráðherrum. Milljónir myndu fljótt sparast þar. Þá finnst mér það anachronismus að fara fyrst í dómkirkjuna við setningu Alþingis. Drottinn er orðinn langþreyttur á því að blessa þetta fólk og þeirra starf, og enginn er árangurinn.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 15:33
Þakka þér fyrir að miðla þessu, Óskar. – 1) Guardian-fréttin segir frá því, að Palestínumaður hafi verið drepinn í mosku 1. jan. 2009 á Gaza, ennfremur:
"Last night Israeli war planes bombed the Jabalya mosque. Israeli security officials said it was a meeting place and command post for Hamas militants."
2) Í norsku fréttinni (TV2nyhetene), 3. jan. 2009 (BBC sagt heimild) segir:
"En bombe skal ha truffet en moské midt under kveldsbønnen. Minst 16 personer skal ha blitt drept i bombeangrepet, inkludert kvinner og barn. Mer enn 60 personer skal ha blitt såret." Sjá umræður þar á eftir, þar sem 1-2 draga eitthvað af þessu í efa.
3) Á 1. tenglinum er vísað í margar norskar fréttir um moskur, þ. á m. um árásir á þær. Meirihluti árásanna átti sér stað í Írak, Íran og Pakistan og ekki af hálfu Ísraelsmanna, en þarna má finna fréttir af árás þeirra á moskuna á Gaza, a.m.k. eina og e.t.v. aðra (eða þá sömu) eftir að þeir sögðu hafa fundið vopnalager í mosku þar um 17.1. 2009.
Það væri fróðlegt að sjá, hvort Ísraeksmenn eru sakaðir um að hafa ráðizt víðar og oftar á moskur en í þessum 1–2 tilfellum í janúar 2009 á Gaza.
Ein fréttin þarna (á nordlys.no) heitir Vil bygge verdens nordligste moské, með undirfyrirsögn: 'Moské i Tromsø skal finansieres av Saudi-Arabia' (rétt eins og menningarmistöð múslima í Ými, einn fjárfestirinn þar er ríkur Saudi-Arabi) og svo boðið upp á: 'DEBATT: Hva mener du om moské-planene?'
Jón Valur Jensson, 5.10.2010 kl. 17:25
æi JVJ.. þetta voru bara nýjustu dæmin.. hvað viltu fá mörg ?
svo er síða Ómars ekki vettvangur til þess að fullnægja þínum þörfum fyrir sannanir frá mér
Óskar Þorkelsson, 5.10.2010 kl. 18:05
Þú nefndir það ekki í innlegginu, að dæmin væru bara frá janúar 2009.
Ef þú átt ekki fleiri dæmi, er það allt í lagi mín vegna.
Jón Valur Jensson, 5.10.2010 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.