26.4.2011 | 20:46
Ljós í myrkrinu.
Hrun efnahagskerfisins, eldgos í Eyjafjallajökli, - þetta voru áföllin, sem yfirskyggðu flest í lífi Íslendinga í fyrra og ekki bjart um að litast, einkum þá myrku daga þegar öskufall dundi á bændum við jökulinn.
Ég taldi strax að gosið myndi verða okkur til góðs í heildina litið þegar upp yrði staðið og það er að koma æ betur í ljós.
Í fyrra vann fréttastofa Sjónvarpsins til eftirsóttra verðlauna Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva og nú hafa íslenskir flugumferðarstjórar unnið ekki minna afrek.
Þetta eru ljós í myrkrinu og vonandi ekki hin síðustu sem munu kvikna.
Íslenskir flugumferðarstjórar fá viðurkenningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.