Hinir amerísku lífshættir.

Allt frá því er Henry Ford kom Bandaríkjamönnum upp á bragðið að njóta lands frelsisins með því aka um það á eigin einkabílum hafa þessir lífshættir, "the american way of living" breiðst út um allan heim.

Bandaríkjamenn, sem eru aðeins um 5% jarðarbúa, nota fjórðung allrar orku í heiminum og repúblikanar eru fulltrúar þeirrar stefnu að viðhalda því mikla bruðli, sem felst í lífsháttum þeirra. 

Dísilbílar, sem eyða og menga miklu minna en bensínbílar, hafa aldrei átt upp á pallborðið hjá Bandaríkjamönnum og endurvinnsla áls er þeim mikill þyrnir í augum, þótt með því megi spara nokkrar álbræðslur. 

Skattlagning á eldsneyti er sú langminnsta sem þekkist hjá nokkurri stórþjóð og fyrir bragðið hafa smábílar aldrei náð sömu útbreiðslu þar og annars staðar, heldur er stóri, ameríski pallbíllinn þjóðartákn hins ameríska lífsstíls. 

Allt sem getur raskað bruðlró hins villta vesturs er íhaldsmönnum vestra mikill þyrnir í augum. 

Þótt jöklar bráðni nú um allan heim og sífellt aukist líkurnar á því að samband sé að milli þess og útblásturs gróðurhúsalofttegunda, er reynt á allan hátt að berjast gegn því að mark sé á því tekið. 

Fulltrúar olíufélaganna hafa eilífðarpassa í Hvíta húsinu á sama tíma og fulltrúar leyniþjónustunnar þurfa að vera með sína passa í sífelldri endurnýjun. 

George W. Bush réði menn úr olíubransanum til að stjórna rannsóknum á umhverfismálum fyrir Hvíta húsið, sem síuðu út það sem ekki hentaði. 

Nú sækjast Kínverjar, Indverjar og fleiri þjóðir eftir því að taka upp ameríska lífshætti og þar með er komin í gang heimsmynd, sem felst í því að búa til samtryggingu þessarar þjóða við Bandaríkjamenn.

Hún felst í því að Kanarnir eru að gera sig að skuldaþrælum Kínverja, en á móti sjá þeir um að senda her sinn í hvert það stríð, sem nauðsynlegt kann að vera til að viðhalda ástandi, sem er dæmt til að enda með ósköpum þegar olíulindirnar tæmast ein af annarri án þess að aðrar viðlíka komi á móti. 

Frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar. Fyrirhyggjulaus bruðlfíkn hinna amerísku lífshátta mun enda með því að frelsi allra mun líða fyrir. 

Ég er talsmaður þess að samanlagt frelsi jarðarbúa, núlifandi og komandi kynslóða, verði sem mest, - ekki þess að hver hrifsi til sín það frelsi sem hann getur höndum yfir komið án þess að huga að því hvort það valti yfir frelsi annarra. 

Ég tel að það frelsi sem felst í því að eiga eigið farartæki geti vel þrifist án þess að það þurfi þrjú tonn af stáli til að flytja 100 kíló af mannakjöti og án þess að það þurfi að ausa upp takmörkuðum orkulindum jarðarinnar. 

Frelsi óhefts og skefjalauss bruðls og sóunar er helsta ógnin við frelsi kynslóðanna á jörðinni um þessar mundir. 


mbl.is Tekist á um loftslagsvísindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Fáir bruðla meir en Íslendingar. Skattlagning á díseleldsneyti sýnir að við afneitum staðreyndum og gerum lítið í málunum. Varla er hægt að ásaka Kínverja og Indverja á meðan. Margt bendir til að valdahlutföll séu að breytast og við að verða háðir nýjum ríkjum sem ná forystu í framleiðslu, mengun og eyðslu.

Sigurður Antonsson, 9.3.2011 kl. 01:41

2 identicon

málið er það að þetta er global elita heimsins að reyna að koma a svokölluðum carbon tax.

carbon tax er skattur á kolefni i loftinu.

sem er auðvitað út í hött.    en öll lönd þurfa að borga þennan skatt frá og með seinniparts 2012, þar á meðal ísland.

í raun verður þetta fé si'an notað til að fjármagna the new world order .....

ein ríkissstjórn yfir öllum heiminum.

já þetta er í raun og veru eitt risastórt samsæri og það er löngu kominn tími á að fólk vakni.

takk fyrir gott blogg ómar.

http://www.youtube.com/watch?v=x-CrNlilZho

dagur thomas (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 03:24

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Merkilegt að þessi 5 prósent Jarðarbúa skuli þrátt fyrir allt vera tæplega 30 prósent af hagkerfi heimsins. Ekki láta glepjast Ómar. Þetta er flóknara en svo.  

Gunnar Rögnvaldsson, 9.3.2011 kl. 05:54

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vissulega er bruðls á mörgum sviðum í USA, en þetta með orkuna sem þeir nota, verður að horfa á í víðu samhengi. Það er ekki bara neysla á hvern íbúa sem er mikil, heldur er einnig gríðarleg framleiðsla á hvern íbúa og afurðunum sem koma frá því er ekki bara neytt í USA.

Þú segir, Ómar: "..endurvinnsla áls er þeim mikill þyrnir í augum, þótt með því megi spara nokkrar álbræðslur."

Hvaða "þeim" er þetta þyrnir í augum? Ekki álfyrirtækjunum, svo mikið er víst. Það er þeim í hag að ál sé endurnýtt, því þau hagnast á því meira en frumframleiðslunni.

Eins og allir ættu að vita þá er ál umhverfisvænasti málmurinn sem framleiddur er, því endurvinnslunýtingin er fullkomin og skilar sömu gæðum og nýtt ál. Aðrir málmar s.s. járn og stál, hafa mun lægri nýtingarstuðul, svo munar tugum prósenta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2011 kl. 06:53

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er frekar fátæklegur pistill hjá þér Ómar, því miður.

Vissulega er hægt að segja að Ameríkanar og þá sérstaklega Henry Ford eigi heiðurinn að bílamenningu heimsins. Ef hann hefði ekki komið til hefði einhver annar gert það og ef ekki í Ameríku, þá einhversstðar annarstaðar. T.d. voru Þjóðverjar mjög framarlega í bílaþróun á þeim tíma, þó þeir hefðu ekki enn verið búnir að átta sig á gildi færibandaframleiðslu.  Þetta kallast þróun.

Að halda því fram að bílaeign sé "Amerískur lífstíll" er auðvitað rangt, þó færibandaframleiðsla bíla hefði hafist þar. Bílaeign þykir í dag sjálfsagður hlutur og allt hagkerfi flestra þjóða byggir á því. Varðandi þá staðreynd að þessi farartæki skuli nota jarðefnaeldsneyti, er allt annað mál. Það er ekki ótakmökuð auðlind og því löngu kominn tími til að fara aðrar leiðir. Þróun á því sviði er mjög ör nú um stundir. Því miður hafa oft komið fram hugmyndir, í þá átt sem nú er stefnt, allt frá upphafi bílavæðingar. Raunar voru fyrstu bílarnir ekki knúðir áfram af slíku eldsneyti, en þá sögu þekkir þú vel. Alltaf hafa einhver öfl stöðvað þær hugmyndir í gegn um tíðina og er þar ekki Ameríkönum um að kenna, heldur einstaklingum sem hafa séð að þeir myndu missa spón úr sínum aski. Auðvitað búa einhverjir þessara einstaklinga í Ameríku, en einnig öðrum löndum.

Þú talar einnig mikið um "Amerísku drekana", sem fullyrðingu um að einungis þekkist slíkir bílar í Ameríku og að þeir mengi bíla mest. Einnig gefur þú í skin að allir vilji eignast slíka "dreka". Þetta er gömul grýla sem gengur sjálfsagt í marga. Þessi fullyrðing er þó eins röng og frekast getur verið. Fyrir það fyrsta eru Amerískir bílar í dag ekki stærri en frá mörgum öðrum framleiðendum. Þyngd á algengum Amerískum pickupum t.d. Ford f150 um 2,2 T, en algengum japönskum pickup 1,8 T. Þó hefur bílaframleiðendum í Ameríku tekist að draga saman eyðslu í sínum bílum það mikið að sá Ameríski eyðir minna og mengar mun minna. Þetta kallast þróun! Amerískur fólksbíll eyðir minna en Evróskur bíll af sömu stærð og mengar mun minna. Þetta eru staðreyndir, þetta er þróun!

Það er vinsælt að koma með klisjur, einkum ef um eitthvað er að ræða sem gengur auðveldlega í fólk. Þessu til staðfestingar er gjarna settar myndir af Amerískum pickup af stæðstu gerð, sem reyndar einungis eru fluttir inn og notaðir af þeim sem slíka bíla þurfa. Ef þessir aðilar hefðu ekki kost á að fá svona bíl væru þeir væntanlega á Evrópskum vörubíl, sem væri þá þyngri, eyddi meira og mengaði meira. Þá er nú réttara að fara með rétt og satt mál þar sem mið er tekið af staðreyndum.

Bílaiðnaður í Ameríku hefur tekið miklum framförum síöasta áratuginn. Sérstaklega hefur verið tekið á eyðslu og mengun bíla, ekki endilega vegna þess að stjórnendum þessara fyrirtækja sé svo umhugað um umhverfið, heldur af hagsmunaástæðum. Þá hefur þróun á nýtingu annara orkugjafa en jarðefnaeldsneytis verði mjög mikil í Ameríku. Um nokkuð langa hríð hefur verið hægt að velja um bensín sem blandað er etanóli, allt að 50%. Þessi þróun var hafin hjá þeim löngu áður en Evrópskir bílaframleiðendur fóru á þá braut og miklu lengur en Asískir bílaframleiðendur hófu þá þróun. Þróun rafgeima í rafmagnsbíla er hröðust í Ameríku.

Ekki kæmi á óvart þó raunhæfustu lausnirnar kæmu frá Ameríku, þegar upp verður staðið, eins og færibandaframleiðslan hjá Henry.

Ég hef notað orðið Ameríka í þessari athugasemd. Auðvitað er Ameríka stærri en svo að hægt sé að nota hana sem samyrði í þessu sambandi, alveg eins og að ekki er hægt að tala um "Ameríska dreka". Það eru fjölmörg lönd innan Ameríku sem eru í bílaiðnaði, en ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um USA framleidda bíla þegar þú nefnir "Ameríska dreka". Að minnsta kosti er ég að tala um bílaiðnaðinn í USA í minni athugasemd.

Gunnar Heiðarsson, 9.3.2011 kl. 08:18

6 identicon

Þetta með endurvinnsluna.....ég fékk greinargóðar upplýsingar um þetta hjá Bandarískum ferðamönnum sem voru hjá mér í gistingu.

Ég var spurður hvort við værum með skilagjald á dósum o.þ.h. Já sagði ég. "Ég vissi það" sagði túristinn". Og hvernig?

Jú, það er fylki fyrir fylki sem ákveður þetta og almennt er þetta frekar lágt. Þetta er sem sagt ekki "federal", og oft ekki mikil lógístík í losun á þessu.

Svo, að þeir henda í heildina mestöllum áldósum sínum, en mjög stór hluti álframleiðslu fer einmitt í dósir, og dósirnar eru flestar í USA.

Túristinn merkti skilagjald íslendinga á því að lítið sást af þeim á víðavangi og í vegköntum. Í USA sést munurinn oft strax við að fara yfir fylkismörk.

En semsagt, samhæft federal skilagjald, - það er ekki, og því fer sem fer. Og skilagjaldið ber ekki flutning milli fylkja að neinu viti, - þetta er fimmaurabissness. Ódýrara að láta einhverja negra eða Íslendinga bræða þetta fyrir sig. Sannast því orð Huxleys um neyslumenningu framtíðarinnar (skrifað upp úr 1930), - "Ending is better than mending", endavar þar líka búið að skipta "Lord" út fyrir "Ford"

Og svo kemur spurning. Getur ekki einhver bræðslan hérna brætt dósir mörlandans? Síðast þegar ég vissi var þetta flutt út.

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 08:36

7 identicon

Gunnar Heiðarsson er á villigötum þegar hann fullyrðir að USA bílar mengi minna en jafn stórir Evrópskir bílar.

Meirihluti evrópskra´bíla er með dísilvélum og menga mun minna en sambærilegir bensínbílar frá USA. Stæstu bílarnir með V8 bensínvélum frá báðum aðilum menga sambærilega en allir stóru Benzarnir, BMW og Audi seljast vel með dísilvélum.

Munurinn á bílaframleiðslu Þjóðverja og USA er sláandi. Bílar eru lang stærsta útflutningsafurð Þjóðverja en USA bílar seljast nær eingöngu í sérstökum "heimasvæðum" bandaríkjanna þar sem dollar eða herinn er ráðandi.

Þjóðverjar fundu upp bensín og dísilvélarnar, þeir fundu upp bílinn, markaðssettu fyrsta dísilfólksbílinn 1936 og hafa í góðan mannsaldur búið við góða þjóðvegi með litlu hraðatakmörkunum ásamt háu eldsneytisverði.

Þessar aðstæður á heimamarkaði, þ.e. vegir án hraðatakmarkana ásamt háu eldsneytisverði hafa tryggt forustu þýskra bílasmiða. Þeir hafa lagað sig að markaðnum og náð þeim árangri að smíða hraðskreiða OG sparneytna bíla sem neytendur vilja kaupa. Áratugum saman hafa bílaframleiðendur í USA barist gegn hærri eldsneytissköttum, með þeim árangri að þeir eru orðinr langt á eftir framleiðendum sem búið hafa við markað sem gerði meiri kröfur um hagkvæmni og aksturseiginleika.

Ég er sannfærpður um að Bandarískir bílaframleiðendur stæðu jafnfætis þeim Þýsku ef þeir hefðu búið við sama eldsneytisverð og sömu hraðatakmarkanir og þjóðverjar.

Skattheimta á réttum stöðum skilar árangri.

Stormur (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 09:09

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stormur, menn bera ekki saman epli og appelsínur, ekki díselbíla við bensínbíla. Sambærilegur bíll er ekki sambærilegur nema um svipaða stærð sé að ræða og samskonar vél. Við slíkan samanburð er eyðsla evrópska bílsins meiri og mengun mun meiri. Þetta er staðreynd. Það er hins vegar rétt að evrópskir bílaframleiðendur bjóða meira af díselvélum í sína bíla, en fráleitt að segja að allir stærri fólksbílar frá þeim séu með díselvélum.

Það sem þú segir um tækni og þróun þjóðverja í bílaiðnaði er rétt hjá þér, enda kemur  fram í minni athugasemd að þeir hafi verið framarlega á þessu sviði frá upphafi. Bandaríkjamenn voru lengi framanaf sofandi á sviði eyðslu sinna bíla og svo var komið að þeir lenntu í vandræðum með sölu þeirra, ekki einungis erlendis heldur einnig innanlands. Mikill innflutningur minni og eyðslunettari bíla, bæði frá Evrópu en þó einkum frá Asíu var að sliga þeirra eigin framleiðslu. Í fyrstu var brugðist við þessu með samruna og samstarfi við þessa erlendu framleiðendu og jafnvel settar upp verksmiðjur í Ameríku frá þessum keppinautum. Þetta dugði um hríð en þó seig alltaf meira og meira á ógæfuhliðina. Loks var svo komið að eitthvað raunhæft varð að gera og sú þróun sem átt hefur sér stað hjá bílaframleiðendum USA er ótrúleg. Hægt er að fullyrða að þeir séu nú komnir fram fyrir bæði evróskan og asískan bílaiðnað á því sviði. Eftir stendur að erfitt er að vinna trú fólks, einkum utan USA.

Díselvélin, fyrir minni bíla, hefur átt erfitt uppdráttar í USA og útlit fyrir að þeir muni að mestu hoppa yfir það stig. Nú er mikið unnið að þróun bíla fyrir annan orkugjafa en jarðefnaolíu. Þar eru bandaríkin framarlega og sennilega komnir lengst.

Gunnar Heiðarsson, 9.3.2011 kl. 09:42

9 Smámynd: Kommentarinn

Þétting byggðar er lykilartiði í minni eyðslu og bruðli, sama hvaða orkimiðil á að nota. Þétt byggð er líka forsenda þess að almennings samgöngur virki. Með þverrandi olíu mun hin bandaríska úthverfamenning vonandi líða undir lok, enda eru slíkar bílaborgir með endemum leiðinlegar og gersneyddar öllu mannlífi. Það eru fæstir í sömu stöðu og Íslendingar að geta skipt olíunni út fyrir rafmagn eða eitthvað annað og því líklega áratugir í aðrar einkabílalausnir. Engar þeirra lausna sem eru á teikniborðinu komast nálægt olíuinni. 

Þó að við stöndum vel er samt eðlilegast að þétta Reykjavík enda sést það best á steingeldu mannlífi austan Snorrabrautar og út á Kjalarnes hvað þetta skipulag gerir borgina leiðinlega.

Góður pistill annars.

Kommentarinn, 9.3.2011 kl. 11:58

10 identicon

Kommentarinn: Mikil þétting byggðar er reyndar ekki allsstaðar svo sniðug. T.d. á svæðum þar sem miklir jarðskjálftar geta orðið. Háhýsi við háhýsi með stuttu millibili er einfaldlega uppskrift af massívum mannskaða ef skjálfti 6-7Richter eða stærri verður (þarf reyndar sérstakar aðstæður til, upptök beint undir þéttbýlinu o.s.frv.) Hefði t.d. ekki boðið  í það 2000 og 2008 ef milljónaborg væri staðsett á Suðurlandsundirlendinu.

Arnór (IP-tala skráð) 9.3.2011 kl. 17:08

11 Smámynd: Kommentarinn

Arnór það skiptir mestu máli hvernig hús eru hönnuð/byggð frekar en hversu há þau eru uppá að þola jarðskjálfta. Jarðskjálftar verða ekki eins stórir í RVK eins og á suðurlandi og sem betur fer geta ekki orðið stærri skjálftar þar en 6 komma eitthvað.

Ef Chilebúar geta byggt hús sem þola skjálfta upp á 9 þá ættum við leikandi að geta byggt hús sem þola 6.

Fyrir utan það þá þarf engin mega háhýsi til að þétta byggðina. 50% af borginni eru vegir og bílastæði. Það má byrja þéttinguna með því að hætta þessu einkabíladekri í skipulaginu. 101 er þéttasta hverfið en þar er ekkert morandi í háhýsum.

Kommentarinn, 10.3.2011 kl. 10:53

12 identicon

Ég verð nú að sumu leiti að taka undir að þetta er frekar fátæklegur pistill hjá þér Ómar, því þú slærð fram ýmsu sem er lítið annað en sleggjdómar út í loftið, og mér finnst þú setja niður við það, því oftast eru pistlarnir þínir betur ígrundaðir.

 En það er kannski ekki nema að litlu leyti þín sök, , fyrisögnin og sumt af fréttinni er í raun bull út í loftið, kannski vegna þess að hún er sennilega bara slöpp þýðing og bergmál úr Varðmanninum breska. Þessar væringar á bandaríska þinginu snúast ekki um loftslsgsvísindi per se heldur um tilraunir Obama og stjórnar hans til að koma upp  ( handónýtu ) kvótkerfi til auðvelda uppáhaldsvinum á Wallstreet og víðar að arðræna almenning, svo þeir hefðu meiri fjárráð til að leika sér í stóra mattadorspilinu. Frumvarp um þetta kvótakerfi , sem almennt gengur undir nafninu "Cap and trade" var fellt í þinginu og þá greip stjórnin í Pennsilvaníustræti 1600 til þess ráðs að reyna að svindla því inn um bakdyrnar í gegnum nýja reglugerð til handa Umhverfistofnunni þar í Landi, sem veitir henni tilskipunarvald til að setja kvóta og verð á hann að eigibn geðþótta. Og þetta reyna  repúblíkanar og fáeinir meðhlauparar þeirra á hinum arminum , að koma í veg fyrir , með þeim meðulum sem þeir hafa yfir að ráða,  svo stjórnlagayfirheyrslum hjá þingnefnd , og með því að reyna að hefta fjárstreymi til EPA og fleiri stofnana sem eru í fararbroddi talsmanna fyrir kerfinu, og sjá auðvitaðhugsar ser gott til glóðarinnar að fá nýja stóra kjötkatla til að hræra í, og gefa skít í velferð almennings. Minnir svolítið á dæmi úr okkar eigin landi eða hvað, nema hér voru öngvir repúblikanar til að stunga niður fótunum, því miður.  

Bjössi (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband