18.2.2011 | 16:28
Fráleit hækkun.
Rétt í kjölfar þess að starfsmenn við loðnubræðslur urðu að sætta sig það að ekki væri aðstaða fyrir þá að krefjast launahækkunar kemur ákvörðn Kjararáðs eins og köld vatnsgusa framan í þjóðina.
Hægt er að benda á ótal svið opinberrar þjónustu og starfa hjá fyrirtækjum þar sem fólki hefur bæði verið sagt upp og þeir, sem eftir voru, hafa orðið að taka á sig bæði launalækkun og aukið starfsálag.
Viðbótarlaun hvers hæstaréttardómara nema um hálfum launum þúsunda fólks, sem tók á sig launalækkun í kjölfar Hrunsins.
Nær daglega berast fréttir um ævintýralega fjármagnsflutninga þeirra, sem voru í aðstöðu til að stunda milljarða tilfærslur rétt fyrir Hrun, og það virðist sem hugsunarhátturinn, sem leiddi til Hrunsins, hafi síður en svo látið undan. Því miður.
BSRB átelur launahækkun dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
algjörlega sammála þér Ómar - nú væri óskandi að einhver sem hefði bein í nefinu tæki þetta kjararáð til bæna í sjónvarpsviðtali........
Eyþór Örn Óskarsson, 18.2.2011 kl. 17:35
Er þá verið að hækka svo að erfiðara sé að múta? Held að þetta sé nú orðið of gegnsætt til að það gangi, - allt of margir á tánum að fylgjast með....
Hélt nú reyndar að þeir hefðu andsk. nóg til að hafa fyrir sig og sína....og náist dómar í ævintýralegum fjármagnsflutningum, þá er kannski til eitthvað til að borga með.
Bónuskerfi kannski ?
Jón Logi (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 20:57
Þetta er bara til skammar, hvernig á fólkið sem er á lámarkslaununum að geta umborið þetta? Hvar er nýja Ísland?
Ragnhildur Gunnarsdóttir, 19.2.2011 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.