Borgarbörn fara mikils á mis.

Borgarbörn nútímans fara mikils á mis að upplifa það aldrei að standa undir heiðum næturhimni að vetrarlagi og sjá himingeiminn með öllum sínum óteljandi stjörnum hvelfast yfir sér.

Þegar ég var barn var ljósmagnið í Reykjavík, sem var á mörkum þess að vera borg eða bær, aðeins brot af því sem það er í dag, og ekki þurfti að fara langt, aðeins inn undir Elliðaár til að sjá vel til himins. 

Þegar komið var fram í lok september í sveitardvölinni var orðið vel dimmt um nætur og himinninn heiður og tær. 

Ég áttaði mig ekki á því hve mikils börn mín höfðu farið í mis fyrr en þau Iðunni og Friðrik fluttu  börnum sínum til Víkur í Mýrdal í tvö ár í upphafi kennaraferils síns.

Þegar þau komu til baka  var stjörnubjartur næturhiminninn í Vík og bjarminn af tunglskini yfir Reynisdröngum auk algerrar þagnar eftirminnilegasta upplifunin svo af bar.


mbl.is „Fegurð næturhiminsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skemmtileg mynd af borgarbörnum frá 1928.  Veit ekkert hvaðan þetta myndskeið kemur og efast um að þetta sé þekkt hér heima.  Þetta er bara þarna á Youtube.  Ótrúlegt hvað lítið hefur breyst þarna í kvosinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2011 kl. 03:17

2 Smámynd: Gunnar Waage

"My witness is the empty sky."
— Jack Kerouac

Gunnar Waage, 19.5.2011 kl. 03:48

3 Smámynd: Sævar Helgason

Þegar ég var að alast upp á árunum sitt hvoru megin við 1950-í Kleppsholtinu inni við Sundin - var himinsýn nánast óspillt . Ljós voru spöruð í húsum almennt og götuljósin týrur miðað við það sem nú er. Rafmagnið var dýrt og mjög takmarkað. Vinsælasta útivistarsvæðið ,einkum að vetrarlægi ,voru Vatnagarðarnir. Þeir voru þar sem núna er Sundahöfn-í kvosinni næst Kleppi. Þarna var að vetrarlagi verið á skautum og skíðum frá morgni og frá á rauða kvöld væri tungsljós og stjörnubjart. Sýn til stjarnanna var óspillt af ljósatýrum frá húsum og götuljósatýrunum. Þetta voru ævintýrastundir. Nú er ofurlýsing í borginni búin að renna rafljósatjaldi fyrir þessa mögnuðu sýn til himinhvolfsins-Mikill skaði.

Sævar Helgason, 19.5.2011 kl. 09:09

4 identicon

Það var magnað að fylgjast með gosinu í Eyjafjallajökli á þeim fáu myrkurstundum sem enn eru á þeim árstíma. Þar sem ég hef kauptún eitt milli mín og jökuls, var það um kílómeters ganga að komast fyrir birtuna.

Það er ansi sterk lýst orðið í kaupstöðum og borginni.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.5.2011 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband