Vantar þrjú orð: "...og klára verkið."

"...vill að Alþingi hefjist nú þegar handa við endurskoðun stjórnarskrárinnar." Þetta orðalag og orðalag svipað því hefur verið notað í 67 ár við ótal tilraunir af hálfu Alþingis til þess að framkvæma heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. 

Ævinlega hefur vantað framhaldið, sem felst í þremur orðum: "...og klára verkið" enda hefur heildarendurskoðunin, sem hefja átti fyrst fyrir 67 árum aldrei klárast, heldur alltaf rekið upp á sker, því að vegna eigin hagsmuna hafa þingmenn heykst á því.  

Nú halda menn, að aðeins örfáum árum eftir að síðasta tilraunin til þess að endurskoða stjórnarskrána mistókst halda menn að það gangi eitthvað betur núna. 

Það var fróðlegt að heyra útvarpsviðtal nýlega við Jón Kristjánsson, fyrrum ráðherra og alþingismann, sem var formaður síðustu stjórnarskrárnefndar þar sem hann lýsti því vel hvernig nefndarmenn komust í svipað öngstræti og ævinlega fyrr.

1851 þótti heppilegast að sérstaklega yrði kosið til stjórnlagaþings, sem hlaut nafnið Þjóðfundur, til þess að fjalla um nýja stjórnarskrá, frekar en að fela Alþingi þetta hlutverk. 

Þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs, sá hvernig Þjóðfundurinn ætlaði að ljúka málinu, sleit hann fundinum, sem frægt er orðið. 

Ekki þyrfti að gera neitt svipað varðandi frumvarp nútíma stjórnlagaþings því að það er lögum samkvæmt ráðgefandi þing en ekki valdastofnun.  


mbl.is Alþingi hefji endurskoðun stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sem sagt: öll rök hníga að því að stjórnarskráin sé bara ágæt og þarflaust að krukka í hana. Don´t fix it if it ain´t broken, segja negrarnir í Suðurríkjunum. Þeir vita sínu viti.

Baldur Hermannsson, 1.2.2011 kl. 20:00

2 identicon

Ef Jógríma kvikar ekki með að láta kjósa aftur, mun hún kviksetja sig þar með. Almenningur vill ekki greiða hundruð milljóna til viðbótar í pólitíska flugeldasýningu. Auk þess yrði þáttaka enn minni en fyrr! Þetta er bara eins og venjuleg nefnd. Þær eru einfaldlega skipaðar. Þess vegna sama fólkið og var kosið. Þetta segir bara almannarómur og er heilbrigð skynsemi. Það má sannreyna með einfaldri skoðanakönnun!

Almannrómur (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband