Fálæti í garð merkilegrar stofnunar.

Það var sagt að á tímum Guðna Guðmundssonar rektors M.R. hafi fjárveitingavaldið refsað honum aftur og aftur fyrir aðhald í fjármálum skólans með því að minnka fjárframlög til skólans, af því að Guðni gat haldið sig innan fjárlagarammans, ólíkt því sem margar aðrar stofnanir gerðu. 

Ég hef í gegnum tíðina oft undrast hvað ráðamenn, sem áttu M.R. að þakka menntun sína, launuðu skólanum illa fóstrið. 

Meðal annarra þjóða eru grónar menntastofnanir, á borð við M.R. með langa og merka sögu að baki, í hávegum hafðar og ekki þarf að fjölyrða um það að M.R. hefur algera sérstöðu hér á landi hvað það snertir. 

Því undarlegra finnst mér fálætið sem mínum gamla skóla er oft sýnt. 


mbl.is Sérstaða MR í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Freyr Helgason

Núverandi nemandi í MR hérna megin...mikið svekkelsi.

Árni Freyr Helgason, 22.11.2010 kl. 23:24

2 identicon

Tók nú stúdentspróf hvar skólinn hafði yfirhöfuð ekkert hús. Það var fyrst tilbúið einhverjum 2 árum síðar. Það kom þó ekkert niður á námsárangri, var bara meiri vinna fyrir bæði kennara og nemendur að stunda nám í alls lags kompum út um allar koppa grundir.

Það eitt að hægt var að setja af stað nám á menntaskólastigi með mörg hundruð nemendur í mótun, án þess að hafa eiginlega skólabyggingu, var afrek út af fyrir sig. Leitt væri nú ef að meginreglan yrði sú, að allt sem spjarar sig á steinaldarstigi skuli óstutt látið, og hert að ef hægt er. Þetta þekki ég úr minni grein.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.11.2010 kl. 23:40

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sjaldan launar kálfur ofeldi.

Aðalsteinn Agnarsson, 22.11.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband