Meðaltöl eru vafasöm.

Til eru staðir á hverasvæðum á Íslandi þar sem renna hlið við hlið sjóðheitir lækir og ískaldir.  Segjum að tveir lækir renni hlið við hlið og er annar 70 stiga heitur en hinn 4 stig.

Meðaltalið er 37 stig og samkvæmt því ætti að vera óhætt og meira að segja mjög þægilegt að vaða berfættur út í þá báða. 

Annað dæmi. 

Í fjölskyldu einni eru tveir ríkir menn, sem eiga 250 milljónir hvor, en átta í fjölskyldunni eru öreigar. Meðaltal eigna á hvern meðlim eru 50 milljónir og samkvæmt því hafa allir það gott, líka allir öreigarnir.

Í annarri fjölskyldu á hver meðlimur 17 milljónir. 

Ef borin eru saman meðaltöl eigna í ofangreindum fjölskyldum eru eignirnar í fyrri fjölskyldunni þrisvar sinnum meiri á mann en í síðari fjölskyldunni og kjör fólksins þrefalt betri. 

Ég ólst upp í fjölskyldu þar sem aðstæður voru þannig að þegar fjölskyldufaðrinn var 22ja ára var hann kominn með þrjá syni á framfæri.  Síðar eignaðist hann þrjár dætur.

Þegar við bættist að hann var alveg sérstaklega fjörmikill og ungur í anda var kannski ekki furða þótt við bræðurnir segðum stundum þegar við vorum spurðir um fjölskylduhagi: "Pabbi er elstur af okkur bræðrunum." 

Eða: "Við erum sjö, og svo er mamma." 

Að beita einhverri meðaltalsreglu á þessa fjölskyldu var því útí hött og svipað má áreiðanlega segja um flestar fjölskyldur sem betur fer. 

 

 


mbl.is Elsta systkinið gáfaðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hagfræðingar eru meistarar "meðaltalanna".......Tveir slíkir  fóru á gæsaveiðar,...fundu eina gæs og miðuðu....annar hægra megin við hana,hinn vinstra megin...skutu... og hittu....að meðaltali.

manni (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband