Hættuleg flóð.

Krapaflóð í ám geta verið afar varasöm og hættuleg þeim, sem eru úti í ánum þegar flóðið kemur niður eða átta sig ekki á því að flóð er í ánni.

Í bókinni "Ljósið yfir landinu" lýsi ég þremur slíkum atvikum, í Rjúpnabrekkukvísl 1987, Bergvatnskvísl 1989 og í Reykjafjarðará 1993. 

Mig minnir að þrír hafi farist í Rjúpnabrekkukvísl og fjögur fórust í Bergvatnskvísl en sjálfur slapp ég naumlega úr óhappinu í Reykjafjarðará 1993 fyrir einskæra hundaheppni. 

Enginn slysstaður á ferlinum tók eins mikið á mig að koma á og við Bergvatnskvísl og hef ég þó vegna starfs míns verið á vettvangi á öllum hamfara- og slysstöðum frá snjóflóðinu í Neskaupstað 1974. 

Sú saga verður ekki rakin hér en svona krapaflóð eru einhver lúmskasta slysagildra sem náttúra Íslands býr yfir. 

Morgunflóð í Rjúpnabrekkukvís vegna sólbráðar á jöklinum eftir kalda nótt eru tíð á sumrin. 

Fimm árum eftir flóðið, sem banaði Japönum þar, komu ættingjar þeirra til þess að halda trúarlega kveðjuathöfn á slysstaðnum. 

Ég tók að mér að fljúga þeim og aka á staðinn og varð úr því mikið og magnað ævintýri, sem ég gerði skil í þætti á Stöð tvö auk frásagnarinnar í Ljósinu yfir landinu, en síðar varð þetta tilefni fyrir Friðrik Þór Friðriksson til að gera kvikmyndina "Á köldum klaka". 


mbl.is Krapaflóð í Eystri-Rangá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú stendur þig Ómar.

Sigurður Haraldsson, 13.11.2010 kl. 11:40

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Varð ekki Rjúpnabrekkukvíslarslysið 1984? Annars eru þetta einstakar greinar hjá þér um þessi hörmulegu slys í Ljósinu yfir landinu, frásögnin einstaklega lifandi og grípandi. Sem og reyndar allar aðrir kaflar í þessari merku bók- frásögnin um Viktoríu hina litháísku finnst mér sem dæmi alveg óborganleg.

Arnór Bliki Hallmundsson, 13.11.2010 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband