Bretar "eiga" ekki knattspyrnuna lengur einir.

Knattspyrnan í núverandi formi er upprunin og þróuð í Bretlandi. Að því leyti til "eiga" Bretar þessa íþrótt í sínum huga líkt og Íslendingum finnst þeir "eiga" íslensku glímuna og hestaíþróttir sem aðeins íslenski hesturinn getur framkvæmt.

En bæði Bretar og Íslendingar hafa orðið að sætta sig við það að þessar íþróttir hafa borist til annarra landa. 

Stórmót í hestaíþróttum eru haldin í Evrópu og knattspyrnan nýtur meiri hylli þegar lagt er saman þáttakendafjöldi, áhorfendafjöldi, sýningar og umfjöllun í fjölmiðlum en nokkur önnur íþrótt. 

Þess vegna er ekkert við það að athuga að stórt og fjölmennt land eins og Rússland fái að halda heimsmeistarakeppnin í knattpyrnu. 

Það er í fyrsta sinn sem Rússar fá að halda mótið, en Bretar héldu það 1966.

Katar vekur fleiri spurningar og kannski hefði verið betra að Bretar hefðu sótt um og fengið að halda mótið þá.  


mbl.is Bretar æfir yfir að missa HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: aage

Nei, þeir eiga hana sem múta mest

aage, 2.12.2010 kl. 23:09

2 identicon

Sammála þér Ómar.Hefði verið mun skynsamlegra fyrir Bretana að sækja um seinni keppnina þar sem stórþjóð sem Rússar eru voru kommnir upp á borðið og höfðu ekki haldið hana áður,en það ætti nú vissulega að vera markmiðið að sem flestar þjóðir sem eru í stakk búnar fái að halda keppnina.

Sigurdur V Gudjonsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 01:00

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er umgjörðin, vellirnir og stemningin í kringum leikina, sem heillar mest. Rússland er ekki fyrirheitna land knattspyrnuáhugamannsins hvað þetta varðar.

En það er samt nauðsynleg stefna að dreifa þessum mótum og Það var komið að Rússum. Það getur ekki orðið verra en helv.. hávaðinn í S-Afríku.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 01:44

4 identicon

Það var reyndar ekkert inn í myndinni fyrir Breta að fá keppnina 2022 þar sem Fifa vill dreifa keppninni meira. Evrópa getur í besta falli fengið aðra hverja keppni.

Englendingar eiga keppnina auðvitað ekkert einir en það væri við hæfi að landið sem byrjaði með þessa íþrótt fengi nú að halda þessa keppni bráðlega aftur. Ef Bandaríkin hefðu fengið 2022 keppnina eftir að hafa haldið hana 1994 þá hefðiþetta verið í meira lagi rotið.

Qatar keppnin er spennandi. Skemmtilega mannvirkin sem þeir ætla að reisa http://www.youtube.com/watch?v=d-z2jtUS9-Y

Björn (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 03:10

5 identicon

Það er margt hægt að segja við því að Rússar fái HM. Að nota þau rök að Englendingar hafi haldið HM 1966 eru hins vegar haldlítil. Mexikó og Þýzkaland hafa séð um HM tvisvar hvor þjóð síðan þá. Það er töluverður fnykur af þessari ákvörðun FIFA. Ekki er það til að auka manni trúi á FIFA þegar spilltir auðkýfingar og stjórnmálamenn Rússa sjást baksviðs og uppá sviði þar sem  þessi ákvörðun var tekin í Zurich.

Sá fnykur verður hins vegar að stækri fýlu þegar menn athuga ákvörðun sambandsins að halda HM 2022 í Qatar. Eftir að hafa lesið greinar um málið í brezkum blöðum, þá er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að FIFA sé gerspillt stofnun. Jafnvel verri en hinir mútuþæga nefnd IOC sem skipuleggur Ólympíuleikana. Sorglegt.

Magnús R. Einarsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 08:49

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það land sem mútar mest og best fær keppnina..

Óskar Þorkelsson, 3.12.2010 kl. 08:54

7 identicon

Sem Skotlandsvinur ætla ég bara rétt að biðja ykkur um að hætta að tala um "Breta" í þessu samhengi. Það voru Englendingar sem sóttu um þetta mót og Skotar og Walesverjar láta ekki bendla sig við það.

Annars er kyndugt að horfa upp á Englendinga kveinka sér undan því að Rússar hafi fengið þetta með mútum og svindli. Hafi það verið raunin, þá mætti segja að Spánverjar hafi verið hlunnfarnir - en Englendingar voru aldrei inni í myndinni. Reyndust hálfdrættingar á við Belgíu/Holland, sem þó voru talin með afleita umsókn.

Engliendingar fengu tvö atkvæði af 22: Sitt eigið og atkvæði Japana sem voru í kosningabandalagi með enskum. Eitt aðalumkvörtunarefnið í ensku blöðunum sýnist mér að fulltrúi Mið-Ameríku hafi svikið England, þrátt fyrir að hafa fengið 1 stk. knattspyrnuakademíu að gjöf í mútué.

(Og varðandi ábendingu Magnúsar - þá var seinna skiptið sem Mexíkó hélt HM redding á síðustu stundu þar sem Kólumbía, sem átti að halda mótið, varð að láta það frá sér. Þýskaland er sérkapítuli.)

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 09:45

8 identicon

Englendingar eiga engan sérstakan rétt bara vegna þess að þar er allt til alls. Það er líka full langt gengið að fullyrða eins og sumir hafa gert hér að Rússar eða Katarmenn hafi mútað framkvæmdanefndinni. Sporin hræða hins vegar. Rétt eins og Englendingar eiga ekki fótboltann, þá á engin rétt á að kaupa hann.

Það er knýjandi að gerðar verði lýðræðisumbætur í FIFA.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband