Fyrsti prófesteinninn á "núllsýnina": Vegrið.

 Í fyrra varð slys á Hafnarfjarðarvegi sem kostaði þrjú mannslíf. Með köldum útreikningi má finna út að þetta eina slys hafi kostað meira í peningum en það kostar að setja vegrið á alla þá vegarkafla sem eru eins og sá þar sem þetta slys varð.

Eru þá ótalið þjáningar og tilfinningarlegt tjón sem varð í þessu slysi. 

Ef þarna hefði verið vegrið hefði ekki orðið þarna banaslys og ef vegrið eru á öllum samsvarandi köflum er þessari hættu útrýmt. 

Verður slíkt vegrið sett upp? Ef menn meina eitthvað með því að útrýma banaslysum í umferðinni eins og rætt var um á umferðarþingi, er þetta sú framkvæmd sem blasir fyrst við af öllu að eigi að gera.

Núllsýnin er nauðsynleg jafnvel þótt viðurkenna verði að aldrei verði að fullu hægt að koma í veg fyrir banaslys.

Núllsýnin er nauðsynleg til þess að hreyfa við ástandi sem okkur hættir til að halda sé óumbreytanlegt.

Það þarf hugsjónir og raunsæi í bland. Núllsýn hefur áður verið sett fram hér á landi. 

Það var á níunda áratugnum þegar sett var fram núllsýnin um fíkniefnalaust Ísland árið 2000. 

Sú núllsýn gerði ekki ráð fyrir mannlegu eðli og undanskildi áfengi, sem er eitt af allra hættulegustu fíkniefnunum. 

Persónulega veit ég að hægt er að hafa núllsýn á vímu- og fikniefni og fátt hefur reynst mér betur um dagana. En að hægt sé að láta alla fallast á hana á örfáum árum var því miður fráleit von og er enn. 

Segja má með gildum rökum að ekkert sé eins lífshættulegt og að fæðast því að það er hundrað prósent víst að fæðingin hvers mans muni að lokum hafa dauða hans í för með sér.

Samhengið er einfalt: Ef komið verður í veg fyrir allar fæðingar deyr enginn.

En auðvitað dettur engum í hug að koma í veg fyrir fæðingar né leggja niður umferð eða aðrar þær athafnir mannsins sem hafa hættu í för með sér. Á hinn bóginn er það öllum fyrir bestu að leitast við að haga þannig lífi okkar og móta þannig aðstæður okkar og hagi að við getum sem flest lifað við hámarks andlega og líkamlega velsæld og öryggi sem lengst.  

 


mbl.is Enginn á móti því að fækka banaslysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband