17.1.2011 | 15:15
Eðlilegt ástand í janúar.
Í janúar er lægsti meðalloftþrýstingurinn á jörðinni suðvestu af Íslandi. Á sama tíma er næsthæsti loftþrýstingur jarðar yfir Grænlandi.
Nðurstaðan er augljós: Á milli lægðarinnar og hæðarinnar er mesti meðalvindhraði jarðar á okkar slóðum. Af því leiðir versta sjólag á jörðinni, - hugsanlega að frátöldu svæðinu við suðurodda Suður-Ameríku.
Hafi einhver haldið að Landeyjahöfn yrði opin á þessum árstíma hefur hann ekki tekið þessa einföldu staðreynd með í reikninginn.
Það er því í raun engin frétt að Landeyjahöfn sé lokuð um þessar mundir. Það myndi vera frétt ef hún væri alltaf opin í janúar, - aldeilis stórmerkilegt mál.
Mikil ölduhæð í Landeyjahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.