19.11.2010 | 18:50
Rétta leiðin í kreppunni.
Þjóðir, sem lent haf í kreppu eins og við Íslendingar, hafa reynt að nota ýmis ráð við að vinna bug á henni. Í fljótu bragði kann að virðast sem það að draga allt saman, hverju nafni sem nefnist, sé eina leiðin en svo er þó ekki.
Aðrar þjóðir hafa haft lærdóma af því að nota mismunandi aðferðir við að komast upp úr kreppunni og eitt af því sem best hefur reynst er að efla hvers konar menntun, einkum þeirra, sem eru atvinnulausir.
Kosturinn við slíka "fjárfestingu" er sá að hann nýtist í framtíðinni.
Hér á landi er landlægt að einblína á stóriðju- og virkjanaframkvæmdir sem þjóðráð.
Þar er á tvennt að líta.
1. Þau störf sem sköpuð eru til framtíðar er dýrustu störf sem mögulegt er að skapa jafnvel þótt öll orka landsins verði sett í álver munu aðeins um 2% vinnaflsins fá vinnu á þann hátt.
2. Þótt einhver þúsund fái atvinnu við framkvæmdir við að reisa álver og virkjanir verða sömu þúsundirnar atvinnulausar aftur þegar framkvæmdum lýkur. Ég hef kallað þetta "skómigustefnu" vegna þess hve skammsýn hún er.
Við erum hætt að bíða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flottur Ómar og hjartanlega samála.
Sigurður Haraldsson, 19.11.2010 kl. 19:59
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Um 300 manns starfa nú í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík
Þorsteinn Briem, 19.11.2010 kl. 20:42
Samtök iðnaðarins:
"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990 til 2004 sköpuðust vegna hátækni.
Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.
Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.
Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.
Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.
Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% flyst úr landi."
Þorsteinn Briem, 19.11.2010 kl. 20:44
"Árið 2009 var seld hér þjónusta til útlanda fyrir 287,3 milljarða króna en þjónusta keypt frá útlöndum fyrir 239,9 milljarða króna.
Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 47,4 milljarða króna."
Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd eftir markaðssvæðum árið 2009
Árið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.
Gjaldeyristekjur okkar af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010
Rúmlega tíu milljarða króna tekjur tölvuleikjafyrirtækja hér árið 2009
Þorsteinn Briem, 19.11.2010 kl. 20:46
Þrátt fyrir hina hefðbundnu skrifræpu Steina, verður u.þ.b. þriðjungur gjaldeyristekna þjóðarinnar til á austurlandi og helmingur skatta austfirðinga rennur til höfuðborðarsvæðisins.
Gunnar Geirsson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 00:35
Ef landsvirkju getur skilað eftir nokkur ár 140.000.000.000.krónum í ríkiskassan sem mætti nýta í menntun, sjúkrahús og fleira er það að míga í skóinn sinn? Spurning af hverju er alltaf talað um orkufreka starfsemi eða hitt? Af hverju ekki um orkufeka starfsemi og hitt?
Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 01:33
Útflutningur á vörum og þjónustu árið 2009:
1. sæti: Þjónusta 287 milljarðar króna (þar af samgöngur, flutningar og ferðaþjónusta 197 milljarðar króna),
2. sæti: Iðnaðarvörur 244 milljarðar króna (þar af ál 171 milljarður króna og kísiljárn 17 milljarðar króna),
3. sæti: Sjávarafurðir 209 milljarðar króna,
4. sæti: Landbúnaðarvörur 8 milljarðar króna.
Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var því níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.
Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd árið 2009
Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009
Þorsteinn Briem, 20.11.2010 kl. 01:41
Nánast allt efnahagslíf Íra byffir á erlendum stórfyrirtækjum og stóriðju. Nú eiga þeir um fátt annað að velja en að hækka skatta á þessi fyrirtæki ella lenda í eilífðaráþján AGS. Ef þeir hækka, þá fara þessi fyrirtæki úr landi. Það má aðeins hækka skatta á alþýðuna og lækka launin til að rétta af, en það þýðir landflótta. 100.000 eru flúin og önnur 100.000 á leiðinni. Dell, sem er eitt stæsta risafyrirtækið er búið að pakka niður og er á leið til Póllands.
Þetta eru framtíðarkostir okkar ef við setjum öll eggin í sömu körfuna. Reynslan hefur kennt okkur það eitt að við lærum ekkert af reynslunni.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2010 kl. 02:35
Við Íslendingar seljum ekki ál og kísiljárn, heldur raforku til stóriðjunnar hér, sem er í eigu útlendinga, og útflutningsverðmæti raforku til stóriðjunnar er að sjálfsögðu minna en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.
Landsvirkjun, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er í eigu ríkisins, allra Íslendinga, og einungis 30% Íslendinga búa á Norður- og Austurlandi.
Álverið í Straumsvík er í Hafnarfirði en Norðurál og kísiljárnverksmiðjan eru á Grundartanga í Hvalfirði og því í raun einnig á höfuðborgarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 20.11.2010 kl. 02:36
byggir...átti að standa þarna í fyrstu línu...sorry.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2010 kl. 02:37
Undirstoður hins skammlífa efnahagsundurs íra, reyndist þeirra banabiti.
Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2010 kl. 02:40
CCP á Grandagarði í Reykjavík selur áskrift að tölvuleiknum (Netleiknum) EVE Online fyrir um 15 evrur á mánuði og erlendir áskrifendur eru nú tæplega 300 þúsund.
Tekjur CCP af EVE Online eru samkvæmt því um sjö milljarðar króna á ári, sem myndu nægja til að greiða laun um tvö þúsund manna með 300 þúsund króna tekjur á mánuði, til dæmis í álveri.
Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu hins vegar um 500 manns í lok síðastliðins árs, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, fái þar nú 308.994 króna mánaðarlaun.
En Norðurál þarf að sjálfsögðu að flytja inn gríðarmikið hráefni til framleiðslu sinnar.
Steini Briem, 19.10.2008
Þorsteinn Briem, 20.11.2010 kl. 02:53
3.10.2009:
"Tölvufyrirtækið CCP hefur verið mikið í fréttum og gengur vel. Finnbogi [Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarjóðs atvinnulífsins,] tekur það sem dæmi um fyrirtæki sem þróist í að verða stórveldi í útflutningi. Leikjaiðnaðurinn í heild sinni, sem það er hluti af, skapi yfir 350 störf hér á landi.
Annað dæmi sem nefna megi sé fyrirtækið Marorka, sem þrói orkustjórnunarkerfi í skip. Það geti á næstu árum orðið að svipaðri stærð og CCP.
"Hvert starf í þessum geira, sem við fjárfestum í, kostar á bilinu 25 til 30 milljónir króna, sem er þá heildarfjárfesting á bak við hvert fyrirtæki.
Hvert starf í stóriðju kostar hins vegar að minnsta kosti einn milljarð króna.
Þá skapa nýsköpunarstörfin einnig afleidd störf á sama hátt og álver og jafnvel enn frekar.""
Stóriðjustörfin þau dýrustu í heimi
Þorsteinn Briem, 20.11.2010 kl. 02:56
"Á þriðja ársfjórðungi 2010 fæddust 1.300 börn en 490 einstaklingar létust. Og á sama tíma fluttust frá landinu 510 einstaklingar umfram aðflutta.
Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 920 umfram aðflutta en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 410 FLEIRI en þeir sem fluttust brott frá landinu."
Landsmönnum fjölgar ekki
Þorsteinn Briem, 20.11.2010 kl. 02:58
15.10.2010:
Um 300 manns starfa nú í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík
Þorsteinn Briem, 20.11.2010 kl. 03:01
Í Reykjavík er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.
Og við gömlu höfnina í Reykjavík eru til að mynda fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP.
Þorsteinn Briem, 20.11.2010 kl. 03:16
Hlutfallslegt aflaverðmæti helstu fisktegunda árin 2004-2008
Þorsteinn Briem, 20.11.2010 kl. 03:19
Er maður að skoða síðu Ómars eða Steina Briem?
Halldór Egill Guðnason, 20.11.2010 kl. 03:40
Halldór Egill Guðnason,
Öllum er frjálst að birta hér staðreyndir eins og þeim sýnist og þér kemur akkúrat ekkert við hvaða staðreyndir ég birti hér, elsku kallinn minn.
Þorsteinn Briem, 20.11.2010 kl. 04:02
Langtímaskuldir Landsvirkjunar í árslok 2008 voru um þrír milljarðar Bandaríkjadala, um 360 milljarðar króna, andvirði þriggja Kárahnjúkavirkjana.
Vaxtagjöld Landsvirkjunar árið 2008 voru 178 milljónir Bandaríkjadala, um 20 milljarðar króna.
Og árið 2008 tapaði Landsvirkjun 345 milljónum Bandaríkjadala, um 40 milljörðum króna.
Þorsteinn Briem, 20.11.2010 kl. 04:54
Steini Briem. Þú gleimdir einu að ég held. Er nokkurstaðar á landinu keypt eins mikið af áfengi og í Reikjavík ? Þú leiðréttir mig ef þetta er rangt hjá mér.
Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 09:04
Nú verð ég aðeins að stríða....
Því verður ekki neitað að stærsta verstöð (bolfiskur) Íslands er í Reykjavík. Hitt er annað mál að MESTALLUR AFLI OG VINNSLA er á landsbyggðinni. Mestöll orkusala á sér líka þar stað. Mestöll ferðamennska. Allur landbúnaður og mestöll vinnsla honum tengd. En minni parturinn af landsmönnum býr þar. Mestöll neysla fer fram á höfuðborgarsvæðinu (eðlilega), og mestöll eyðsla líka. híhí Steini.
En....Íslendingar flytja ekki út neitt ál. Og þrátt fyrir að hráefnið (Ál í blokkum) sé tilbúið hér heima á heimsmarkaðsverði fer það bara eins og er í næsta stig vinnslu, sem gefur væntanlega mun meiri virðisauka en fyrsta stigið. Það er búið að kliða um það í fleiri áratugi að það muni koma afleidd vinnsla hérlendis, en það hefur bara ekki gerst.
"Útflutningurinn" er skráður hjá hagstofunni (svo og innflutningur á súráli, sem er margfalt minni), en honum mætti líkja við "útflutning" á fiski sem halaður væri upp á Íslansmiðum af spænskum togara hjá spænskri útgerð með íslenska áhöfn, og dallurinn kaupir olíu og net á Íslandi. Það verður lítið eftir.
Jón Logi (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 09:23
Ég er alveg sammála þér Ómar, menntun er fjárfesting sem stjórnmálamönnum finnst í lagi að skera niður í kreppu þó svo að fjárfesting sé nauðsynleg til að koma ríkjum aftur af stað.
Stjórnmálamenn í dag, sama í hvaða flokkum þeir eru, eru bara svolítið týndir í þessum heimi.
Þeir vilja stjórna öllu og taka heiðurinn af öllu sem er gert.
Þess vegna vilja þeir frekar skera niður menntun og nota peningana í eitthvað sem er sýnilegt og sem þeir geta hrósað sjálfum sér yfir. Menntunin skilar sér nefnilega allt of seinnt fyrir stjórnmálamenn.
Annað sem stjórnmálamenn virðast ekki skilja en það er skaðsemi gjaldeyrishaftanna á fjárfestingu hér á landi. Seðlabankinn hefur lýst því yfir að hann ætli hugsanlega að heimila aðilum að nota aflandskrónur í fjárfestingum hér á landi. Mörgum finnst þetta "brilliant" hugmynd en þegar betur er að gáð þá er þetta stórslys!! Slys sem stjórnmálamenn gera ekkert til að fyrirbyggja.
Setjum dæmið upp: Ísland er fyrirtæki sem selur raftæki. Ef Ísland myndi lýsa því yfir að á næstu mánuðum þá myndi vera gefinn 50% afsláttur af öllum raftækjum án þess að nákvæm tímasetning væri gefinn þá myndu auðvitað allir halda að sér höndum og sleppa því að kaupa raftæki þangað til afslátturinn væri loks gefinn.
Þessi neikvæðu áhrif hafa yfirlýsingar Seðlabankans og stjórnmálamanna á fjárfestingar hér á landi.
Lúðvík Júlíusson, 20.11.2010 kl. 14:39
Ég tel það lán hve margir öflugir menn skrifa athugasemdir inn á bloggsíðu mína og ekki síður það hvað þeir viðra fjölbreytilegar skoðanir.
Ef farið er að kvarta yfir því að einn þeirra miðlar okkur hinum af miklum fróðleik get ég með engu móti tekið undir það.
Ég fagna því að miðla slíku streymi.
Maður eins og ég, sem hef gengist á hönd upplýsingagyðjunni, býður sem flesta velkomna til að tjá sig og miðla skoðunum og upplýsingum á þessari síðu.
Ómar Ragnarsson, 20.11.2010 kl. 16:41
Takk fyrir það, Ómar minn, og ég óska þér góðs gengis á stjórnlagaþinginu!
Þorsteinn Briem, 20.11.2010 kl. 16:54
Flottur Ómar! Skómigustefna er viðeigandi hugtak! Kerfið er uppbyggt þannig að það má aldrei koma neitt hlé á virkjunum því þá verða allir virkjanabyggingakallarnir atvinnulausir. Það er samt eins og menn sjái ekki ósjálfbærnina í þessu fyrirkomulagi og að það verði bara endalaust hægt að byggja nýjar virkjanir útum allt. Við eigum að senda þessa gaura alla útí heim að kenna öðrum að virkja jarðvarma.
Kommentarinn, 21.11.2010 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.