Kostirnir vógu gallana upp.

Í bloggi mínu fyrirfram um leikinn í kvöld nefndi ég nokkra kosti og galla.

Einn gallinn var sá að það gæti verið erfitt andlega að fylgja eftir jafn mikilli velgengni og í leiknum við Japani ef Austurríkismenn kæmu alveg dýrvitlausir til leiks og væru búnir að finna út veikleika íslenska liðsins.

Íslenska liðið mætti ekki detta í þá gryfju að ofmeta sig en það var einmitt það sem gerðist í fyrri hálfleik. Það kostaði Íslendinga það að vera fimm mörkum undir í hálfleik.

Einn af kostunun væri hins vegar sá, að fyrst að leikurinn við Japani vannst óvænt svona auðveldlega væri íslenska lið betur hvílt en það austurríska og að úthaldsmunurinn mynd skila sér í síðasta hluta leiksins. 

Þetta gerðist í seinni hálfleik og sem betur fer vóg það þyngra en fyrrnefndur galli.

Skemmtun gerist varla betri en að horfa á leik eins og þennan, sjá hvernig þjálfararnir slepptu sér og sjá í endursýningum frábærustu atvik leiksins. 


mbl.is Frábær síðari hálfleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband