16.2.2011 | 15:12
Óþolandi óöld.
Það er óþolandi óöld sem ríkir nú í tölvuheimum varðandi þær tvær síður, sem settar hafa verið á fót vegna helstu deilumálanna nú.
Gerð var árás þegar í stað á aðra síðuna svo að það varð að loka henni og nú hefur verið ráðist á hina.
Í þessu máli skiptir ekki máli, þótt síðurnar tvær hafi speglað andstæðar skoðanir heldur hitt, að það er óþolandi óöld í netheimum, sem þessi skemmdarverk spegla.
Árásir á vefsíðu tilkynntar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er að velta fyrir mér hvaða lagagrein væri hægt að kæra fyrir. Að villa á sér heimildir?
Jóhannes Birgir Jensson, 16.2.2011 kl. 15:32
Til að fyrirbyggja misskilning þá var (að mér skilst) ekki gerð árás á síðu já-þakklætismanna heldur var henni lokað að ákvörðun bandaríska fyrirtækisins sem hýsti hana, en hvers vegna get ég ekki svarað fyrir.
Síðan kjósa.is þar sem safnað er undirskriftum við áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu, liggur hins vegar undir árásum sem náðu hámarki á meðan atkvæðagreiðslunni stóð. Það skal tekið fram að ekki er um innbrotstilraun að ræða, gagnaöryggi undirskriftalistans er tryggt eftir fremsta megni og þessar árásir munu að öllum líkindum ekki valda varanlegu tjóni. Hinsvegar er óþolandi að síðan verði fyrir rekstrartruflun með þessum hætti.
@Jóhannes Birgir: í almennum hegningarlögum segir:
249. gr. a. Ef maður á ólögmætan hátt breytir, bætir við eða eyðileggur tölvuvélbúnað, eða gögn eða forrit sem geymd eru á tölvutæku formi, eða hefur með öðrum hætti gert ráðstafanir sem eru til þess fallnar að hafa áhrif á niðurstöðu tölvuvinnslu, varðar það fangelsi allt að 6 árum.
Tilhæfulausar undirskriftir eru augljóslega til þess fallnar að hafa áhrif á niðurstöðu undirskriftasöfnunarinnar, sem er einmitt framkvæmd með tölvuvinnslu. Í skilmálum vefsíðunnar kjósa.is stendur enn fremur:
"Allar tilraunir til lögbrota verða tilkynntar lögreglu."
Það hefur þegar verið gert.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2011 kl. 16:02
mig langar bara til að benda Guðmundi Ásgeirssyni á að hlekkurinn sem hann setur inn í athugasemdina, er rangur að mínu mati og ætti að vera www.kjosum.is
Eyþór Örn Óskarsson, 16.2.2011 kl. 20:56
að öðru leiti er ég sammála um að svona árásir eiga ekki að líðast og gera þarf allt sem hægt er til að tryggja öryggi svona siðna..........
Eyþór Örn Óskarsson, 16.2.2011 kl. 21:03
Eyþór, þakka þér kærlega fyrir leiðréttinguna. Ég gerði það í fljótfærni og hugsunarleysi að rugla saman þessum beygingarmyndum. Auðvitað ætti ég að fara rétt með og biðst velvirðingar á þessari fljótfærnisvillu, en rétt veffang undirskriftasöfnunarinnar er:
kjósum.is
Samkvæmt nýjustu upplýsingum var rekstrartruflun síðunnar ekki beinlínis vegna árásar, heldur megi hugsanlega rekja til þess að eitthvað hafi einfaldlega farið úrskeiðis eins og gerist stundum í tölvukerfum. Þetta hafði aðeins smá rekstrartöf í för með sér en olli sem betur fer engu tjóni á undirskriftasöfnuninni og allt saman virkar núna eðlilega.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.2.2011 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.