Leyfilegu fíkniefnin verst og skaðlegust.

Það er viðurkennt í röðum þeirra, sem fást við að hjálpa fíkniefnaneytendum til þess að vinna bug á fíkn sinni, að nikótín sé erfiðasta fíkniefnið við að fást.

Svo erfitt er það viðfangs, að þegar fólk, sem reykir, reynri að hætta neyslu annarra fíkniefna, er því ráðlagt að geyma það að reyna að hætta reykingunum, því að bæði sé það svo erfitt og einnig geti það gert það of erfitt að hætta neyslu annarra efna.

Reykingar Obama Bandaríkjaforseta eru dæmi um það að fíkniefni fara ekki í manngreinarálit, gáfur, staðfesta og aðrir frábærir eiginleikar segja ekkert fyrirfram um það hvernig viðkomandi einstaklingi muni ganga að umgangast fíkniefni. 

Meira að segja getur viðkomandi gengið misvel að fást við þau. Þannig þekkti ég á árum áður náið mann, sem gat aldrei hætt að drekka áfengi, þótt hann færi í meðferð, en gat reykt eða reykt ekki hvenær sem honum sýndist og átti aldrei í minnstu erfiðleikum með að ráða við það. 

Tölurnar tala sínu máli: 8% þeirra sem neyta hass, missa stjórn á því, 12-13% áfengisneytenda, 18% kókaínneytenda, 23% heróínneytenda og 33% nikótínneytenda. 

Nýleg rannsókn sem ber saman það tjón, sem fíkniefni valda, hefur leitt í ljós að vegna útbreiðslu sinnar og annarra áhrifa sé áfengið mesti skaðvaldurinn. 

Fróðleg niðurstaða: Leyfilegu fíkniefnin, áfengi og nikótín, eru verst viðfangs og skaðlegust. 


mbl.is Obama hættur að reykja, segir forsetafrúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þá er það spurning hvort á að banna þessi sem nú eru lögleg eða að lögleiða þau sem eru bönnuð? Annað hlýtur að vera hræsni.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 11:07

2 identicon

Gera þarf greinarmun á fíkniefnum og vímuefnum. Tóbak er fíkniefni en ekki vímuefni.

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 11:39

3 identicon

Bönn á fíkni/vímuefnum leysa engan vanda, þau auka vandamálið, styrkja bara undirheimaklíkur.
Hver og einn á að getað valið það sem honum líkar... ríkinu kemur það ekkert við.. NEMA ef manneskjan er ekki að höndla efnið, rústa sjálfum sér og öðrum.. þá má grípa inn í og reyna að hjálpa viðkomandi út úr sínu sjálfskaparvíti

Ég nota bara kaffi.

doctore (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 12:33

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Best að sleppa þeim öllum því að kostnaðurinn við inntöku er of mikil

Sigurður Haraldsson, 9.2.2011 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband