Alhæfingar eru varasamar.

Alhæfingar eru oft varasamar en eiga samt ekki að koma í veg fyrir að rætt sé um meginlínur ákveðinna mála eins og kvótakerfið.

Nokkrar staðreyndir varðandi það verður ekki komist hjá að ræða og kryfja til mergjar.

Hér skulu aðeins nefnd þrjú atriði, sem komið hafa fram á síðustu dögum í viðtölum við Kristin Pétursson og Kristin H. Gunnarsson, en athyglisvert er að báðir hafa verið þingmenn fyrir "kvótaflokkana tvo" sem stundum eru kallaðir svo, og atriðin, sem Kristinn nefnir, komu upphaflega á hans borð þegar hann var fulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í nefnd sem endurskoðaði kvótakerfið. 

1. Leiguliðar veiða 40% aflans en eigendurnir gera það ekki heldur græða á því að verðinu á kvótanum er haldið svimandi háu. Það er aðeins stigsmunur  en ekki eðlismunur á þessu og því þegar 90% bænda voru leiguliðar en 10% bænda áttu allar jarðirnar með tilheyrandi misskiptingu og ranglæti. 

2.  Verð á kvóta hefur margfaldast á 15 árum og hefur orðið þrisvar til fjórum sinnum hærra en í nágrannalöndunum. 

3.  Framleiðni, miðað við vinnuafl, hefur aukist um 40% í fiskvinnslunni á sama tíma og hún hefur staðið í stað hjá útgerðinni, þrátt fyrir allt talið um þá hagræðingu, sem kvótakerfið eigi að hafa í för með sér. Útgerðin er líka miklu meira skuldsett en fiskvinnslan. 

Að sumu leyti er nú í gangi svipuð þróun og fyrir einni öld þegar útgerðin fluttist frá úteyjum og útskögum allt í kringum landið og inn til fjarðanna. 

 Munurinn er hins vegar sá að stórfelld búseturöskun nú veldur miklu meira tjóni en flutningur frumstæðra og ódýrra verstöðva fyrir öld auk þess sem bruðl með orku og hugsanleg spjöll á lífríkinu við hafsbotninn eru ekki tekin með í reikninginn.

Þótt einhver útgerðarfyrirtæki séu vel reknir bústólpar í sjávarbyggðum er óþarfi að reka upp ramakvein yfir því þótt hugað sé að augljósum göllum og misfellum núverandi kerfis.
mbl.is Talað til útgerðar eins og glæpamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ég veit ekki betur en að útgerðamenn hafi ávallt verið opnir fyrir viðræðum við stjórnvöld um breitingar á kvótakerfinu til þess að ná betri sátt um það en stjórnvöld í gegn um árin hafi ekkert gert í þeim málum. Það er lágmarks krafa að stjórnvöld setjist niður með útgerðamönnum og fari yfir kerfið lið fyrir lið á þeim tíma sem þarf til þess en vaði ekki uppi með skýt og skömm yfir allt og alla.

Ég vil ekki hlusta á að sennilega breyti það engu ef kvótinn er afturkallaður ég vil vita nákvæmlega hvað gerist áður en nokkrar ákvarðanir eru teknir í þessum málum og allir landsmenn eiga að vita hvað þessar breitingar gætu haft í för með sér.

Tryggvi Þórarinsson, 9.2.2011 kl. 13:34

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Tryggvi Þórarinsson, útgerðaraðallinn á auðvitað allan þann rétt sem honum þóknast til að vaða uppi og yfir alla með skít og skömm. Almennir þjóðfélagsþegar eiga engann rétt á að hafa skoðun á kvótaframferði aðalsins, hvað þá að reyna að breyta kvótakerfinu. Og að sjálfsögðu hafa útgerðarmenn ávallt verið opnir fyrir viðræðum um breytingar á kvótakerfinu, en aðeins í eina átt: að tryggja sér betur völdin yfir fiskveiðiauðlindinni.

Jóhannes Ragnarsson, 9.2.2011 kl. 14:41

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með Tryggva. En Ómar, þú talar um "tvo kvótaflokka", en þeir eru þrír:

  • Samfylkingin (Alþýðuflokkurinn)
  • V-grænir (Alþýðubandalagið)
  • Framsóknarflokkurinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2011 kl. 15:38

4 identicon

Hafi ég rétt eftir eru 90 % af þeim kvóta sem nú er í brúki KEYPT. Ég vona reyndar að einhver leiðrétti mig með lægri tölu.

Það þýðir það, að þessir "skelfilegu kvótaeigendur" hafa annaðhvort átt kapítal til að kaupa, eða skuldsett sig til að kaupa.

Nú spyr ég, - ef  kvótakerfið skyldi alltíeinu þjóðnýtt, þá yrði væntanlega að þurrka út tapað fé eða kröfur á hendur þeim sem keyptu eða hvað????????????

Og Gunnar...gleymdirðu engum flokki?

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 20:38

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Talan 90% segir hvergi nærri alla söguna því að ekki hefur verið farið ofan í saumana á því að hve miklu leyti þessi kvótatilfærsla hefur verið milli skyldra aðila eða við samruna og kaup fyrirtækja sem í raun eru áfram og ævinlega í eign sama fólksins í krafti kennitöluflakks.

Ómar Ragnarsson, 9.2.2011 kl. 21:37

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn stóð ekki að lagasetningu um kvótakerfið, þegar það var sett á. Það er bara einföld staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar varið kerfið fyrir ranghugmyndum vinstrimanna um hugtakið "þjóðareign".

Man virkilega engin lengur hvernig ástandið var í atvinnugreininni fyrir daga kvótakerfisins?

Sjálfstæðismenn hafa aldrei sagt að kvótakerfið sé gallalaust og hafa raunar kvatt till þess að gallar þess verði lagaðir.

Að mínu mati er það hversu erfitt er fyrir nýliða að hasla sér völl í greininni, mesti gallinn. Það þýðir þó ekki að ég vilji að hver sem er geti hafið útgerð, eins og var áður.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2011 kl. 00:14

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ómar hver hefur farið ofan í það? hvernig væri að þú myndir nú taka þig til og lesa t.d. síðasta eintak fiskifrétta sem var með Viðskiptablaðinu? Aflakongur úr eyjum á einhver örfá tonn eftir af upphaflegri úthlutun.

það hefur nú þegar verið afsannað þær kenningar og fullyrðingar sem þú vitnar um afskriftir og kennitölu flakk útgerða. þær nema 6,6 milljörðum. afskriftir á sama tíma til heimila nam yfir 20 milljörðum og til annara fyrirtækja um 50til60 milljörðum. 

Ef þessi fullyrðing þín Ómar ætti við rök að styðjast þá ættu fyrirtæki eins og t.d. Þorbjörnin sem hefur yfir að ráða 6.378 tonnum af Þorski að hafa fengið við fyrstu úthlutun fyrir næstum 30 árum um næstum 20 þúsund tonn af þorski. en aflaheimildir í þorski hafa verið skornar niður í þriðjung af því sem var hér áður. þetta bara stenst ekki. 

en það er kannski málið? það þarf ekki að standast nein rök, tilgangur þinn og samflokksmanna er ekki að koma fram með rök eða staðreyndir. tilgangurinn er að búa til óvini og gera sem minnst úr staðreyndum eða hreinlega að hunsa þær. 

90% talan er fengin með þeim hætti að tengdir aðilar eru flokkaðir sem sami aðilinn. þú ættir kannski að byrja á því sjálfur og telja upp þær útgerðir sem ekki eru lengur í höndum upphaflegra eigenda við kvótasettningu, hvað þær voru með mikinn hlut af heildarafla og skoða hvað þú færð út? að vitna í skýrslur sem tala meðal annars um:

"Tillögurnar eru því ekki eingöngu í anda markmiðs laganna, heldur eru þær einnig til þess fallnar að skapa þeim sem þær leggja fram miklar vinsældir, enda hafa stuðningsmenn kvótakerfisins haldið því fram að með fyrirhuguðum breytingum okkar á fiskveiðistjórnunarkerfinu munum við leggja byggðirnar í rúst. Með þessu er hægt að koma með skjótt svar við þessum áróðri og slá mörg vopn úr höndum þeirra sem berja kerfisbundið á málstað Samfylkingarinnar varðandi sjávarútvegsmálin á hverjum degi."

Vinsældir og popúlismi númer eitt. allt annað aukaatriði? 

Fannar frá Rifi, 10.2.2011 kl. 00:36

8 identicon

Það er út af fyrir sig alveg sama hvort þetta eru 90% eða einhver önnur %, - þetta eru keypt réttindi sem lagaumhverfi hefur verið gert fyrir. Margir þeir sem hafa fengið greitt eru komnir út úr greininni og með sitt á þurru. Og margir þeirra sem hafa keypt eru skuldsettir þess vegna, nú eða búnir að fórna öðru til kaupanna.

Það er því skrítið að horfa á þetta, og ég vildi nú bara benda á að þarna þarf að feta varlega.

Svo má ekki gleyma að fleira þarf til en kvóta til að hægt sé að flytja út seldan fisk....

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 15:25

9 identicon

Það er varasamt að éta hráar upplýsingar upp eftir öðrum, sem hafa þær eftir enn öðrum sem ekki hafa vandað upplýsingaöflun. Staðhæfingar um að leiguliðar veiði 40% aflans standast enga skoðun.

Fiskveiðiárið 2009/2010 veiddu 20 stæstu útgerðirnar, sem veiða 85% kvótans, 5% meira af botnfiski en þeim var úthlutað.

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 10.2.2011 kl. 23:41

10 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fannar, hvað var frændi að veðsetja fyrir Hafnarhól ehf, kvótann ?

DV í dag 11. febrúar 2011.

Á sama tíma veitti Landsbankinn félaginu Hafnarhól um fimm milljarða króna lán til kaupa á 4,2 prósenta hlut í Straumi.

Félagið Hafnarhóll var lýst gjaldþrota í fyrra.

Fundust engar eignir í félaginu.

Hafnarhóll var í eigu útgerðarmannsins Guðmundar Kristjánssonar í Brimi hf.

Nafn Hafnarhóls kom aldrei fram á hluthafalista Straums. Í lánabók Landsbankans þann 31. mars árið 2007 kemur fram að félögin Tjaldur og Línuskip hafi lagt fram sjálfskuldarábyrgð vegna hlutabréfakaupa Hafnarhóls.

"Samkvæmt heimildum DV var þessari sjálfskuldarábyrgð síðar aflétt af útgerðarfélögum Guðmundar".

Níels A. Ársælsson., 11.2.2011 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband