3.12.2010 | 13:23
Þegar hugsað var til framtíðar.
Íslenska þjóðin lifði af hallæri, drepsóttir og eldgos öldum saman með því að ástunda hugarfar veiðimannasamfélagins, með því að nýta það sem landið gaf frá degi til dags.
Hún hafði engin tök á að hugsa til lengri framtíðar og gekk því á auðlindirnar, eyddi skógum, gróðri og dýraífi. Útrýming geirfuglsins er eitt dæmið.
Ýmsum fannst atvinnurekendur sleppa billega á sinni tíð og verkalýðurinn ekki vera nógu harður í því að sækja til þeirra beinar kauphækkanir þegar lífeyrisréttindi og bætur urðu hluti af kjarasamningum.
Í dag værum við verr stödd ef framsýnir menn hefðu ekki hugsað lengra nefi sínu fyrir tæpri hálflri öld og hafið uppbyggingu á sjóðum, sem nú koma sér vel.
Þess vegna verður líka að hafa það í huga nú að ekki sé gengið að þessum sjóðum á óábyrgan hátt, þótt gott sé að geta gripið til þeirra.
Allt of lítið er um þann hugsunarhátt enn hér á landi að líta til hagsmuna kynslóðanna, sem eiga eftir að taka við landinu.
Markvissar leiðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð grein hjá þér. Ég geri ráð fyrir því að þú sért að tala um lífeyrissjóði. Það væri gaman að grafa upp hvar þeir peningar eru. Ef einhver fer að rekja það opinberlega - þá fyrst verður allt vitlaust í samfélaginu...
Sumarliði Einar Daðason, 3.12.2010 kl. 13:42
Markvissar leiði til að útrýma millistéttinni og/eða öllum sem hafa efni á að rísa upp, mótmæla eða hugsa sjálfstætt.
Gera fók hrætt
Gera fólk auðtrúa
Americanize.... Hipprocracy of democracy eða eins og það var kallað í "gamla daga".
Kommúnismi
Óskar Guðmundsson, 3.12.2010 kl. 14:19
Hefur þú hugsað þetta út frá þeim sem lögðu fram peninga til kaupa á heimili fyrir sig og sína fjölskyldu. Þetta er allt á sömu bókina lært, það er samið við "hagsmunaaðila" en hvergi sést í skuldarana sem eru nú beinir hagsmunaaðilar að þessu dæmi og Hagsmunasamtökum heimilanna er haldið utan við málið með pólitík og það ljótri. Talað er um að þetta hljómi upp á um 100 milljarða. Það er gert ráð fyrir að fara niður í 110 prósent veðsetningu en bara hjá þeim sem eru í vandræðum, þannig að þeir skuldarar standa eftir með 10 % yfirveðsetningu. Hinir sem geta borgað skulu borga´að sínum allt of veðsettu eignum. Hver borgar þetta fyrir bankana því ekki gera þeir það sjálfir. Tökum dæmi: Tvær fjölskyldur keyptu sér sitt hvora íbúðina í sama húsinu 2007 á 25 milljónir. Önnur fjölskyldan tók 100 % lán og skuldar í dag um 33,2 milljónir. Hin fjölskyldan átti 10 milljónir og tók því 15 milljónir að láni og skuldar í dag um 20 milljónir. Gefum okkur að íbúðirnar kosti í dag um 20 milljónir og lánin hafi hækkað um c.a. 33 % samkvæmt verðtryggingu. Samkvæmt leið ríkisstjórnarinnar þá fær fyrri fjölskyldan sem tók 100 % lánið afskrifað niður í 110 % og skuldar því 22 milljónir og hefur engu tapað þó hún skuldi 2 milljónir umfram verðmæti. Hin fjölskyldan fær enga leiðréttingu, skuldar 20 milljónir og er búin að tapa þeim 10 milljónum sem hún lagði fram í upphafi þannig að hún er búin að borga fyrir leiðréttingu hins aðilans í þessu dæmi og gott betur. Þetta kostar ekkert fyrir bankana þegar verið er að færa lán í 110 % veðsetningu, veðsetningin var ónýt áður og ef þeim tekst að fá fólk til að borga af 110 % veðsetningu þá eru þeir að græða en ekki tapa því eðlilegt er að skuldari skuldi ekki meira en nemur verðmæti eignarinnar ef hann lagði eitthvað fram sjálfur í upphafi, ef bankinn lánaði honum 100 % í upphafi þá verður bankinn sjálfur að taka tapið af því. Það er enginn akkur í því fyrir neinn að skulda umfram verðmæti húsnæðissins síns og sinnar fjölskyldu.
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 3.12.2010 kl. 14:23
Merkilegt hversu mikla lögfræðilega vörn menn telja nauðsynlega þegar skila þarf til baka óeðlilegum tekjum en litla þegar skornar eru niður lífeyrisgreyðslur til sama fólksins og var tvískattað með breytingunum á sköttun lífeyris.
En sú tregða við að sýna gegnsæi og ábyrgð sem hulduhöfðingjarnir sem stjórna þessum eigum almennings sýnir að ekki eru miklar líkur á að þar sé allt í góðu lagi.
Og til framtíðar litið þá er það óhugguleg tilhugsun að þessir stóru sjóðir sem eru sparibaukur launamanna fyrir eldri árin séu huldir hulinshjúp á þeim skýringum að það sé nauðsynlegt.
Þetta er ekki neyðarsjóður ríkisins en þetta er ekki heldur leynisjóður verkalýðsforustu og atvinnulífsins, þetta eru lífeyrissjóðir launamanna.
Svo ég er þér sammála að þetta er ekki eitthvað sem á að ganga í án ábyrgðar en í þeirri stöðu sem launamenn eru núna þá er borðleggjandi að betra er að þeir taki þátt en eignarlausir, skuldum vafðir launamenn fái í framtíðinni fullar bætur.
En leyni leyni hjúpurinn segir alltaf eitt, og það er að ekki er allt í lagi.
Og ef væntanlegar kynslóðir eiga alast upp við fátækt og erfiðleika í þeirri von að þegar að þeim kemur verði allt í himnalagi, já ... Ómar .... þá get ég ekki fallist á þá skoðun.
Hlynur Jörundsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 14:29
Nágrímur og Nornin beina því til þeirra sem illa eru staddir að brenna upp eigur sínar í lífeyrissjóðunum.... þar sem þau vilja gjarnan skatta útgreiðslurnar og að þú setjir svo peningana í eitthvert ofurskattað bruðl!
Óskar Guðmundsson, 3.12.2010 kl. 15:23
Það athugist að Ómar hefur náð kjöri. Menn sem ná kjöri með meira en tíu atkvæðum er skylt að snúast gegn kjósendum.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 3.12.2010 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.