23.11.2010 | 09:09
Hvers vegna var höfnin ekki tveimur kílómetrum vestar?
Um áratuga skeið hef ég fylgst með því úr lofti hvernig aur jökulfljótanna litar sjóinn við ósa ánna.
Úr lofti lítur þetta út eins og aurkeila á yfirborðinu sem nær nokkra kílómetra til hliðar við ströndiha og teygir sig yfirleitt lengra til vesturs en austurs.
ímynda má sér að aurinn komist lengra frá ósunum undir yfirborði sjávarins, en augljóst virðist að hann sé yfirleitt mestur næst ósnum og minnki þegar lengra dregur frá honum.
Af þessu má draga þá eðlilegu ályktun að aurinn sé mestur við ósana en minnki þegar frá dregur.
Því má spyrja hvers vegna höfnin var ekki höfð vestar, til dæmis neðan við Bakkaflugvöll, og hefðu þessi tvö samgöngumannvirki þá verið heppilega nálægt hvort öðru.
Áhyggjufullir landeigendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má líka velta fyrir sér, hvort það væri ekki betra að færa fljótið vestur fyrir, í stað austur fyrir. Straumar eru jú í vestur, og þeir ráða mestu með flutning á sandi.
Börkur Hrólfsson, 23.11.2010 kl. 09:28
Hvað segir þú um að virkja Markarfljótið og takmarka þannig aurburðinn niður fljótið ?
http://www.rammaaaetlun.is/media/virkjanakostir/2-afangi/mbl28sept2008-Yfirlit.pdf
Þetta segir í rammaáætluninni.
Markarfljót
Emstruvirkjun og Sátuvirkjun eru vatnsaflsmöguleikar
í Markarfljóti, teknir til skoðunar í 1. áfanga rammaáætlunar.
Emstruvirkjun er nær Þórsmörk, sú stærri af þeim
tveimur. Gert er ráð fyrir tveimur útfærslum, með eða án
Sátuvirkjunar. Emstruvirkjun yrði 106 MW en Sátuvirkjun
einungis 14 MW. Saman myndu þær framleiða 855 GWst af
raforku á ári hverju en Emstruvirkjun ein 735 GWst. Samanlögð
lónstærð þeirra yrði 23 ferkílómetrar og myndu
lónin m.a. teygja sig nánast hálfhring í kringum Álftavatn.
Lón sátuvirkjunar næði allt upp að mörkum friðlandsins
að Fjallabaki, í 593 metra hæð yfir sjávarmáli.
Landsvæðiðsem um ræðir er á náttúruminjaskrá. Með Emstruvirkjun
yrði Markarfljót fært úr stað á um níu kílómetra kafla,
stíflað efst í Markarfljótsgljúfri og leitt frá lóni í göngum
að stöðvarhúsi við Einhyrning. Þaðan færi fljótið í göngum
út í Gilsá, en ekki um gljúfrin.
Markarfljótsvirkjanir, bæði með og án Sátuvirkjunar,
fengu hagnaðar og arðsemiseinkunnir D. Þá fengu þær
umhverfiseinkunnina E, sömu einkunn og Kárahnjúkavirkjun.
Í nóvember 2003, þegar skýrslan um 1. áfanga var
kynnt, mæltust iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra til
þess við orkufyrirtæki að þau einbeittu sér að virkjunarkostum
sem fengið hefðu umhverfiseinkunn á bilinu
A til C.
Þáverandi iðnaðarráðherra, tók þó fram að skýrslan
útilokaði ekkert. Orkufyrirtæki hafa lítið tekið þennan
virkjunarkost til skoðunar hingað til.
Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 09:29
Þú spyrð af hverju og svarið er augljóst. Það var anað út í þetta verk án allra forathugana. Svo hreykti Kristján Blöndal sér af því að hann hafi tekið þessa ákvörðun. Kannski í óþökk siglingastofnunar og hennar verkfræðinga en þeir fá skömmina í hattinn samt sem áður og ólíklegt að þeir vísi ábyrgðinni á ráðherrann.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.11.2010 kl. 09:46
Jóhannes
Embættisfærslur Kristjáns, m.a. Héðinsfjarðargöngin, eru þannig að ekki einu sinni Blöndalsfólkið vill eignast hann, Möller skal hann áfram heita!
B (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 11:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.