Áhrif á framtíð kjarnorkuvera?

Nýting kjarnorkunnar hefur gengið í bylgjum, allt frá upphafi beislunar hennar. Upp úr 1960 var hún talin hin bjarta von orkuöflunar mannkyns, svo björt, að rætt var um að nýting vatnsafls, til dæmis á Íslandi, yrði ekki samkeppnishæf.

Þetta var afar grunn hugsun því að nýting vatnsafls er langoftast sjálfbær en til lengri tíma litið er verður nýting kjarnorkunnar það ekki því að hráefnið til hennar er takmarkað, einkum ef menn ætla sér að láta kjarnorkuna taka alveg við af notkun jarðefnaeldsneytis.

Bakslag kom í nýtingu kjarnorkunnar vegna slysa í Bandaríkjunum og Ukrainu auk þess sem förgun kjarnorkuúrgangs er mikið deilumál. 

Nú síðustu árin hefur birt til, einkum af tveimur ástæðum.  Annars vegar stóraukið öryggi veranna og hins vegar það, að olíuskorturinn og orkuskorturinn eru orðin alvarlegra vandamál en áður var. 

Ljóst hlýtur að vera bakslagið sem nú er komið í Japan mun setja strik í orkureikning þeirra og hafa einhver áhrif í öðrum ríkjum, hækka orkuverð og örva nýtingu annarra orkuöflunaraðferða.

Ófarirnar nú munu draga úr trú manna á öryggi veranna í Japan og skapa vandamál, sem menn sáu ekki fyrir. 

Ólíklegt verður þó að telja að menn muni missa trúna á nýtingu kjarnorkunnar í öðrum löndum, sem ekki teljast til mestu jarðskjálftalanda heims eins og Japan. 

Orkuvandi heimsins er nefnilega orðinn svo mikill að ekki er lengur hægt að hægja á jafn drjúgri orkuöflun og nýting kjarnorkunnar er. 

 

 


mbl.is 180.000 íbúar flýja kjarnorkuver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fyndna eða öllu heldur sorglega við þau kjarnorkuver sem notuð hafa verið er að þau hefðu getað verið mun öruggari. Það er vegna þess að þessi kjarnorkuver sem hafa verið í notkun byggja á hönnun sem leiðir til þess að úrgangur þess sé hægt að nota í vopnagerð en allt frá upphafi var til önnur gerð af kjarnorkuverum sem voru öruggari en bjuggu ekki til úrgang sem nota mætti í vopn (allavega ekki góð vopn).

Hins vegar liggur framtíðin mjög líklega í þessum farvegi (kjarnasamrunaver): http://www.youtube.com/watch?v=xyPZowycUdU

Verst hvað það mun taka langan tíma að koma þessu í verk.

. (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband