Framúr Íslendingum?

Leitun er að landi þar sem aðstæður eru eins góðar til þess að knýja bíla og skip með hreinni og endurnýjanlegri orku eins og á Íslandi.

Allt rafmagn frá orkuverum á Íslandi kemur frá vatnsorku- eða jarðvarmaorkuverum. 

Samt virðast Eistlendingar nú vera að taka forystu meðal þjóða að þessu leyti, en ljóst er af landsháttum í Eistlandi að orkuöflunin fyrir rafbílakerfi þeirra er ekki eins umhverfisvænt og á Íslandi. 

Í flestum löndum er staðreyndin nefnilega sú, að aðeins er um að ræða tilflutning á notkun orku, sem kemur að mestu frá notkun jarðefnaeldsneytis eða kjarnorku og hvorugt telst endurnýjanleg orka. 

Ávinningurinn felst hins vegar í mun hagkvæmari nýtingu orkunnar á hverja orkueiningu en fæst með orkunotkun hvers bensín- eða dísibíls fyrir sig. 

 


mbl.is Eistar setja upp rafbílakerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Nákvæmlega Ómar. Dæmalaus molbúaháttur hjá Íslendingum að vera ekki í fararbroddi þegar kemur að rafknúnum samgöngum. Hér kemst fátt annað að en stóriðja.

Sigurður Hrellir, 3.3.2011 kl. 19:57

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Í dag ók þessi kunnuglegi bíll framhjá mér á götu í París, hljóðlaus, flottur og umhverfisvænn. Ég myndi glaður skipta Subarunum mínum út fyrir einum slíkum.

Sigurður Hrellir, 3.3.2011 kl. 20:08

3 identicon

Við höfum enga afsökun fyrir því að vera EKKI að gera nákvæmlega þetta. Þar sem húsarafmagn hér er selt mun dýrara en til stóriðju væri besta salan beint í þetta, það vantar bara að koma á legg þjónustunni fyrir þetta með e-k stuðningi.

Bensín myndi sparast í innkaupum og verð á keyrslu lækka gífurlega. Það er verið að tala um 5x - 10x mun!!!

En....ríkissjóður myndi tapa, hehe.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband