Klettafjallavetrarkoma.

Fyrir tveimur árum stóð þannig á að ég þurfti að taka myndir í Yellowstone fyrir kvikmyndina "Sköpun jarðarinnar og ferðir til mars" í septemberlok.

Ég leitaði mér því allra fáanlegra upplýsinga um veðurútlit og fann út, að þarna uppi í Klettafjöllunum kemur veturinn ævinlega í sömu vikunni um mánaðamótin september-október. 

Ástæðan er sú að þarna er mjög eindregið meginlandsloftslag og því lágmarks veðursveiflur sem hafið getur valdið.  

Við þekkjum það hins vegar frá okkar landi að vetrar- og vorkoma geta verið býsna ruglningsleg oft á tíðum vegna mikilla sveiflna, sem hér geta orðið í veðurfari hvenær sem er á árinu. 

Vetrarkoman hér á Fróni hefur verið einstök að þessu sinni. Nær samfelld hlýiindi með sumarhita ríktu hér líkt og í Klettafjöllunum, að vísu aðeins lengur hér eða fram að miðjum október. 

Þá fór veðrið kólnandi dag frá degi úr allt að 15 stiga hita niður í fimm stiga hita og hefur að mestu verið þannig síðan. 

Sumir hafa áhyggjur af því að það muni þurfa að leita að rjúpnaskyttum um helgina. 

Mér heyrist að þeir, sem ég hef talað við, og höfðu ætlað til veiða, muni fresta því og einnig veit ég að samkomu sem ætlunin var að halda í Fljótunum í Skagafirði verður slegin af. 

Vonandi verður helgin því áfallalaus. Þó er aldrei að vita nema einhver eða einhverjir taki upp á því að leita að veðurspáþjónustu á netinu og finna einhverja í fjarlægu landi sem spáir skaplegra veðri en sú íslenska.  

Annað eins hefur nú gerst.
mbl.is Útlit fyrir afar slæmt veður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband