Hvernig varð þetta svona stórt allt í einu ?

Í Kastljósi í kvöld kom fram að það hefði ekki verið fyrr en fyrir örfáum mánuðum sem það byrjaði að koma í ljós að OR væri í þeim hrikalega skuldavanda sem fyrirtækið er.

Þegar upphæðirnar eru nefndar sundlar flesta og spyrja: Hvernig má það vera að þetta er allt í einu orðið svona svakalegt, sem talið var vel viðráðanlegt fyrir aðeins tveimur mánuðum ?

Jón Gnarr talar um hlutlausa rannsókn og það virðist ekki vanþörf á því. 

En mig grunar að hluti skýringarinnar sé sá, að í raun hafi ekkert breyst í þeirri ofboðslegu skuldasöfnunarstefnu OR, sem verið hefur við lýði árum saman, fyrst í aðdraganda Hrunsins og síðan ekki síður eftir Hrun. 

Það var greinilega ætlunin að berja í brestina með því að "endurfjármagna" fyrirtækið duglega sem þýðir að fá nógu stór lán til þess að geta haldið áfram á sömu braut, virkjað við Hverahlíð og Bitru og leggja sitt af mörkum til að koma álveri í Helguvík af stað. 

Sem sagt: Sama skuldafíknin og gerði það að verkum að heimilin og fyrirtækin á Íslandi fjórfölduðu skuldir sínar í mesta "gróðæri" sögunnar í stað þess að borga skuldir upp. 

Svarið við spurningunni í upphafi þessa bloggpistils er einfalt: Þegar fíkniefnið, í þessu tilfelli lánin, er tekið af fíkninni hrynur allt hjá honum og það mjög snögglega. 

Á þessum ósköpum aldrei að linna?  Læra menn aldrei neitt og breyta engu ? 


mbl.is Starfsmönnum fækkað um 90
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Upphefð okkar kemur að utan. Lánadrottnar gripu í taumana og stöðvuðu ruglið. Sennilega upphafið af erlendri stjórn á okkur fjármálavanvitunum.

Sævar Helgason, 29.3.2011 kl. 21:15

2 identicon

Hvar ætlar Jón Gunnar að fá pening?

Dengsi (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:38

3 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Frjálsar handfæraveiðar leysa byggða, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga,

FRELSI er það sem vantar, ekki nýjar lántökur handa gjaldþrota þjóð!

Aðalsteinn Agnarsson, 29.3.2011 kl. 22:14

4 Smámynd: Dexter Morgan

Þetta angar af stækri Framsóknar-flór lykt, langar leiðir, meira að segja hingað, norður í land.

En eins og ég hef skrifað áður um OR, m.a. þegar "Geimskipið" (höfuðstöðvarnar) voru teknar í notkun: Mikið er ég feginn að vera ekki skattborgari í Reykjavík. Þetta er sukki og óhófi að kenna, frá A-Ö.

Dexter Morgan, 29.3.2011 kl. 23:32

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll nei þessu linnir ekki fyrr en við förum niður á Austurvöll og hendum liðinu úr sandkassanum! Endurskipuleggjum síðan allt stjórnkerfið eins og það leggur sig!

Sigurður Haraldsson, 30.3.2011 kl. 00:02

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

það byrjaði þarnma sukkið hja´R listanum byggingin hjá Alfreð með eindæmum stór og dyr og mikið bruðl!!! rækjueldi aslskona vittleysa,ekki ættla ég heldur að verja mína menn,en svo er komið fyrir þessu eins og mörgu fólki og fyrirtækijum sem fóru framúr sér,þetta ættir þu sjalfur að þekkja Ómar !!!/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 30.3.2011 kl. 00:47

7 identicon

Margt skrítið gerist 'Omar minn. Þetta gerðist hjá mér þegar ég sá sætu stelpuna í Vetrargarðinum forðum !!

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 30.3.2011 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband