22.10.2010 | 13:04
Var þetta leikrit hjá Rooney ?
Ekki þarf að efa að Waney Rooney hlýtur að hafa gert góðan og hagstæðan samning fyrir sig við Manchester United. Sú spurning mun samt líklega vakna hvort þarna hafi verið um meðvitað eða ómeðvitað "leikrit" af hans hálfu til þess að láta á það reyna hvað hann gæti haft upp úr krafsinu með því að hóta að fara annað.
En mér þykir hins vegar alltaf réttara að ætla mönnum ekki neitt nema annað sannist.
Rooney kann, þótt ungur sé að árum, hafa fengið svipaða tilfinningu og Ingimar heitinn Eydal lýsti á sínum tíma, sem sé þá að honum fyndist hann, með réttu eða röngu, vera orðinn eins konar húsgagn á vinnustað sínum.
Sem sagt, orðinn leiður á vistinni.
Viðbrögðin, sem Rooney fékk þegar hann sagðist vilja fara, hafa hins vegar sýnt honum að hjá M.U. gæti hann búist við góðum og uppörvandi tímum. Ef það er niðurstaðan, var það bara hið besta mál hjá honum, að tala hreint út og hreinsa síðan andrúmsloftið.
Rooney með fimm ára samning við Man.Utd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stundum þegar stórstjörnur fara í lið eins og Barcelona, Real Madrid, eða til stórliða á Ítalíu, og ekki gengur allt upp hjá þeim strax í byrjun, þá upplifa þeir sig eina og yfirgefna. Hvorki stuðningsmenn né stjórnendur þessara stórliða, hafa þolinmæði til að gefa þessum mönnum séns þegar illa gengur.
Á Old Trafford fær Rooney fullt af peningum og þá umhyggju sem hann þarf, því drengurinn hefur að geyma brothættan persónuleika. Ég held að Ferguson hafi einmitt sannfært hann um það að veikleikar hans gætu orðið honum að falli, annarsstaðar en hjá Utd.
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2010 kl. 13:31
ég held að Rooney hafi viljað fá einvherskonar staðfestingu á því hvernig framtíð félagsins yrði. hann veit að hann er máttarstólpinn í liðinu og hann vill kannski fá einvherja leikmenn í liðið þó svo liðið sé vel mannað. hann hlýtur að hafa fengið það fyrst hann fékk þennan samning aftur á móti þá hafa þessir hlutir sett svip sinn á getu hans undanfarið, hann hefur ekki sýnt sitt rétta andlit síðan í leiknum við Bayern fyrr á árinu. bæði Ferguson og Gill hafa líklega sannfært hann um að vera um kyrrt en þeir vita líka að þó svo hann myndi fara þá er enginn ómissandi. þessvegna mun Rooney biðjast afsökunar á framferði sýnu. svo má ekki gleyma umboðsmanninum hann hefur eitthvað í pokahorninu sem kannski wayne líkaði ekki þ.e. með einhverjar misvísandi yfirlýsingar og þess háttar. þegar allt er á botnin hvolft þá er ég býsna sáttur við þetta eftir allt saman hann á eftir að vera lengi hjá Man Utd han wayne rooney tja allavega svo lengi sem ferguson verður þar.
þórarinn (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 13:55
Það fer nú að styttast í þessu hjá þeim gamla
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.10.2010 kl. 14:19
það er ekkert meðvitað hjá Rooney, hann gengur fyrir eðlisávísun .. sem virðist hafa klikkað í þetta sinn.
Óskar Þorkelsson, 22.10.2010 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.