Lítið samtal við gjaldkera á degi kvenna.

Í dag mun vera alþjóðlegur dagur kvenna og það minnir mig á það að langflestir gjaldkerar í bönkunum eru konur.

Fyrir nokkrum árum þegar gróðærisbólan blés hvað mest út kom fram í fjölmiðlum að bankastjórinn hjá einum bankanum hefði jafn mikil laun og 72 gjaldkerar.

Þegar ég las þetta hér um árið átti ég leið í banka og eftirfarandi samtal átti sér stað við gjaldkerann, sem afgreiddi mig:   V=Viðskiptavinur.  G=Gjaldkeri. 

V: Ég er með hugmynd handa ykkur ef þið lendið í deilu um laun ykkar. 

G: Hver er hún? 

V: Ég var að lesa að bankastjórinn ykkar hefði laun á við 72 konur, sem gegna gjaldkerastöðu, og datt í hug að 72 ykkar kæmuð klukkutíma of seint í vinnuna einn morguninn.

G: Þetta er alveg fráleitt. Bankarnir myndu stöðvast og það yrði stórtjón. Það má ekki gerast.  Við yrðum allar reknar. 

V: Það getur bara ekki verið. Ég veit ekki til að bankastarfsemin hafi lamast þótt bankastjórinn, sem er jafnoki 72 gjaldkera, komi of seint í vinnuna. 

 

Nú er búið að leggja bankaútibúið niður í hagræðingarskyni og hinn samviskusami gjaldkeri var rekinn þótt hún gerði aldrei neitt af sér  og er sennilega atvinnulaus.

En bankastjórarnir hafa orðið fyrir alvarlegri kjaraskerðingu því að nú er rætt um bankastjórlaun, sem séu á við laun 20 kvenna en ekki 72ja.  


mbl.is Bankastjórarnir mættu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Ómar. Fyrir nokkrum vikum kom frétt á vef RÚV þar sem niðurstaða var sögð komin í svokallað Lífeyrissjóðsmál í Kópavogi. Fréttin var vægast sagt illa unnin, og var eins og fréttin  hafi verið pöntuð. Fjórir bæjarfulltrúar, m.a. tveir frá Samfylkingunni sátu í stjórn lífeyrissjóðsins og einnig í stjórn lífeyrissjóðsins. Í fréttinni var sagt að aðeins Gunnar Birgisson hafi verið báðu megin við borðið. Annað í fréttinni  var í sama dúr. Nú löngu síðar bólar ekkert á niðurstöðu. Fleiri slíkar ,,fréttir" hafa komið frá RÚV. Það er full ástæða til þess að gagnrýna stjórnmálamenn en það er óþarfi að leggja þá í einelti. Höfundur fréttarinnar er Lára Ómarsdóttir. 

Þá kemur að efninu í tilefni kvenna. Í morgun var viðtal við formann heimilis og skóla. Þar var sagt frá aðgerðum til þess að koma í veg fyrir einelti.  Þar var lögð húfuáhersla á hlutverk foreldra og þá ekki síst gerenda í eineltismálum til þess að taka á málum. Sé það ekki gert væru líkur á að börnin leiddust út á vafasamar brautir síðar meir. Nú er tækifæri fyrir þig til þess að láta til þín taka og ræða við stúlkuna. 

Sigurður Þorsteinsson, 8.3.2011 kl. 18:06

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Höfuðáherls átti það að vera.

Sigurður Þorsteinsson, 8.3.2011 kl. 18:44

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég á erfitt með að sjá hvernig frásögn mín af stuttu samtali í banka tengist einelti, sem mér skilst að Gunnar Birgisson verði fyrir af hendi dóttur minnar.

Einelti felst í ítrekuðu atferli einnar persónu gagnvart annarri en þú nefnir aðeins eina frétt, sem dóttir mín hafi skrifað þar sem nafn Gunnars Birgissonar komi fyrir.

Hvernig það getur flokkast sem einelti af hennar hendi sé ég bara alls ekki. 

Borgarstjórar og bæjarstjórar hljóta eðil máls samkvæmt að þurfa að taka á sig gagnrýni af ýmsum toga fyrir hönd meirihluta borgarstjórnar eða bæjarstjórnar og hefur Jón Gnarr þurft að standa ítrekað í ströngu undanfarið þess vegna.

Ég get ekki séð hvernig hægt er að flokka slíkt undir "einelti" þegar um mikilsverð mál er að ræða sem snerta bæði kjósendur og þann sem kosinn var sérstaklega til að vera í forsvari. 

Ómar Ragnarsson, 8.3.2011 kl. 23:26

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Í eineltismálum er sérstaklega mikilvægt að foreldrar taki ábendingum um meint brot barna sinna með opnum huga, en fari ekki í vörn. 

Skilgreining á einelti. Einelti er endurtekið líkamlegt og/eða andlegt ofbeldi, þegar einn eða fleiri níðast á eða ráðast aftur og aftur á einstakling. Ef fjölmiðlun er skoðuð undanfarin ár á faglegan hátt, varðandi Gunnar Birgisson myndi hún ekki flokkast undir neitt annað en einelti. Rökræður stjórnmálamanna er eitt, en gagnrýni fjölmiðlamanna er annað. Ef fjölmiðlamaður flytur vitsvitandi brenglaða frétt er það ekki gagnrýni, heldur getur stundum kallast áróður, óvönduð fréttamennska eða einelti.

Með því að ræða við geranda í eineltismálum erum við að hjálpa gerandanum til þess að verða betri manneskja. Er nokkuðl betra á kvennadaginn en að hjálpa stúlku sem er að leiðast inn á vafasamar brautir?

Varðandi konurnar í bönkunum, þá er ekki síður áhugavert að skoða launakjörin í dag, en á 2007 tímanum. Einkavæðing bankanna hjá þessari ríkisstjórn verður nú vart talin skynsamlegri heldur en einkavæðingin hin fyrri, sem þessir flokkar gagnrýndu harkalega á sínum tíma. Svo er spurning hvort þetta framlag ríkisstjórnarinnar séu hagstæðar konum þessa lands. 

Sigurður Þorsteinsson, 9.3.2011 kl. 09:39

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Telur þú að síendurtekin umfjöllun fjölmiðla um borgarstjóra Reykjavíkur og þá ráðherra sem sífellt er verið að fjalla um, flokkist undir einelti?  Eða síendurtekin umfjöllun um forseta Íslands, til dæmis daglega síðustu dagana?

Ómar Ragnarsson, 9.3.2011 kl. 12:53

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ómar, ég tel umfjöllun um þrjá stjórnmálamenn sérstaklega hafa öll einkenni eineltis. Um þá Davíð Oddson, Ingibjörgu Sólrúnu og Gunnar Birgisson. Tel að þar hafi einhverjir ákveðið að ,,taka niður" stjórnmálamenn.

Varðandi umfjöllun Láru um Gunnar 14. janúar, þá voru 4 bæjarfulltrúar Kópavogs í stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogs. Þeir byrjuðu að álykta saman um málið, en þegar ljóst var að hér gætu þeir verið sóttir til saka, þá sögðust þrír þeirra ekkert vita og kenndu framkvæmdastjóra og Gunnari um. Talsvert áður hafði ég verið spurður um ritun fundargerða, varðandi Lífeyrissjóðinn, sem þóttu afar nákvæmar. Þá sendi framkvæmdastjórinn auk þess pósta til stjórnarmanna varðandi afgreiðslu. Ég sagði að nákvæmni í fundargerð mótaðist m.a. á því trausti sem væri milli manna. Ef það væri lítið þá væru nákvæmar fundargerðir og tölvupóstsendingar afar mikilvægar. Þetta átti eftir að koma sér vel fyrir framkvæmastjóra lífeyrissjóðsins í samskiptum við þá þrjá bæjarfulltrúa sem ekkert vissu, sáu eða skildu. Stjórn lífeyrissjóðsins fékk frest þann 25 maí 2009 til 1/7 2009 til þess að lagfæra samsetningu útlána frá Fjármálaeftirliti  og var komin með það í lag 27.5 2009. Samt sem áður kom krafa frá um rannsókn, að sagt var að kröfu Fjármálaráðuneytissins. Sjóðurinn tapaði sjóða minnst á tímabilinu. Gunnar sagði af sér sem bæjarstjóri, og rannsókn er komin langt fram úr eðlilegum mörkum. Gunnar og framkvæmastjórinn hafa tapað umtalsverðum fjármunum, m.a. þar sem þau hafa skert atvinnumöguleika sína vegna rannsóknarinnar. Þau einu sem að málinu komu sem stóðu í fæturnar og þorðu að vera menn. 

Í ljósi þessa þarf afar sérstakt viðhorf til þess að skrifa að Gunnar hafi verið báðu megin við borðið og síðan er birt mynd af Gunnari með frétt þar sem segir að rannsókn sé lokið. Fréttin er skrifuð 14. janúar 2011, og enn hefur engin frétt borist um niðurstöðu sem átti að hafa legið fyrir. Ég minnist þess aldrei á þínum ferli Ómar, að ég hafi getað sagt að þú hafir verið hlutdrægur í fréttaumfjöllun þinni. Umfjöllun Láru er hins vegar ekki bara óvönduð, heldur gróflega hlutdræg. Hún er til þess gerð að meiða. Ég hef heyrt fréttakonu segja að slíkt sé í lagi, því Gunnar Birgisson eigi í hlut. Maður með þessa rödd og þennan líkama. Ég skora á þig að ræða við Láru, því að svona gera menn ekki.

Ég vil endilega fá meiri gagnrýni frá fjölmiðlafólki, en gagnrýni fylgir krafa um vönduð vinnubrögð og undirbúning. Ef gagnrýnin snýst um að uppfylla pólitíska duttlunga fjölmiðlamannsins, þá er hann til einskis. Fjölmiðlamaður sem lætur mynda sig sem aðalefni fréttar, með eldgos í bakgrunninum er æði oft siðblindur. 

Sigurður Þorsteinsson, 9.3.2011 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband