Sagan endurtekur sig.

"Aš hika er sama og aš tapa" segir grimmt mįltęki, og žaš viršist ętla aš eiga viš um višbrögš žjóšasamfélagsins gegn grimmdaręši og vitfirringu Gaddafis. Žrįtt fyrir stór orš ķ upphafi um aš lįta hann ekki komast upp meš aš taka miskunnarlaust į uppreisnarmönnum hefur skort samstöšu um ašgeršir og komiš hefur hika į suma.

Žetta nżtir Gaddafi sér til hins ķtrasta og stefnir aušvitaš aš žvķ aš vera bśinn aš ganga milli bols og höfušs į uppreisnarmönnum įšur en tekist hafi samstaša um ašgeršir gegn honum sem duga.

Uppreisnarmönnum voru gefnar įkvešnar vonir um utanaškomandi ašstoš ķ upphafi en ķ ljós hefur komiš aš engin innistęša var į bak viš hin stóru orš żmissa žjóšarleištoga. 

Leišarahöfundur Morgunblašsins hefur rétt fyrir sér žegar hann gagnrżnir aš meš žessu hafi veriš gefin óraunhęf von. 

Sagan geymir ótal dęmi um hlišstęšur. Žegar Ķtalir réšust inn ķ Abbesynķu 1935 vantaši ekki fordęmingu žjóšarleištoga į athęfinu en mįttlausar višskiptažvinganir voru žaš eina sem gert var og breyttu engu. 

Franco gerši uppreisn gegn rétt kjörinni lżšręšisstjórn į Spįni 1936 og gagnrżnisraddir Breta og Frakka reyndust mįttlaust gelt.  Hitler og Mussolini voru ófeimnir viš aš leggja Franco liš og höfšu sigur 1939. 

Mussolini réšst į Albanķu voriš 1939 įn žess aš Vesturveldin hreyfšu legg né liš og ekkert bitastętt var gert žegar Hitler tók Tékkóslóvakķu ķ mars sama įr. 

Grimmir haršstjórar hafa jafnan sallaš nišur andspyrnumenn og murkaš śr žeim lifiš til žess aš vekja skelfingu og óttablandna undirgefni. 

Hitler losaši sig viš Röhm og SA-liš hans į "nótt hinna löngu hnķfa" 1934, lét myrša ķbśa žorpsins Lidice ķ Tékklandi til aš hefna moršs į Heydrich og drepa uppreisnarmenn ķ įgśst 1944 į hryllilegan hįtt.

Stalķn losaši sig viš milljónir og lét drepa megniš af herforingjum og lišsforingjum Rauša hersins ķ hreinsununum hręšilegu skömmu fyrir strķš meš žeim afleišingum aš Rauši herinn var aš miklu leyti höfušlaus her žegar Hitler réšst į Sovétrķkin 22. jśnķ 1941. 

Žaš var Stalķn sem męlti hin fleygu orš: "Drįp į milljónum er bara tala, drįp į einum manni er morš"

Eitthvaš ķ žessa veru mun vęntanlega verša ķ huga Gaddafis žegar hann gengur į milli bols og höfušs į öllum žeim sem hatursęši hans mun beinast gegn. 


mbl.is Sveitir Gaddafis „hreinsa landiš“
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Siguršur Haraldsson

Sęll žetta er sįrara en orš taki hvaš žjóšir heimsins eru lélegar žegar į hólminn er komiš!

Siguršur Haraldsson, 13.3.2011 kl. 20:54

2 identicon

Žś hefšir nś alveg mįtt minna į žaš aš Grikkir hröktu Mussolini frį Albanķu į tęplega hįlfu įri.

Haukur Kristinsson (IP-tala skrįš) 13.3.2011 kl. 22:32

3 Smįmynd: Ómar Ragnarsson

Žaš var skammgóšur vermir žvķ aš Hitler skar Mussolini nišur śr snörinni meš žvķ hertaka allan Balkanskagann į örfįum vikum voriš 1941.

Ómar Ragnarsson, 13.3.2011 kl. 23:45

4 identicon

Mér finnst nś aš vesturveldin ęttu ašeins aš pikka ķ kallinn og jafna stöšuna svolķtiš.

Flugbanniš gerir eitthvaš, en hann gęti unniš žetta meš vélaherdeildum sķnum. Ef žaš er eitthvaš sem mętti ašeins höggva ķ, žį eru žaš žęr. Fljótlegt śr lofti.

By the way, mesti skrišdrekaslįtrari seinna strķšs var flugmašur. Yfir 500 stykki takk.

Og Žorsteinn okkar Jónsson į heišurinn af eyšingu einnar lestar af skrišdrekum, - hann skaut eimreišina ķ spaš svo aš śr varš algert stopp, og kallaši svo śt įrįsarvélar til aš rjśfa bryntröllin.

Jón Logi (IP-tala skrįš) 14.3.2011 kl. 07:40

5 Smįmynd: Ómar Ragnarsson

Jį, Stuka steypflugvélarnar uršu afar skęšar gegn skrišdrekum Rśssa žegar leiš į strķšiš, nęstum eins skęšar og žżsku skrišdrekarnir.

Ómar Ragnarsson, 14.3.2011 kl. 20:55

6 identicon

Gunther Rall sat inni meš Rudel, skrišdrekabana, ķ sinni Bresku "gistingu" eftir strķš. Rudel var einfęttur oršinn, meš gerfifót (Douglas Bader skošaši vķst smķšina og gaf góš rįš). En hann var enn alveg ķ stuši til aš halda įfram ķ tuskinu, langaši helst aš skjóta meira.

Rall sagši hann hafa veriš "snargeggjašan"!

(mašurinn sem eyšilagši 275 flugvélar fyrir andstęšingnum + 8 hjį sjįlfum sér)

Jón Logi (IP-tala skrįš) 15.3.2011 kl. 09:03

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband