18.5.2011 | 22:15
Vandlifað.
"Það þarf sterk bein til þola góða daga" eða eitthvað á þá leið minnir mig að máltæki eitt hljóði.
Of mikil neysla á sykri og fitu hefur gert ofþyngd að einhverju erfiðasta heilbrigðisvandamáli okkar tíðar.
En hve langt á að ganga í meinlætalifnaði og eftir hvaða mynstri?
Ég er ekki viss um að orðið "fyllerísmenning" eigi alveg við það að gera sér dagamun eins og til dæmis einu sinni í viku varðandi ýmislegt.
Nú er það einu sinni svo að annar frídagurinn um hverja helgi er skilgreindur sem nauðsynlegur hvíldardagur frá amstri hversdagsins og því getur varla verið óeðlilegt að á einn dag sé nældur merkimiði fyrir það að gera eitthvað sem gefur lífinu lit.
Þegar ég fór í gegnum það nýlega hvað vægi þyngst í minni neyslu varðandi líkamsþyngdina kom fljótlega í ljós að það var súkkulaði. Súkkulaði er nefnilega afar mikið lostæti en því miður er það óhollustan uppmáluð hvað það snertir, að 30% af þyngd þess er fita og í því auk þess hvítasykur sem er út af fyrir sig eitt versta fíkniefni samtímans.
Langstærsti hluti súkkulaðineyslu minnar átti rót að rekja til menntaskólaáranna þegar það varð að tákni þess tíma að fara inn á "Skalla" og fá sér kók og prins.
Við nákvæma greiningu á lífsvenjum mínum kom í ljós að ég át að meðaltali 20-30 Prins póló stykki á viku eða um eða yfir hundrað stykki á mánuði.
Það þýddir að í þau 50 ár sem þetta hafði verið hluti af neyslumynstri mínu hafði ég innbyrt 50 þúsund stykki hið minnsta.
Ég ákvað því að taka þetta af neyslulistanum að undanskildu því að hver sunnudagur væri "nammidagur", en aðeins þessi eini dagur og aðeins þetta eina Prins póló stykki.
Af hverju að hafa þetta svona? Jú, ef maður getur fundið eitthvað til að hlakka til, þá finnst mér ekkert að því að finna eitthvað til þess.
Ég hlakka alla vikuna til þess að fá mér eina kók í gleri og Prins póló einu sinni í viku. Tel það hvorki ýta undir "fyllerísmenningu" eða óhóf. En miklu varðar að "nammidagurinn" sé aðeins einn en ekki tveir í röð. Þar munar jú helmingi, ekki satt?
Nammidagar ala á fyllerísmenningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hérna á fox news var í morgun sagt frá manni sem étur eitthvað um 8 Big Mac borgara á viku. Það var bein útsending þegar hann sporðrendi tuttugasta fimmta þúsundasta hamborgaranum
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 23:53
Ómar, ég hélt þú ækir um á prins
Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 00:35
Þér finnst nú líka góð svið.
Það er margt til fleira en Prins Póló, - miklu meira en eitt atriði á dag ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 11:00
Ég borða Prins/súkkulaði ~5 skipti í viku, ég bara verð að borða nammi svo ég verði ekki beinagrind.
Krakkarnir mínir borða afturámóti lítið sem ekkert nammi
doctore (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 12:36
Ég ók um á NSU-Prinz 1, 4 og 1000 á árunum 1959-65 en á einn slíkan sem hálfgerða mublu á bak við súlu í kjallara Útvarpshússins.
Ómar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.