Dýrkeypt kæruleysi.

Hóstapestin sem kom upp í hestum í fyrra og olli tjóni upp á hundruð milljóna króna kom ekki hingað til lands af himnum, heldur var orsökin vafalaust hinn íslenski hugsunarháttur að í lagi sé að taka áhættu fyrir skammtimahagsmuni, jafnvel afmarkaða og tiltölulega litla, því að þetta reddist alltaf einhvern veginn.

Talið er að hestapestin hafi komið með reiðtygjum erlendis frá og er merkilegt að mönnum skuli detta í hug að taka áhættu við að flytja slíkt inn þegar haft er í huga hve viðkvæmir íslenskir dýrastofnar eru eðlilega gagnvart erlendum sjúkdómum í dýrum. 

Hinar skæðu og gríðarlega skaðlegu fjárpestir sem komið hafa til landsins síðustu þrjár aldir, svo og tilkoma minksins og tjónið af hans völdum, - ekkert af þessu þurfti að dynja yfir ef menn fóru að með gát og varúð. 

Og nú er enn ein hugmyndin um að taka áhættu varðandi íslenska dýrastofna komin á dagskrá og virðist svo sem menn ætli aldrei að læra af reynslunni. 

 

 

 


mbl.is Gríðarlegt tjón af hestapest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú kem ég af fjöllum, - hvaða enn ein hugmynd er það?

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:29

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég orða þetta svona því að ég man ekki nógu nákvæmlega hver þessi innflutningshugmynd var en samtök í viðkomandi grein hafa varað við þessum hugmyndum, sem voru nú fyrir skemmstu í fjölmiðlum.

Ómar Ragnarsson, 30.3.2011 kl. 00:13

3 identicon

Ahh, það gæti verið það sem viðrað var um erfðaefni úr Íslenskum gæðingum staðsettum erlendis. Það eru nefnilega fleiri Íslenskir hestar í t.d. Evrópu en hérna.

Þetta getur reyndar verið framkvæmanlegt á öruggari hátt heldur en flutningur á einu beisli. Ég veit reyndar ekki hvort hægt er að notast við fósturvísaflutning í hross ennþá, en sú leið er, að viðbættri einangrun afar örugg.

Sama og gert hefur verið með holdanaut og svo eru flutt inn frjó egg í hænsnarækt, sæði í svín o.fl.

Upp á sjúkdóma, t.d. kúariðu, er hrátt kjöt af hryggvöðva mun hættulegra en t.d. sæði af ræktunarstöð. Það hefur oft verið á boðstólnum víða um land, þótt að upprunaríkið sé eitt af þeim verst stöddu (Írland). Sem sagt, hrátt kjöt af mögulegum riðugrip hefur oft verið til á...Hvolsvelli.

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband