Meðábyrgð Íslendinga.

Fyrir tæpum átta árum ákváðu tveir íslenskir ráðamenn einslega að Íslendingar legðu lið ólöglegum hernaði á hendur fjarlægri þjóð sem stuðningsmenn og viljugir bandamenn Bandaríkjamanna og Breta. 

Þótt fyrirliggjandi tölur um mannfall í röðum Íraka sveiflist á milli 77 þúsund og 109 þúsund skiptir það ekki höfuðmáli heldur hitt að með alræðisákvörðun sinni voru við Íslendingar gerðir ábyrgir fyrir því sem gerst hefur í Írak af völdum hernaðarins þar. 

Menn geta svo sem giskað á hve margir hefðu látið lífið af völdum hins illa einræðisherra Saddams Husseins en vafasamt er að þeir hefðu orðið svona margir og varla hefði verið hægt að telja okkur Íslendinga meðábyrga. 

 


mbl.is 109 þúsund Írakar látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saddam hefði aldrei komist til valda án hjálpar frá Bandaríkjunum.

http://en.wikipedia.org/wiki/CIA_activities_in_Iraq

Páll Þorsteinsson (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 22:52

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar, þegar ofstækisöfl meðal Íraka ákveða að fremja hryðjuverk við mosku sjíta eða súnníta eða á markaði eða öðrum fjölsóttum stað, þar sem annar hvor trúarhópurinn heldur sig, þá getur þú ekki tekið ábyrgðina af slíkum hryðjuverkaöflum. Yfirgnæfandi meirihluti fallinna hefur fallið í hryðjuverkum súnníta, sjíta og al-Qaída, ekki í hernaðaraðgerðum fjölþjóðahersins þar. Mikill meirihluti þessa mannfalls er sömuleiðis á þeim tíma þegar Sameinuðu þjóðirnar höfðu (nokkru eftir innrásina) ákveðið að fela þessum fjölþjóðaher friðargæzlu í landinu.

Ég skil vel og samþykki afstöðu þína fyrir utan það, sem ég hlaut að segja hér, en rétt skal vera rétt.

Jón Valur Jensson, 22.10.2010 kl. 23:21

3 identicon

Kofi Annan fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði að Saddam hefði verið illskásti kosturinn.

Hann hélt trúarofstækismönnum í skefjum.

Ragnar (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 23:25

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. margt kaldhæðnislegt við samskipti Saddams og Bandar.m.

  • Eitt þó gleyma margir - þ.e. að á 10. áratugnum, lék Saddam þann leik að spila með samkeppni Bandar. og Sovétr. um völd og áhrif.
  • Saddam þáði þannig peninga frá þeim báðum - og þ.s. vopn frá Sovét voru ódýrari keypti hann megnið af sínum vopnum þaðan. 

Þ.e. því alls ekki þannig að það hafi verið einhver CIA einleikur í Írak á 8. og 9. áratugnum.

KGB og GRU voru þar einnig mjög virkir aðilar.

Engin leið að vita hver akkúrat kom Saddam til valda - en, Saddam á yngri árum var séður.

Hans megalómanía virðist hafa ágerst síðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.10.2010 kl. 23:26

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ragnar - það var afstaða margra, sem var ástæða þess hve mikinn stuðning hann fékk í gegnum stríðið við Íran.

Þá þáði hann aðstoð beggja risaveldanna - sem dæmi.

Skemmtilega kaldhæðnislegt að Powell lét gera skýrslu á vegum Pentagon áður en hann hætti sem yfirmaður herafla Bandar.m. - og þar kom m.a. fram sú spá, að ef Saddam hefði verið rutt af valdastóli - en þá var seinni innrásin í framtíðinni - þá hefðu Bandar.m. eignast Írak og þaðan í frá myndu þeir vera það bundnir um langan tíma.

Með öðrum orðum - þó mjög mjög slæm og grimmm ógnarstjórn, þá væri það hann sem héldi Írak saman - og hann væri einnig eina mótvægið við Írana við Persaflóa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.10.2010 kl. 23:31

6 identicon

Þegar ungir munaðarlausir krakkar í Írak alast upp í hatri gegn árásaröflunum sem sprengdu þá upp og drápu pabba og mömmu, þegar þessi börn fara seinna meir að leita hefnda eða bara hvernig þeirra sýn á heiminn mótast þá verðum við Íslendingar á listum þeirra yfir það vonda fólk sem drap pabba og mömmu. Þannig megum við reikna með að uppskera eins og við höfum til sáð. Þegar við blöndum okkur í þvílík átök verðum við að vera því viðbúin að þeir svari fyrir sig.

Villi (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 23:49

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Villi - LOL, nei - nei.

Einungis þær þjóðir sem sendu hermenn.

Þ.e. ef þeirra hatur á hverjum öðrum, yfirskyggir ekki allt saman.

Einar Björn Bjarnason, 23.10.2010 kl. 00:19

8 identicon

VIÐ íslendingar eigum ekki að vera í hernaðarbandalagi. Kostirnir eru einhverjir s.s. hugsanleg vernd ef hætta er til staðar en gallarnir eru mun fleiri.  Að sjálfsögðu eru íslenskir borgarar, allir með tölu, persónulega ábyrgir fyrir grimmdar- og voðaverkum NATÓ herja meðan við erum félagar. Við styðjum viðbjóðinn. Og þar liggur vandamálið. Horfumst í aug við staðreyndir þessa máls í stað þess að stinga hausnum lóðrétt ofan í sandinn.

 Ísland á að fara úr NATÓ nú þegar. Í dag. Strax. Það er mín skoðun.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 10:01

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Um HVAÐA "grimmdar- og voðaverk NATÓ herja" ertu að tala, Hákon?

Jón Valur Jensson, 23.10.2010 kl. 11:45

10 identicon

Þessir Írakar hafa flestir fallið fyrir öðrum Írökum, og á 7 ára tímabili.

Ekki vitum við hvað Saddam kallinn hefði látið stúta mörgum á sama tíma, og eins ekki hversu margir hefðu rölt yfir í eilífðina vegna hungurs og lækningaleysis, en hygg ég nú að sú tala hefði verið mun hærri.

Hann vann jú eins og Nasistar forðum, - vel skipulögð morð eða fjöldamorð, og sem minnstar vísbendingar um hvað varð um fórnarlambið. Það veit sjálfsagt enginn hvað sláturtalan var á ársgrunni hjá kallinum.

Margur er nú vafinn og efinn, en það sem er vitað er:

- Kallinn svelti þjóðina meðan hann svældi undir sig sjóðum

- Kallinn púkkaði undir allskonar óhroðasamtök

- Kallinn var að reyna að koma upp alvöru vopnabúri, - WMD

- Kallinn beitti hervaldi bæði til fjöldamorða og hernaðarátaka, ásamt prufu-stungum á önnur ríki.

Og bara svo þið vitið, þá var síðasta hálsbindið hans líklega úr hör.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 13:16

11 identicon

Það dóu uþ.b. 300.000 írakar í stríðinu við Íran sem var algjörlega ákvörðun Saddam Husseins, svo dóu á milli 500.000 og 1000.000 Íranir í stríðinu.

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 14:37

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hákon - lega landsins útilokar fullkomlega hlutleysi landsins. Staðreyndin er sú að Ísland er á bandar. yfirráðasvæði - þar á undan var það á bresku, eða frá 18. öld cirka.

Þó Danir réðu hér formlega gerðu þeir það þaðan í frá fyrst og fremst vegna þess, að það gerði bretum ekkert til að leyfa dönum að halda landinu og stjórna því.

Það breytir engu um þá staðreynd að ísl. er á yfirráðasvæði Bandar.m. hvort við kjósum að vera aðilar að NATO - viðhalda varnarsamningnum, eða ekki.

Innan NATO höfum við smávegis um þær ákvarðanir að segja og varnarsamningurinn hið minnsta formfestir hið raunverul. ástand - þ.e. að vera á bandar. yfirráðasvæði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.10.2010 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband