21.4.2011 | 11:45
Kemur sumarið jafn snöggt og veturinn kom?
Fyrir sex mánuðum gekk vetur mjög snögglega í garð og bar þessa ákveðnu vetrarkomu nokkurn veginn upp á fyrsta vetrardag. Viku fyrr hafði verið hlýindabylgja á landinu um alllanga hríð með 10-15 stiga hita.
Undanfarnar vikur hefur verið óvenju þrálát vindatíð með snjókomu og éljagangi og því hið besta mál fyrir mig að vera nú staddur í Portúgal þar sem sól skín í heiði í logni og meira en 20 stiga hita.
Við erum hér hjónin í heimsókn í sumarhúsi Ninnu og Óskars, dóttur og tengdasonar, og fjölskyldu þeirra og það er mikið fjör.
En sumarið er víst að "bresta á" á Íslandi eins og Bubbi myndi orða það, en þarf að vísu allmikinnn vind til.
Bestu sumar- og páskakveðjur heim og sérstakar afmæliskveðjur til Rúriks Andra Þorfinnssonar, sonarsonar okkar, sem á 19 ára afmæli í dag.
Ofanhríð og hálka á fjallvegum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.