Orðaskipti Krists og Pílatusar.

Orðaskipti Krists og Pílatusar, þegar Pílatus yfirheyrði hann til þess að fá að vitneskju um saknæmt afhæfi hans, ættu að vera rituð efst í blaðamannsskírteini hvers blaða- eða fréttamanns.

"Ég er kominn til þess að bera sannleikanum vitni" sagði Kristur. 

"Hver er sannleikurinn?" spurði Pílatus. 

Walter heitinn Chroncite, áhrifamesti sjónvarpsfréttamaður Bandaríkjanna, endaði flestar af merkustu fréttum sínum með því að segja: "that´s the way it is" sem útleggst "þannig er því nú farið." 

Margir telja að fréttaflutningur hans og fleiri sannleiksleitandi bandarískra blaða- og fréttamanna hafi ráðið úrslitum um það að Bandaríkjamenn gáfust upp á stríðsrekstrinum í Víetnam.

Svipað má raunar segja um það þegar tveir bandarískir blaðamenn flettu ofan af athæfi Nixons og hrundu með því af stað atburðarás sem leiddu til einstæðrar afsagnar hans. 

En raunar hef ég í ljósi orðaskipta Krists og Pílatusar efast um að hið fræga orðtak "that´s the way it is" sé nógu nákvæmt. 

Réttara væri að segja "that´s the way it seems to be" eða "þannig virðist því nú farið. 

Því að eins og Ari fróði sagði, er ævinlega erfitt fyrir ófullkomna menn að fullyrða hver hinn endanlegi og algildi sannleikur sé hverju sinni, heldur skuli haft í heiðri að "hafa skal það er sannara reynist." 


mbl.is Snýst um sannleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hafa skal það er sannara reynist

rétt er það

Ekki er hægt að segja Sannleikann

Hann er einungis upplifun hja hverjum og einum

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 10:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjögur vitni að bílslysi gætu hafa séð það frá mismunandi sjónarhóli og því komið með fjórar mismunandi útgáfur af slysinu. Vitnin gætu því öll sagt með sanni:

"That's the way it is!"

Sannleikurinn býr í kolli hvers og eins. Hann liggur ekki á götunni eða úti í mýri.

Hvað þá uppi í Hádegismóum.

Íbúar heimsins eru um sjö milljarðar. Svo margar útgáfur eru því til af sannleikanum.

Og hvers vegna segi ég að íbúar heimsins séu sjö milljarðar?

Ég las það í Mogganum.

Þorsteinn Briem, 23.10.2010 kl. 16:09

3 Smámynd: Jón Magnússon

Orðaskipti Jesús og Pílatusar voru raunar meiri en þessi skv Jóhannesar guðspjalli. Þar lýkur samskiptum þeirra með að Pílatus segir "Hvað er sannleikur?" 

Fram til þessa dags hefur mannkynið leitað að því hvað er sannleikur og iðulega sjáum við að það sem við héldum að væri sannleikur reyndist síðan alls ekki vera það.  Hvað sem því líður þá er þetta góð færsla hjá þér Ómar og þetta skiptir einmitt máli núna þegar fjölmiðlamenn og álitsgefendur eru margir hverjir hlutdrægir og jafnvel í starfi fyrir ákveðna hagsmuni án þess að gera grein fyrir því.  Menn gleyma því stundum að versta lygin getur iðulega verið sú að segja frá einu en sleppa öðru.

Eitt af því sem þarf til að móta nýtt upphaf í þjóðfélaginu er að hægt verði að treysta helstu fréttamiðlunum og geti treyst því að þar leggi menn sig fram um að leita sannleikans og þess sem mestu máli skiptir í þjóðmálaumræðunni í lýðræðisríki.

Jón Magnússon, 23.10.2010 kl. 22:32

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ómar, það er einmitt þetta með "sannleikann" sem er kjarni þessa máls. Ég trúi því ekki að óreyndu að sænska réttarríkið láti hafa sig útí það fen að hefta þetta mikilvæga mál með því að draga athygli að persónu "hrópandans í eyðimörkinni" með meira eða minna sönnum ásökunum?

En slík tilþrif virðast vera í gangi hér í Sverige núna ef marka má suma?

Jón Magnússon: Íslenskur heimspekikennari í HÍ sagði einhverju sinni við mig í samræðu um sannleikann;

"Ásgeir, nemandi í grunnskóla spurði mig einu sinni að því hvað sannleikurinn væri. Ég vissi það að sjálfsögðu ekki svo ég laug bara einhverju að honum".

Þannig er nú það.

Vonast til að sjá þig aftur á Þorrablóti hér í Stokkhólmi Ómar næst þegar vel viðrar:)

Kveðja frá Uppsala: ásgeir

Ásgeir Rúnar Helgason, 24.10.2010 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband