"Börnin fá mat en foreldrarnir svelta..."

Fyrir rúmum 60 árum var eitt af þeim lögum, sem sungin voru þá í útvarpi og höfðu mest áhrif á mig, lagið, sem Elsa Sigfúss söng við texta Davíðs Stefánssonar um kofa verkamannsins og byrjaði einhvern veginn svona:

"Þeim gleymist oft sem girnast glaum og dans

að ganga hægt hjá verkamannsins kofa. 

Ó, hafið lágt við litla gluggann hans

og lofið dagsins þreytta barni´að sofa...."

Í textanum er lýst kjörum hins fátæka verkamanns, sem býr í hreysi, kjörum veikrar móður og barna sem búa við mikinn skort. Og ljóðið endar svona: 

"Börnin fá mat en foreldrarnir svelta." 

Þetta lag hefur ekki verið spilað svo ég muni í marga áratugi enda bötnuðu kjör fólks jafnt og þétt eftir að Davíð orti hið eftirminnilega ljóð. 

Það er því nöturlegt ef þetta ljóð fær aftur að verða áminning til okkar, sem nú lifum. 

Fyrir tuttugu árum staðfærði ég textann við lagið "Streets of London" og nefndi það "Öngstræti borgarlífsins." 

Textinn fjallaði um kjör og líf þeirra, sem eru utangarðs á okkar tímum og Bubbi Morthens söng það í sjónvarpsþætti en seinna söng Halli Reynis það á diski sínum. 

Sumum fannst farið of langt í þessu texta mínum og höfðu kannski eitthvað til síns máls. 

Því miður sýnist mér að sumt í honum sé farið að eiga við í dag. 

 

P. S. Innsláttarvilla átti sér stað í fyrirsögninni, sem var slegin inn í morgun, en nú, 14 stundum síðar, kem ég að tölvunni og sé athugasemd um hana. Takk, leiðrétti hana hér með. 


mbl.is Svelta sig svo börnin fái mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær ætla Ìslendingar ad skilja, ad their eru òfærir um ad vera sjàlfstæd thjòd? Thad er alveg sama, hvada flokkar eru vid völd. Fòlk kys til skiptis Sjàlfstædisflokkinn, Samfylkinguna og Vinstri Græna og verdur alltaf fyrir vonbrigdum. Ùtràsaraularnir og bankamennirnir eru nù bùnir ad koma landinu ì thvìlìkar skuldir, ad landid mun aldrei framar bera sitt barr. Thad mun taka àratugi ad borga skuldirnar. Rèttast væri, ad Ìslendingar sameinudust Noregi eda Thyskalandi, efnahagslega sterkum thjòdum, svo almenningur geti bùid vid mannsæmandi lìfskjör. Vid hefdum betur verid àfram undir Dönum.

Steini (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 09:41

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ómar - þú kaust þetta yfir okkur - svo telur þú þig hæfann til þess að sitja Stjórnlagaþing (og hvað þetta heitir nú í dag ) ásamt öðrum stuðningsmönnum Helstjórnarinnar þar á meðal Þorvaldi Gylfasyni. Ykkur væri báðum skammar nær að draga ykkur í hlé.

Steini - ég kann ekki að búa til f merkið hér í þessari athugasemd -en skömm þín er mikil að láta svona frá þér - en ú ert á stjórnarlínuni og þið viljið selja landið - það eru ykkar ær og kýr.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.3.2011 kl. 10:13

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

13 af 25 menningunum höfð tengst stjórnmálaflokkum og af þeim eru 3 sem hafa verið í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn, 2 í framboði fyrir Framsóknarflokkinn og 1 í framboði fyrir Fjálslynda. 1 hafði unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Af þessum 13 var meirihlutinn, 7, tengdur flokkum sem ekki eiga aðild að "Helstjórninni". 

Ómar Ragnarsson, 5.3.2011 kl. 10:45

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég kaus ekki yfir mig það stjórnarfar og þá stefnu sem leiddi til Hrunsins.

Ómar Ragnarsson, 5.3.2011 kl. 10:46

5 Smámynd: Sævar Helgason

Já. fólk er farið að kenna þessari ríkisstjórn um Hrunið og afleiðingar þess. Nú er kreppan að koma fram sem á upphaf sitt í  Hruninu. Afleiðingar þess eru nú að bitna á þeim vest settu í auknum matarskorti-hungri.  Endilega koma þeim boðum til Flokksins.

Sævar Helgason, 5.3.2011 kl. 10:55

6 identicon

Það fýkur illilega í mig við að lesa svona comment, hvenær ætlar fólk að gera sér grein fyrir því að AKKURAT EKKERT hefst með blammeringum í allar áttir.....hvað hverjum er að kenna skiptir ekki megin máli í dag !!!

Hvernig áttu þeir sem kusu þennann helferðar-vinstri-hrylling yfir okkur, að sjá fyrir 180 gráðu viðsnúning á flestum sviðum og svik á svik ofan !!!

Væri ekki betra að eyða orkunni í að gera eitthvað vitrænt í málunum, að foreldrar skuli neyðast til að svelta sig í þessu litla og ríka samfélagi til að geta haldið líftórunni í börnum sínum, er þvílík SKÖMM fyrir okkur öll að ég bara á ekki nógu sterk orð !!!!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 11:09

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Á ekki fyrirsögnin að vera "Börnin fá mat en foreldrarnir svelta." ?

Marinó Már Marinósson, 5.3.2011 kl. 11:23

8 Smámynd: Sævar Helgason

Anna !

þegar neyðarlögin voru sett í okt. 2008 voru allra innstæður í íslenskum bönkum tryggðar að fullu. Þetta kostar skattgreiðendur hundruð milljarða. Ofurríka fólkið á yfir 90% af þessum vernduðu fjármunum sem við tryggjum þeim með auknum sköttum á okkur smælingjanna. Ekkert heyrist frá þessu fólki um láta hluta renna til fátækra. Nei það heldur öllum sínum 2000 milljörðum. Og hver tryggði þetta ? Kannski hann Steingrímur J. ?  Nei ekki tala um fortíðina... Tölum um nútíðina -afleiðingarnar -ekki orsökina.

Sævar Helgason, 5.3.2011 kl. 11:25

9 identicon

Sævar, ég er alls ekki að segja að orsökin skuli grafin og gleymd!

Það sem ég vil sjá eru aðgerðir til hjálpar því fólki sem lepur dauðann úr skel....allar aðgerðir virðast snúast um fjármálageirann, Icesave, ESB og stjórnmálaþing, mál sem að mínu viti mega sitja á hakanum.....hækkun útgjalda til þróunaraðstoðar !!!!!!

Við eigum fyrst og fremst að hugsa um okkar fólk, með þessu áframhaldi vex hér upp hópur að fólki sem festist í fátækragildrunni og það vill loða við næstu kynslóðir....oft á tíðum alast upp aumingjar (já ég segi það bara eins og ég sé það )við þær aðstæður einfaldlega vegna næringarskort og annarra neikvæðra áhrifa.

Ég hef einfaldlega miklar áhyggjur af íslenskri alþýðu, þessu dugmikla fólki eins og ég man eftir að hafa alist upp við og ég er svo rjúkandi reið að ég er farin að hlaupa hér tvist og bast og hætti nú !!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 12:16

10 identicon

Sf ætti að hnýta saman í eitt knippi og senda "one way" til Brussel, hinum svokölluðu "útrásarvíkingum" á að stilla upp í gapastokkum fyrir fólk að kasta í þá úldnu grænmeti frá td. Bónus....svikarana úr VG og ALLA aðra eiginhagsmuna-potara-pólitíkusa ætti helst að brennimerkja....en það er víst bannað!!!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 12:23

11 Smámynd: GAZZI11

Mér finnst þið vera að fara offörum yfir þessu. Þó að fólk vilji megra sig. Svo erum við með ein hæstu löglegu lágmarkslaun í heimunum. Stjórnsýslan er stórkostleg og sennilega finnst hvergi eins lítil (engin) spilling í heiminum og hér. Réttarkerfið hér er einnig það sanngjarnasta í víðum heimi. Tala nú ekki um nýju væntanlegu sjórnarskrána sem verður gerð eins löglega og með 110% sátt þjóðarinnar.

GAZZI11, 5.3.2011 kl. 12:25

12 identicon

Það sem er neyðarlegast er nú kannski það, að það er kannski ekki neinn óskapar peningur sem þarf til að fæða þá sem eiga svona sárt um að binda. Á meðan er samt hægt að spæna upp milljörðum í eitthvert ESB ferli, og gera sig klára í tug-eða-hundruði af Ice-save milljörðum , bara svo að hinn náðugi náfaðmur ESB geti vippað okkur inn í sæluna, hvar enginn sveltur, engin eru vandamál og ekkert atvinnuleysi, glorý, halelúja og hananú.

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 12:26

13 identicon

Takk Gazzi, þurfti á þessu brosi að halda ;)

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 12:28

14 identicon


Fólk er í hrönnum undir snjóflóði fátæktar og þjóðin sefur :(
Vigdís fyrrverandi forseti fór með rangt mál í gærkveldi að Íslendingar stæðu alltaf saman, ef eitthvað alvarlegt bjátar á. - Fólk er að hrynja niður úr fátækt, andlega niðurbrotið á sál á líkama og ekkert er gert í þeim hamförum :(

Mikið mega Íslendingar skammast sín, fyrir að trúa ekki þeim staðreyndum sem við blasa, að taka ekki mark á okkur örykjum.

 http://www.obi.is/

Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 12:36

15 Smámynd: GAZZI11

Ég held að það sé kominn tími til að henda svona einni ommilettu og smá tómata_súrgúrkuslettu á þetta blessaða Alþingishús.

Gjörsamlega galið og getulaust fólk þarna inni, sama hvaða flokki að þykist tilheyra.

GAZZI11, 5.3.2011 kl. 12:40

16 identicon

Peningaöflin hugsa aðeins um að hlúa að sínum sívaxandi seðlabúntum, þetta eru yfir höfuð siðblindir aumingjar sem lifa í sínum eigin alsæla aura-heimi og þeir sem hafa það þokkalegt virðst loka augum og eyrum fyrir því hvert stefnir (þetta kemur mér ekkert við)!!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 12:46

17 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ómar" ég er hjartanlega sammála þér!!

Sævar Helgason" Getur þú lýst fyrir mér hvernig ástandið væri hér á landi, ef ekki hefðu verið sett neyðarlög? Ég hugsa að þú ættir ekki heldur fyrir mat. Og ekki ég heldur!!!!

Til hvers heldur þú að neyðarlög séu??

Eyjólfur G Svavarsson, 5.3.2011 kl. 13:44

18 identicon

Auðvita urðum við að setja á neyðarlög en spurning hvort ekki hefði mátt setja víðtækari neyðarlög.....ég held nefnilega að kjörnu tækifæri hafi verið sólundað þegar hrunið skall á, tækifæri til að hreinsa almennilega til í stjórnsýslunni, að ég minnist nú ekki á bankastarfsemina í landinu, hér hefði átt að gera alsherjar hreingerningu en nei við sitjum uppi með sama graut í sömu skál hvernig sem á það er litið eða hvaða nafni sem það nefnist og ef eitthvað hefur breyst þá er það bara til hins verra !!

Getur annars einhver nefnt einhverja vinstristjórn, einhverstaðar, sem hefur haft hið minnsta fjármála-eða stjórnunarvit????

jæja það er allavega hægt að skipa starfshóp/nefnd til að skoða málin.....

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 14:51

19 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Mér brá um daginn þegar barn sem hafði kom inn hjá mér að leik við mín börn, sá inn í ísskápinn. Í honum var bara það sem er alltaf þar þegar ég opna hann, en þessi krakki ljómaði allur í framann og sagði "vá hvað það er mikið í ísskápnum".

Ég veit ekki hvað hægt er að gera en ég held að við séum að komast á endastöð í þessu.

Hagnaður Íslandsbanka og Arion banka var samtals 42-þúsund-miljónir fyrir árið 2010

fyrir þann pening hefði verið  hægt að greiða þeim 50.000 ísendingum sem lifa undir eða við fátæktarmörk 70.000krónur á mánuði allt árið.

Steingímur j setti rúmlega 30-þúsund -miljónir í saparisjóðina árið 2010 

Fyrir þann pening hefði verið  hægt að greiða þeim 50.000 ísendingum sem lifa undir eða við fátæktarmörk 50.000krónur á mánuði allt árið. 

Guðmundur Jónsson, 5.3.2011 kl. 15:00

20 Smámynd: Sævar Helgason

Eyjólfur !

Neyðarlög voru að sjálfsögðu nauðsynleg. En að moka út hundruðum milljarða til að bjarga peningamarkaðssjóðum - með fé skattborgara, orkar tvímælis svo ekki sé meira sagt. Þetta er fátæka fólkið að borga. Gamblararnir í peningamarkaðssjóðunum - héldu "sínu" og vel það- skattborgarar greiða það.... Þetta er svona eitt dæmi af mýmörgum þar sem auðfólkið var verndað á kostnað þeirra sem minna mega sín....

Sævar Helgason, 5.3.2011 kl. 15:10

21 Smámynd: GunniS

hvernig væri að skora á alþingismenn eða forsætisráðherra að sýna það að þeir geti lifað af atvinnuleysisbótum sem eru útborgaðar 130.000 í 3 til 6 mánuði. 

GunniS, 5.3.2011 kl. 15:42

22 identicon

GunniS, hvernig væri frekar að skora á landann að rísa upp gegn fjármagnsvaldinu og vanhæfri ríkisstjórn !!!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 15:52

23 Smámynd: GunniS

Anna . er ekki búið að reyna það ?

GunniS, 5.3.2011 kl. 15:56

24 identicon

GunniS, jú það er víst rétt hjá þér....I give up :(

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 16:00

25 Smámynd: GunniS

ómar . mig langar að biðla til þín um að koma því á framfæri við alþingi að alþingismenn taki þeirri áskorun að lifa af atvinnuleysisbótum í 3 til 6 mánuði.  málstaður eins og þessi er góður og vantar öflugan mann til að standa að baki honum. 

GunniS, 5.3.2011 kl. 16:08

26 Smámynd: Pétur Harðarson

Það er kominn tími á að senda Jóhönnu og Steingrím á almennan ellilífeyri til frambúðar og festa þær lífeyrisgreiðslur við þeirra eigin kerfi eins og það er í dag. Það er ekki fullreynt með að henda pakkinu úr alþingishúsinu en það gerist víst lítið á meðan maður situr heima við tölvuna að skrifa bloggfærslur ;)

Þessi ríkisstjórn heldur áfram að verja auðfólkið á kostnað almennings. Fjármálastefna hennar er kolröng og skaðleg fyrir atvinnulífið og fjölskyldur í landinu. Þessi ríkisstjórn er óheiðarleg og hikar ekki við að ljúga til fegra málstað sinn. Niðuskurðurinn og skattahækkanirnar áttu ekki að bitna á þeim verst stöddu. Hver trúir því í dag?

Íslensk stjórnmál eru orðin eins og enska úrvalsdeildin í fótbolta. Margir halda með sínu liði sama hvað tautar og raular. Eini munurinn er að þegar liðum gengur illa í fótbolta er gerð krafa um að þjálfarinn sé rekinn. Það er ekki í tísku á Íslandi. Fólk lokar bara augunum fyrir staðreyndum og heldur áfram að dýrka fólk sem hefur sitið allt of lengi gagnslaust á þingi. Stjórnarliðin inn á alþingi eru klárlega utandeildarlið sem hafa engar haldbærar lausnir og þekkja oftast ekki muninn á vörn og sókn og skora því sjálfsmörk í sífellu. Samt er enn einhverjir sem lofsyngja þessar liðleskjur eins þær hafi eitthvað fram að færa. Ég held hins vegar að það sé kominn tími á að reka þjálfarana og fá ný lið inn á þingið. Því fyrr, því betra!

Pétur Harðarson, 5.3.2011 kl. 18:15

27 identicon

nornin hún Jóhanna hangir enn á þingi þar sem hún veit hversu illa er hugsað um elliæra á stofnunum landsins.

Það að þú Ómar sért að hafa hátt er jú af einni síðustu sortinni. Þjóðvaki, mað þér ofarlega, var stofnaður af litlu tilefni öðru en halda kerlingarfíflinu frá hinum almnenna markaði og áfram á biltingum.

Aftur á móti er það síðan sorglegt þegar að vinsti menn eru farnir að kvarta undan sínum egin feldi!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 19:11

29 identicon

Takk Ómar fyrir að taka málið fyrir hér á blogginu þínu.  Það hefur verið þrautinni þyngri að fá málefnalega umræðu um þessar nöturlegu aðstæður sem sumir fatlaðir búa við. Þöggun hefur ríkt alltof lengi.

Samanburður á láglaunafólki og öryrkjum/langveikum getur aldrei verið annað en ósanngjarn. Langoftast hefur það verulegan kostnað í för með sér að glíma við fötlun eða veikindi, sá kostnaður er ekki um stundarskakir, hann er viðvarandi og íþyngjandi. Magir festars við fátækramörk eða falla jafnvel undir þá skilgreiningu.

Það var ekki auðvelt að fá fólk í þessum aðstæðum til að tjá sig um neyð sína. Sú sem sagði sögu sína undir nafnleynd vildi það vegna þess að hún hefur orðið fyrir ljótum fordómum vegna bágar stöðu sinnar. Nú er mál að linni, tökum höndum saman og gerum veiku fólki og fötluðum kleyft að lifa mannsæmandi lífi þar sem matur er eðlileg innkaup ekki lúxus!

Halla B. Þorkelsson (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 23:45

30 identicon

Með svolítilli útsjónarsemi er hægt að spara býsna mikið fé í matarinnkaupum. Og samt borða vel.

Fólkið þarf að komast nær seljanda, og kannski væri góður stuðningur í slíkri tengingu. Mig grunar að flestir á höfuðborgarsvæðinu átti sig lítt á því hversu verðmyndun frá t.d. íslenskum framleiðanda til búðarborðsins er drjúg. Það myndu margir súpa hveljur ef ég gæfi sum verðin sem ég kaupi á, og oft hefur verið gert að manni grín fyrir allskonar bras og vesen....rækta kartöflur, tína ber, fara á skak, og hluta niður skrokka á eldhúsborðinu, hakka, pakka því o.fl.

En tímakaupið er mjög gott. Og svo er þetta skemmtilegt ó ofanálag.

Aftur á móti, ef fólk á nánast ekkert aflögu til matarkaupa, þá er ekkert hægt...

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 10:09

31 identicon

Ef áfram heldur sem horfir þá verður ekki búandi hér fyrir venjulegt fólk.

Margir eiga enn eftir að missa húsnæði sitt og geta nú brauðfætt sig og sína meðan þeir bíða eftir að vera hent út. Þá er spurning hvað gerist. Munu leigusalar vilja leigja fátæklingum sem hafa misst húsnæði sitt? Umboðsmaður skuldara hafnar fólki sem hefur það lága framfærslu að enginn afgangur er eftir til að borga af skuldasúpunni sem óx öllum yfir höfuð eftir hrun út af verðtryggingu eða erlendum lánum.

Eva Sól (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 10:25

32 Smámynd: GAZZI11

Hér er alla daga verið einkavæða gróðann og sparnaðinn. Það sem almúginn hefur verið að  reyna að spara og safna sér til "Elliáranna" hefur verið flutt inn í bankana eða til ríkisins með einum eða öðrum hætti.

Allt annað hefur verið þjóðnýtt s.s skuldir og annar óarðbær rekstur og fellur það þá á almenning að greiða fyrir það.

Það er hörmung að fylgjast með þessu fólki sem hefur farið hér fram með offorsi í stjórnmálaflokkum og öðrum sambærilegum sjálftökuhópum og borið fyrir sig forsjáhyggju þar sem við erum svo vitlaus.

Tek undir með Helgu og lesið þetta

Ótrúlegt að sjá hvernig hagur barna, öryrkja og gamalmenna er úthugsaður af þessu forsjáhyggju verndandi stjórnmálamönnum.  

GAZZI11, 6.3.2011 kl. 10:51

33 Smámynd: Mofi

Það er eins og sumir halda að öll stjórnvöld annars staðar eru betri og hvergi í þessum heimi líður einhver skort.  Sorglegt að okkar sjálfstæði er orðið einskis virði í augum margra og halda að fólk annara þjóða mun hugsa betur um hag íslendinga en íslendingar sjálfir. Í mínum augum er það fyrra.

Mofi, 7.3.2011 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband