Mikilvægt atriði: Hvenær var myndin tekin?

Mikilvægasta atriðið varðandi myndina af eldhringnum í sinubrunanum í Vatnsmýri fylgir ekki með fréttinni af myndinni, en tímasetningin er forsenda þess að geta kveðið upp þann úrskurð að hann "virðist ekki hafa verið eins og hver annar sinubruni."

Hafi myndin verið tekin í upphafi brunans hefur hann verið óvenjulegur og mörgum kann að detta í hug að brennuvargur hafi kveikt hann með því að ganga með logandi kyndil í stórum hring til að kveikja í. 

Sé myndin hins vegar tekin mun síðar þarf ekkert að vera óvenjulegt við það að þessi eldhringur myndist, - nógu marga sinubruna hef ég séð úr lofti til þess að geta vitnað um það. 

Ef bruninn hefur fyrst byrjað inni á svæðinu sem er innan hringsins, breiðist eldurinn hægt út í allar áttir og síðan slokknar í sinunni á upphafsstaðnum þegar hún er brunnin þar, en hún heldur hins vegar áfram að brenna þar sem eldurinn er að læsa í óbrunna sinu.

Á hinn bóginn skal ekkert úr því dregið að mynd Sigurveigar Mjallar Tómasdóttur er aldeilis afbragð. 

 


mbl.is Eldhringur í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér Ómar. Fyrir réttu ári síðan var ég að horfa útum gluggann hér á Kársnesinu og sá hvar raketta sem einhver skaut upp lenti á grasbletti á milli Ora og gamla Slippsins og það myndaðist á nokkrum sekúndum nákvæmlega svona hringur og brann hratt útfrá lendingarstað rakettunnar. Ég hringdi strax í 112 og eldurinn var að byrja að læsa sig í Slippinn þegar brunaliðið kom. Þetta gerðist svo hratt að ég náði því ekki að taka mynd af hringnum. Ekkert óvenjulegt við þetta að mínu mati. Hefði líklega orðið stórbruni ef ég hefði ekki litið útum gluggann akkurat á þessari mínútu.

anna (IP-tala skráð) 13.1.2011 kl. 19:54

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Það er löngu tímabært að umhverfisverndarsamtök taki afstöðu til þessara mála. Bæði þeirrar ógurlegu mengunar sem af þessu hlýst og skaða sem óvarleg meðferð flugelda hefur í för með sér.

Ég er fylgjandi að gamanmál séu höfð upp um áramót og flugeldar og sprengjur við brennur og sýningar. Flugeldar og sprengjur sé bara leyft á gamlárdag og á þrettándanum.

En ég er alveg komin með upp kok af þessum yfirdrifna sið Íslendinga.

Ég veit að ég fæ bágt fyrir svona tal en mér er bara alveg sama um það.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 13.1.2011 kl. 20:35

3 identicon

Takk fyrir það Ómar :)

En það stendur jú fyrir neðan myndina, að hún var ekin rétt eftir klukkan 11, eða skömmu eftir að slökkviliðinu var tilkynnt um þetta.

Sigurveig Mjöll Tómasdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 16:34

4 identicon

Það má ekki vera staðföst vindátt til staðar, - annars fer þetta bara í eina átt. Látið mig þekkja þetta, atvinnumaður í sinubrennslu, og heiti Logi að auki ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband