Fráleit hækkun.

Rétt í kjölfar þess að starfsmenn við loðnubræðslur urðu að sætta sig það að ekki væri aðstaða fyrir þá að krefjast launahækkunar kemur ákvörðn Kjararáðs eins og köld vatnsgusa framan í þjóðina.

Hægt er að benda á ótal svið opinberrar þjónustu og starfa hjá fyrirtækjum þar sem fólki hefur bæði verið sagt upp og þeir, sem eftir voru, hafa orðið að taka á sig bæði launalækkun og aukið starfsálag. 

Viðbótarlaun hvers hæstaréttardómara nema um hálfum launum þúsunda fólks, sem tók á sig launalækkun í kjölfar Hrunsins. 

Nær daglega berast fréttir um ævintýralega fjármagnsflutninga þeirra, sem voru í aðstöðu til að stunda milljarða tilfærslur rétt fyrir Hrun, og það virðist sem hugsunarhátturinn, sem leiddi til Hrunsins, hafi síður en svo látið undan. Því miður. 


mbl.is BSRB átelur launahækkun dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

algjörlega sammála þér Ómar - nú væri óskandi að einhver sem hefði bein í nefinu tæki þetta kjararáð til bæna í sjónvarpsviðtali........

Eyþór Örn Óskarsson, 18.2.2011 kl. 17:35

2 identicon

Er þá verið að hækka svo að erfiðara sé að múta? Held að þetta sé nú orðið of gegnsætt til að það gangi, - allt of margir á tánum að fylgjast með....

Hélt nú reyndar að þeir hefðu andsk. nóg til að hafa fyrir sig og sína....og náist dómar í ævintýralegum fjármagnsflutningum, þá er kannski til eitthvað til að borga með.

Bónuskerfi kannski ?

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.2.2011 kl. 20:57

3 Smámynd: Ragnhildur Gunnarsdóttir

Þetta er bara til skammar, hvernig á fólkið sem er á lámarkslaununum að geta umborið þetta? Hvar er nýja Ísland?

Ragnhildur Gunnarsdóttir, 19.2.2011 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband