17.5.2011 | 21:09
Hávaðinn er áhrifamestur.
Það er að vísu tignarlegt að horfa á geimskot frá Canaveralhöfða. En lang áhrifamestur er þó hinn ærandi hávaði og titringurinn, sem fylgir skotinu. Þetta get ég borið vitni um en hins vegar ekki um það, sem mér finnst líklegt að sé satt, að hávaðinn við kappakstursbrautina í Formúlu 1 sé lang áhrifamesti hluti upplifunarinnar.
Og þó. Á Farnborough flughátíðinni fyrir um áratug fór fram keppni þotu og Formúlu 1 kappakstursbíls á flugbrautinni og hávaðinn var lang áhrifamestur.
Þegar ég sá myndina Aviator um ævi Howard Hughes var ég líklegast sá maður í bíósalnum í það skiptið, sem var dómbærastur á útfærsluna á hinu magnaða atriði þegar Hughes brotlenti í skógi vaxinni byggð.
Þar á ég við hljóðsetninguna á hávaðanum, sem Hughes upplifði sjálfur. Ég get borið um það vitni að í atviki sem þessu er hávaðinn langáhrifamesta minningin.
Endeavour skotið á loft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.