7.4.2011 | 09:14
"What have they done to the rain?"
Ofangreind setning var grunnlínan í vinsælu lagi með sama nafni á hippatímanum þegar óttinn við eyðandi kjarnorkustríð var hvað mestur.
Sú ógn sem stafar af hinni fáránlega miklu kjarnorkuvopnaeign stórveldanna er ekki viðunandi því að hún er svo lúmsk og hrikaleg. Geislun frá Fukushima eða öðru slíku veri er barnaleikur miðað við eyðandi kjarnorkustríð.
Því miður gengur allt of hægt að minnka kjarnorkuvopnaforða heimsins. Þess vegna er lagið "What have they done to the rain" í fullu gildi meðan þessi ógn er látin viðgangast.
Í tvö skipti hefur heimurinn verið á barmi kjarnorkustyrjaldar, fyrst í Kúbudeilunni og síðar munaði enn minna á níunda áratugnum að slíkt gereyðingarstríð brytist út vegna bilunar í viðvörunarbúnaði, sem hefði getað sett allt af stað fyrir mistök.
Óttast geislavirkt regn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fæ oftast kjánahroll þegar minnst er á hippana. Þóttust vera miklir “Weltverbesserer”, en tróðu sig fulla með öllum þeim fíknaefnum sem á boðstólum voru.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 09:43
Það kom margt athyglisvert og jákvætt úr hippahreyfingunni. Slæmt, Haukur, að koma með svona sleggjudóma. þetta voru alls ekki "bara dóphausar".
Úrsúla Jünemann, 7.4.2011 kl. 10:34
Sammála því Ursula að margt af því sem hipparnir stóðu fyrir var gott og tímabært. En það eru aðrar leið til að efla og framkvæma góða hluti en með “free sex” og fíknaefnaneyslu. Gleymun ekki afleiðingunum; kynsjúkdómar, HIV, veik börn án uppeldis, alkoholiker etc. Í ótal tilvikum voru afleiðingarnar skelfilegar. Það var ekki bara “schöne Musik”.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 11:23
En...greyin voru nú á móti kjarnorkuvánni, og liðu fyrir það. Það vantaði reyndar hippa austantjaldsmegin til að hjálpa til...
Annars var spennan mikil og áhættan alltaf til staðar. Það var svona svolítið drungalegt að vera unglingur á 8. og 9. áratugnum með það hangandi yfir sér að einhver vitleysa gæti bara breytt plánetunni í óbyggilegan stað rétt sisvona.
Jón Logi (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.