Enn meira utangarðs.

Framfarirnar í kjölfar aukinnar fjarskiptatækni, svo sem á netinu, eru næsta byltingarkenndar og fela í sér miklar framfarir. Að sama skapi verður allstór þjóðfélagshópur, sem ekki nýtur þessara framfara, æ meira utangarðs.

Þarna er einkum um að ræða gamla fólkið og mjög fátækt fólk sem á erfitt eða ómögulegt með að komast inn í þetta himnaríki fjarskiptanna. 

Rafræn þjónusta og samskipti færast sífellt í vöxt og valda því oft á tíðum, að fólk verður algerlega afskipt á ýmsum sviðum þegar önnur samskipti í gamla stílnum eru lögð niður. 

Ég er að uppgötva það fyrir alvöru þessa dagana að ástæðan fyrir því að ég fæ með reglubundnu millibili innheimtuseðla frá Intrum, sem nú heitir Mótus, frá ákveðinni stofnun í Reykjavík er sú,  að í gangi er einhvers konar sjálfvirk innheimta á gjöldum, sem ég fæ aldrei að vita hver eru og fæ aldrei neina tilkynnningu senda um að ég skuldi nýja og nýja skuld, heldur eingöngu innheimtuseðil frá Motus. 

Þó telst ég vera sæmilega tengdur á netinu. 

Mér verður hugsað til þeirra sem hafa enga nettengingu og eru ekki á facebook. Þetta fólk verður smám saman algerlega utanveltu í þjóðfélaginu og missir mannréttindi í raun. 

Það er dapurlegt, því að einmitt þetta fólk þarf kannski mest á því að halda að vera í sambandi við ættingja sína, vini og þjóðfélagið í heild.


mbl.is Nýir möguleikar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Erlent stórfyirtæki safnar upplýsingum um stéttarfélagsaðild Íslendinga.

En ekkert bólar á harðorðum bloggfærslum frá Skandinavíu. Ja hérna.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.2.2011 kl. 09:11

2 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Nei, þeim er alveg sama um stéttarfélagsaðild í löndum utan US ...

Björn Leví Gunnarsson, 18.2.2011 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband