Fýkur meira frá svæðinu neðan jökulsins.

Í gosinu í Eyjafjallajökli féll þykkt öskulag bæði á jökulinn sjálfan en einnig á hlíðar hans, einkum að sunnan- og austanverðu.

Ég hef fylgst með öskufokinu allt þetta ár og flatarmál hlíðanna er miklu meira en flatarmál jökulsins og þaðan hefur mest af öskufokinu komið, þótt hún hafi upphaflega fallið úr öskumekkinum sem kom úr gígnum þegar hann gaus.

Nákvæmt er að segja: "Aska, sem kom úr Eyjafjallajökli, fýkur."  


mbl.is Aska fýkur frá Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, mér finnst einmitt frekar ólíklegt að öskufokið væri að koma úr jöklinum sjálfum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 06:55

2 identicon

Hún fýkur ekki núna sú aska sem er undir snjó á jöklinum sjálfum.  Það er jú sjálfur "jökullinn". En það er enn mikið af henni allt um kring.

Það verður svo spennandi að sjá hvort hún kemur aftur í ljós í sumar, eða skilar sér í rólegheitum í áraurum með framskriði jökulsins.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband