27.10.2010 | 22:25
Útundan í öllum skilningi.
Þegar núverandi forseti Íslands fór í eina af fyrstu opinberu heimsóknum sínum og leiðin lá til sunnanverðra Vestfjarða gat hann ekki orða bundist yfir því hve lélegar samgöngurnar væru.
Síðan eru liðin 14 ár og ástandið er í meginatriðum hið sama hvað snertir samgöngur til og frá Vesturbyggð.
Meira að segja var flugbraut Patreksfjarðarflugvallar stytt verulega af ástæðum sem ég hef aldrei skilið og ekki bólar enn á göngunum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, sem hefðu átt að hafa forgang.
Vilja bættar samgöngur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ömurlegar aðstæður látnar bíða og á meðan er peningum dælt út td. með dæluskipi í Bakkahöfn allann sólarhringinn.
Og Harpan á hafnarbakkanum endurspeglar ekkert annað en hrokan í Íslensku ráðamanna og lista elítunni.
Það er allt í röngum höndum og á röngum stöðum!
Fyrsta skrefið í átt að réttlæti er að leyfa frjálsar fiskveiðar á smábátum og þrengja niður kvóta stærri skipa smahvæmt afltölum smábátanna.
Jónas Jónasson, 27.10.2010 kl. 22:59
Síðan forsetinn hossaðist alla leið vestur um árið, vel af sér vikið, hefur lítið gerst í samgöngumálum til og frá Vesturbyggð. Að vísu hefur bæst drjúgur spölur af malbiki við á leiðinni þangað, en miklu betur má ef duga skal. Það var á sínum tíma talað um að þeir félagar Davíð og Halldór vildu bara Vesturbyggð dauða eins og hún lagði sig, til að þétta byggð í landinu, en mér sýnist núverandi stjórnvöld bara ætla að kála henni endanlega og orðalaust.
Það vantar allar samgöngubætur sunnanmegin Hrafnseyrarheiðar og á ég þá ekki bara við göngin, heldur veginn um Arnarfjörð og Dynjandisheiði.
Maður gæti haldið að þeir álitu að Ísafjörður og nágrenni væru Vestfirðir.
Bergljót Gunnarsdóttir, 27.10.2010 kl. 23:27
Geispaði næstum þar golunni,
grafinn í vestfirskri holunni,
vitnaði í bók þar um veginn,
vestfirski forsetinn hinsegin.
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 01:22
Fjarðarheiði og Oddsskarð á Austurlandi eru vegir 20. aldarinnar. Það er nálægt tíund, liðið af þeirri 21. Á Seyðisfjörð og Norðfjörð er ekki flogið og þarna er um afar erfiða fjallvegi að fara sem dýrt er að þjónusta á veturna.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 01:56
... auk þess sem Oddsskarðsgöng eru hlægileg; einbreið með blindhæð í öðrum endanum og uppfylla ekki alþjóðlega staðla. Það hvarflar að manni að göngin hafi verið gerð með hamri og meitli, en þegar manni er sagt að þessi 600 metra löngu göng hafi verið gerð á nokkrum árum á áttunda áratug síðustu aldar, þá stenst það nú varla .
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 02:03
Þess má geta að Oddsskarðsgöng, þessi frábæra samgöngubót á sínum tíma, er í um 600 m. hæð.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.10.2010 kl. 02:07
ÍSLENSK SVEITARFÉLÖG Í EVRÓPUSAMBANDINU.
RÚMLEGA ÞRIÐJUNGI af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, verður varið til BYGGÐAMÁLA á tímabilinu 2007-2013.
Byggðaþróunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.
Samstöðusjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.
Aðlögunarsjóður.
Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Félagsmálasjóður.
Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.
Landbúnaðarsjóður.
Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.
Styrkir til sjávarbyggða.
Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:
• Aðlögun flotans.
• Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.
• Veiðistjórnun og öryggismál.
• Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.
Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 02:52
Aukin áhrif íslenskra sveitarfélaga í Evrópusambandinu - Mastersritgerð 2009
Þorsteinn Briem, 28.10.2010 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.